Mál númer 202411382
- 7 month-4 2025
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #442
Kynning á stöðu helstu aðgerða og næstu skrefum.
Sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs kynnti. Helstu áherslur á vorönn hafa verið á námskeiðahald fyrir foreldra, samskiptasáttmála heimila og skóla, eflingu foreldrasamstarfs og aukna ráðgjöf sálfræðinga á unglingastigi. Fræðslunefnd þakkar fyrir kynninguna og hvetur alla sem láta málefni barna og ungmenna sig varða að mæta á auglýstan fund í Hlégarði þann 20. maí næstkomandi þar sem nánar verður fjallað um stöðu aðgerðaráætlunarinnar.
- 4 month-11 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #862
Aðgerðaáætlunin <i>Börnin okkar</i> lögð fram.
Afgreiðsla 1648. fundar bæjarráðs samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
***
Bókun bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar fagnar því að fram er komin aðgerðaáætlun, Börnin okkar, með markvissum, fjármögnuðum aðgerðum í þágu barna sem bæjarstjórn fól bæjarstjóra að vinna að á fundi sínum þann 28. ágúst síðastliðinn. Hvatinn að verkefninu voru áhyggjur bæjarfulltrúa yfir gríðarlegri aukningu barnaverndartilkynninga á árinu sem og sú staða að æ fleiri ungmenni búa við kvíða og öryggisleysi.Aðgerðirnar skiptast í almennar forvarnir, snemmtækan stuðning og styrkingu barnaverndar. Allar þessar aðgerðir eru mikilvægar til þess að ná að vinna vel með börnum og fjölskyldum þeirra til að fyrirbyggja aukinn vanda. Aðgerðaáætlunin er mikilvægur liður í að mæta þeim áskorunum sem við er að etja í umhverfi barna og fjölskyldna þeirra.
- 21 month-10 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1648
Aðgerðaáætlunin <i>Börnin okkar</i> lögð fram.
Bæjarstjóri kynnti fyrirhugaða innleiðingu á aðgerðaáætlun í þágu barna og unglinga í Mosfellsbæ.