3. febrúar 2012 kl. 9.00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bugðufljót 21 - Umsókn um byggingarleyfi201202030
Gísli Karel Halldórsson fh. Ístaks Bugðufljóti 19, sækir um leyfi til að fjarlægja hluta núverandi vinnubúða að Bugðufljóti 21 samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð vinnubúða eftir breytingu, 318,0 m2, 884,9 m3.
Samþykkt.
2. Hamrabrekka 2, byggingarleyfi fyrir nýbyggingu frístundahúss201202004
Soffía Vala Tryggvadóttir Bólstað, 210 Garðabæ sækir um leyfi til að byggja sumarbústað úr timbri á lóðinni nr. 2 við Hamrabrekku samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð bústaðar . 83,0 m2, 300,0 m3.
Mannvirkið rúmast innan ramma gildandi deiliskipulags svæðisins.
Samþykkt.
3. Litlikriki 7 - Umsókn um byggingarleyfi201202029
Aðalsteinn Jónsson Stórakrika 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta áðursamþykktum uppdráttum hússins nr. 7 við Litlakrika samkvæmt framlögðum gögnum. Breytingin felst í að pergola framan bílskúrs verði ekki byggð, þaki og klæningu hússins breytt.
Stærðir húss breytast ekki.
Samþykkt.