4. ágúst 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varamaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ósk um lækkun gatnagerðargjalda vegna viðbyggingar á Völuteigi 6201103427
Áður á dagskrá 1023. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs. Umsögnin er hjálögð.
Til máls tóku: BH, JS, HP, JJB, ÓG og SÓJ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs og bæjarstjóra sem komi með tillögur varðandi samþykkt um gatnagerðargjöld.
2. Erindi Guðlaugar Kristófersdóttur varðandi endurskoðun fasteignagjalda201002210
Áður á dagskrá 1025. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs. Umsögnin er hjálögð.
Til máls tóku: BH, SÓJ og HP.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.
3. Erindi vegna eignarhlutar - Hraðastaðir 1201105055
Áður á dagskrá 1028. fundar bæjarráðs þar sem samþykkt var að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og bæjarstjóra.
Til máls tóku: BH og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra umhverfissviðs að koma með tillögu um makaskipti sbr. 1. lið í framlögðu minnisblaði, að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að svara bréfritara í samræmi við 2. lið og varðandi 3. lið þá verði honum vísað til skipulagsnefndar til umsagnar og afgreiðslu.
4. Vátryggingar sveitarfélagsins201106042
Áður á dagskrá 1034. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var vísað til stjórnsýslusviðs til umsagnar. Hjálagt er umsögnin.
Til máls tóku: BH og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara erindinu.
5. Athugasemdir vegna Leirutanga 29201106166
Áður á dagskrá 1036. fundar bæjarráð þar sem erindinu var frestað.
Til máls tóku: BH, SÓJ, JJB, JS, HP og ÓG.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara erindinu.
6. Kæra vegna ákvörðunar Mosfellsbæjar um úrbótakröfu að Leirutanga 29201107043
Áður á dagskrá 1036. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var frestað.
Til máls tóku: BH, SÓJ, JJB, JS, HP og ÓG.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela frmkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála.
7. Erindi JP Lögmanna varðandi kröfur Jáverks ehf. vegna Krikaskóla201107057
Áður á dagskrá 1036. fundar bæjarráðs þar sem samþykkt var að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar.
Til máls tóku: BH og JJB.
Frestað.
8. Erindi Lausna lögmannsstofu sf. varðandi afsal201107089
Til máls tóku: BH, SÓJ, JJB og HP.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela stjórnsýslusviði að skoða málið.
9. Erindi Vinnuskóla Reykjavíkur varðandi umhverfismál201107153
Til máls tóku: BH, JJB, ÓG og HP.
Erindið lagt fram. Jafnframt verði erindinu vísað til umhverfisnefndar til kynningar.
10. Erindi íbúa í Tröllateig vegna göngustígs201107154
Til máls tóku: BH og HP.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar.
11. Erindi Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu varðandi umsögn um tímabundið áfengisveitingaleyfis vegna bæjarhátíðarinnar í Túninu heima201108011
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar geri fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við tímabundið áfengisveitingaleyfi.