6. apríl 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varamaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) varamaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ósk um lækkun gatnagerðargjalda201703394
Ósk um lækkun gatnagerðargjalda af lóðum nr. 21, 23, 23A og 31 við Reykjahvol. Málinu var frestað á síðasta fundi.
Bæjarráði er ekki unnt að verða við erindinu þar sem skilyrði fyrir niðurfellingu gjalda eru ekki fyrir hendi.
2. Starfsemi Skálatúns 2016 og nýr þjónustusamningur201701074
Erindi Skálatúns og minnisblað verkefnastjóra fjölskyldusviðs lagt fram.
Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs og Ásgeir Sigurgestsson (ÁS) verkefnastjóri gæða og þróunar mættu á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela Ásgeiri Sigurgestssyni og lögmanni bæjarins að svara erindinu.
3. Gæðamat með þjónustu við fatlað fólk201703462
Minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lagt fram.
Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs og Ásgeir Sigurgestsson (ÁS) verkefnastjóri gæða og þróunar mættu á fundinn undir þessum lið.
Framkominn tillaga, um sameiginlegt gæðaeftirlit með þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk á heimilum sínum, samþykkt með þremur atkvæðum.
4. Félagsleg húsnæðismál-leiguíbúðir201703466
Óskað heimildar til að ganga til samninga um leigu á fjórum íbúðum til útleigu til einstaklinga sem uppfylla ákvæði reglna Mosfellsbæjar um félagslegt leiguhúsnæði.
Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs og Ásgeir Sigurgestsson (ÁS) verkefnastjóri gæða og þróunar mættu á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að ganga til samninga um leigu á fjórum íbúðum til framleigu til einstaklinga sem uppfylla ákvæði reglna Mosfellsbæjar um félagslegt leiguhúsnæði.
Bæjarráð óskar eftir því að fjölskyldusvið auglýsi jafnframt eftir íbúðum til leigu.
5. Umsögn um frumvarp til laga um útlendinga (frestun réttaráhrifa o.fl)201703279
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.
Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs mætti á fundinn undir þessum lið.
Lagt fram.
Tillaga fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar
Ég legg til að bæjarráð geri athugasemd við ákvæðið um brottvísun þrátt fyrir áfrýjunarferli þar sem það er ómannúðlegt.Tillagan er felld með þremur atkvæðum.
Bókun D-, V- og S- lista
Bæjarráð leggur til að einstaklingar og/eða einstök framboð sendi inn umsögn um frumvarpið í sínu nafni.6. Umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr jöfnunarsjóði).201703430
Óskað er umsagnar fyrir 18. apríl nk.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar og afgreiðslu fjármálastjóra. Fjármálastjóri hefur áður veitt umsögn um málið.
7. Verkefnistillaga um stefnumótun201702305
Fulltrúar Capacent mæta á fundinn og gera grein fyrir stöðu vinnu við endurskoðun á stefnumótun Mosfellsbæjar frá 2008.
Arnar Jónsson (AJ) frá Capacent mætti á fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir stöðu vinnu við endurskoðun á stefnumótun Mosfellsbæjar frá 2008.
8. Vindhóll/Umsókn um byggingarleyfi2016081942
Umsögn skipulagsfulltrúa lögð fram.
Samkvæmt umsögn skipulagsfulltrúa er Vindhóll í þéttbýli og því ber að leggja á gatnagerðargjöld. Bæjarráð vísar samþykkt bæjarins um gatnagerðargjöld og gjaldskrá til yfirferðar bæjarstjóra og lögmanns.
9. Kortlagning stíga og slóða í Mosfellsbæ201012057
Greinargerð vinnuhóps um kortlagningu vegslóða í landi Mosfellsbæjar lögð fram ásamt fundargerðum.
Frestað.
- FylgiskjalGreinargerð frá vinnuhópi um slóðamál.pdfFylgiskjalVinnuhópur um kortlagningu slóða - Fundargerð 1.pdfFylgiskjalVinnuhópur um kortlagningu slóða - Fundargerð 2.pdfFylgiskjalVinnuhópur um kortlagningu slóða - Fundargerð 3.pdfFylgiskjalVinnuhópur um kortlagningu slóða - Fundargerð 4.pdfFylgiskjalVinnuhópur um kortlagningu slóða - Fundargerð 5.pdfFylgiskjalVinnuhópur um kortlagningu slóða - Fundargerð 6.pdfFylgiskjalVinnuhópur um kortlagningu slóða - Fundargerð 7.pdfFylgiskjalVinnuhópur um kortlagningu slóða - Fundargerð 8.pdfFylgiskjalVinnuhópur um kortlagningu slóða - Fundargerð 9.pdf
10. Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi byggingu reiðhallar200810056
Hestamannafélagið Hörður óskar eftir þátttöku Mosfellsbæjar í kostnaði vegna byggingar reiðhallar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við Hestamannafélagið Hörð um nánari skilyrði þess að bæjarfélagið taki þátt í greiðslu kostnaðar við byggingu reiðhallar.
11. Umsögn um frumvarp til laga um umferðarlög (bílastæðagjöld).201703431
Óskað er umsagnar fyrir 11. apríl nk.
Frestað.