11 month-3 2025 kl. 14:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Röðull 123759 - Fyrirspurn202501722
Skipulagsnefnd samþykkti á 625 fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform vegna geymsluhúsnæðis á landinu Röðull L123759. Áformin voru kynnt á vef Mosfellsbæjar www.mos.is og með kynningarbréfum sem send voru á þinglýsta eigendur aðliggjandi landa og eigna að Skuld L124367, Varmalandi L189879, Æsustöðum L123814, Æstustaðalandi L176796, Æsustöðum L176791, Víðihlíð L123815, Varmalandi L123809 og Árvangri L123614. Athugasemdafrestur var frá 05.03.2025 til og með 04.04.2025. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við kynnt áform, með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, 5.9.4. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, samþykkir skipulagsfulltrúi áformin. Byggingarfulltrúa er heimilt að afgreiða erindi og gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.
2. Hamratún 6 - Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa202502318
Skipulagsfulltrúi samþykkti á 89. afgreiðslufundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform vegna viðbyggingar að Hamratúni 6. Áformin voru kynnt á vef Mosfellsbæjar www.mos.is og með kynningarbréfum sem send voru á þinglýsta eigendur aðliggjandi eigna að Hamratúni 4, 6, 13, Hlíðartúni 3, 5, 7, 9 og Grænumýri 9. Athugasemdafrestur var frá 07.03.2025 til og með 06.04.2025. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við kynnt áform, með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, 5.9.4. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, samþykkir skipulagsfulltrúi áformin. Byggingarfulltrúa er heimilt að afgreiða erindi og gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.
3. Úr landi Miðdals L125210 við Krókatjörn - deiliskipulag frístundalóðar202405259
Skipulagsfulltrúi samþykkti á 89. afgreiðslufundi sínum að deiliskipulagsbreytingin fyrir frístundabyggð að L125210 Úr landi Miðdals við Krókatjörn yrði auglýst og kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var kynnt á vef Mosfellsbæjar www.mos.is, Skipulagsgáttinni og Mosfellingi auk þess sem kynningarbréf voru send á þinglýsta eigendur aðliggjandi eigna og landa L125149, L233636, L125154 og L125195. Athugasemdafrestur var frá 04.03.2025 til og með 04.04.2025. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands 19.03.2025, Garðari Þ. Garðarssyni, dags. 19.03.2025 og Veitum ohf., dags. 02.04.2025.
Skipulagsfulltrúi áréttar efnisleg atriði umsagnar Veitna ohf. um orkuþörf, kostnað og upplýsingagjöf. Með vísan í fyrirliggjandi minnisblað, samantekt og svör varða aðrar umsagnir ekki efnisleg atriði hinnar endurauglýstu tillögu. Með vísan í 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, 5.9.4. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast gildistöku deiliskipulagsins skv. 2. mgr. 43.gr. sömu laga.
4. L125205 Úr Miðdalslandi - deiliskipulagsbreyting202410673
Skipulagsfulltrúi samþykkti á 89. afgreiðslufundi sínum að deiliskipulagsbreytingin fyrir frístundabyggð að L125205 Úr Miðdalslandi við Selmerkurveg yrði auglýst og kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var kynnt á vef Mosfellsbæjar www.mos.is, Skipulagsgáttinni og Mosfellingi auk þess sem kynningarbréf voru send á þinglýsta eigendur aðliggjandi eigna og landa L125201, L213939, L226501, L213970 og L125359. Athugasemdafrestur var frá 04.03.2025 til og með 04.04.2025. Umsagnir bárust frá Veitum ohf., dags. 11.03.2025 og Minjastofnun Íslands, dags. 19.03.2025.
Gögn hafa verið uppfærð og send Minjastofnun Íslands í samræmi við umsögn. Þar sem unnið hefur verið úr umsögnum og þær hafa ekki áhrif á hina kynntu tillögu, með vísan í 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, 5.9.4. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast gildistöku deiliskipulagsins skv. 2. mgr. 43.gr. sömu laga.