Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

3. apríl 2013 kl. 15:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Skóla­braut 2-4, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201303302

    Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja við íþróttamiðstöðina að Varmá að Skólabraut 2 - 4. Byggt verður úr steinsteypu og forsteyptum einingum samkvæmt framlögðum gögnum. Stærð húss: 1. hæð 1412,2 m2, 2. hæð 678,4 m2, 3. hæð 61,5 m2, samtals 14007,3 m3. Norð vesturhluti byggingarinnar fer lítilsháttar út fyrir byggingarreit. Þar sem frávikið er óverulegt og skerðir í engu hagsmuni nágranna kallar það ekki á breytingu deiliskipulags með grenndarkynningu samanber gr. 5.8.4 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

    Sam­þykkt.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00