Mál númer 202502318
- 11 month-3 2025
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa #92
Skipulagsfulltrúi samþykkti á 89. afgreiðslufundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform vegna viðbyggingar að Hamratúni 6. Áformin voru kynnt á vef Mosfellsbæjar www.mos.is og með kynningarbréfum sem send voru á þinglýsta eigendur aðliggjandi eigna að Hamratúni 4, 6, 13, Hlíðartúni 3, 5, 7, 9 og Grænumýri 9. Athugasemdafrestur var frá 07.03.2025 til og með 06.04.2025. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við kynnt áform, með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, 5.9.4. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, samþykkir skipulagsfulltrúi áformin. Byggingarfulltrúa er heimilt að afgreiða erindi og gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.
- 14 month-2 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #627
Borist hefur erindi og fyrirspurn frá Gunnari Sigurðssyni, dags. 11.02.2025, með ósk um stækkun og einnar hæðar viðbyggingu húss að Hamratúni 6. Tillagan sýnir 60 m² stækkun til norðvesturs sem skiptist í 37 m² stofu og 23 m² sólstofu. Heildarstærð húss fer úr 169,4 m² í 229,4 m², í samræmi við gögn.
Lagt fram.
- 26 month-1 2025
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa #89
Borist hefur erindi og fyrirspurn frá Gunnari Sigurðssyni, dags. 11.02.2025, með ósk um stækkun og einnar hæðar viðbyggingu húss að Hamratúni 6. Tillagan sýnir 60 m² stækkun til norðvesturs sem skiptist í 37 m² stofu og 23 m² sólstofu. Heildarstærð húss fer úr 169,4 m² í 229,4 m², í samræmi við gögn.
Þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag sem uppfyllir ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 samþykkir skipulagsfulltrúi, í samræmi við afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, að áformin skuli grenndarkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Með fyrir vara um uppfærð gögn sem sýna betur afstöðu og fjarlægðir, skal tillaga send aðliggjandi hagaðilum og þinglýstum eigendum fasteigna að Hamratúni 4, 6 , Hlíðartúni 5, 7 og 9 til kynningar og athugasemda. Auk þess verða gögn aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is.