31. október 2012 kl. 17:00,
Bókasafni Mosfellsbæjar
Fundinn sátu
- Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Þórhallur G Kristvinsson aðalmaður
- Sæunn Þorsteinsdóttir aðalmaður
- Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi
- Bjarni Þór Ólafsson 1. varamaður
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
- Marta Hildur Richter menningarsvið
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Stefnumótun í menningarmálum200603117
Fundurinn var opinn fundur menningarmálanefndar. Hann var auglýstur sem slíkur og jafnframt sérstaklega sent út bréf til hagsmunaaðila og þeim boðið að koma til fundarins til að fjalla um drög að stefnu í menningarmálum.
Á fundinum voru helstu atriði og megninmarkmið stefnunnar kynnt og síðan hófst hópavinna um meginmarkmiðin og undirmarkmið þeirra. Unnið var í tveimur hópum og tóku nefndarmenn niður athugasemdir frá fundarmönnum og gestum. Stefnt er að því að menningarmálanefnd fari yfir athugasemdir og geri breytingar á stefnunni á næsta fundi nefndarinnar. Stefnunni verður þaðan vísað til samþykktar bæjarstjórnar.