1. febrúar 2019 kl. 11:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Desjamýri 8/Umsókn um byggingarleyfi.201609418
Víghóll ehf. Áslandi 3 Mosfellsbæ sækir um leyfi til breitinga áður samþykktra aðaluppdrátta iðnaðarhúsnæðis á lóðinni nr. 8 við Desjamýri í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt.
2. Hlaðgerðarkot/Umsókn um byggingarleyfi201606012
Samhjálp félagasamtök Hlíðarsmára 14 Kópavogi sækja um leyfi til að breyta innra skipulagi 2. hæðar meðferðarkjarna Samhjálpar að Hlaðgerðarkoti í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt.
3. Leirutangi 10, Umsókn um byggingarleyfi201712230
Ásgrímur H. Helgason Leirutanga 10 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að hækka rishæð hússins nr. 10 við Leirutanga og innrétta þar íbúðarrými og geymslu í samræmi við framlögð gögn. Stærðir fyrir breytingu 158,4 m², 619,000m³. Stærðir eftir breytingu 303,3 m², 843,400m³.
Samþykkt.
4. Leirvogstunga 31 / Umsókn um byggingarleyfi201811062
Blanca Astrid Barrero, Breiðvangi 30 Hafnarfirði, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús á tveimur hæðum með innbygðri bílgeymslu á lóðinni Leirvogstunga nr.31, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 365,8 m², 910,095 m³
Samþykkt