3. maí 2012 kl. 08:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
- Árni Ísberg embættismaður
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Leirvogstunga 123704, -byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við flugskýli no.1201203144
Flugklúbbur Mosfellsbæjar póstboxi 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr steinsteypu og stáli flugskýli 1 á Tungubökkum samkvæmt framlögðum gögnum.
Viðbyggingin sem nefnist matshluti 8 rúmast innan ramma gildandi deiliskipulags svæðisins.
Stækkun: 326,2 m2, 1448,9 m3.
Samþykkt.
2. Úlfarsfellsland landnr. 175253, byggingarleyfisumsókn fyrir kvit.201204138
Anna Aradóttir Rauðarárstíg 33 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja kvist úr timbri á sumarbústað á lóð í landi Úlfarsfells, landnr. 175253 samkvæmt framlögðum uppdráttum.
Stækkun bústaðs 5,5 m3.
Samþykkt.
3. Reykjahvoll 41, umsókn um leyfi til að breyta gluggum og hurðum í kjallara201204221
Sæmundur Eiríksson Þverholti 9A Mosfellsbæ sækir um leyfi fh. Kristínar Ólafsdóttur til að breyta gluggum og hurðum á neðri hæð hússins nr. 41 við Reykjahvol samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð hússins breytist ekki.
Samþykkt.
4. Uglugata 7, Byggingaleyfi fyrir einbýlishús, breyting frá áður samþ uppdráttum201202109
Hermann H Aspar Hjarðarlandi 6 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða einbýlishús með sambyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 7 við Uglugötu.
Áðursamþykktir uppdrættir falli úr gildi.
Stærð húss: Íbúð 1. hæð, 172,4 m2, bílgeymsla 1. hæð, 28,6 m2 , íbúð 2. hæð 163,5 m2, samtals 1199,9 m3
Samþykkt.
5. Þverholt 8 - Stöðuleyfi fyrir 2 gáma við norður-hlið húss201205025
Á Óskarsson ehf. Þverholti 8 Mosfellsbæ sækir um stöðuleyfi fyrir tvo 40 feta gáma við atvinnuhúsnæði að Þverholti 8 samkvæmt framlögðum gögnum.
Samþykkt stöðuleyfi fyrir gámana í eitt ár.