7 month-4 2025 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
- Hrafnhildur Gísladóttir (HG) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Elín María Jónsdóttir (EMJ) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) áheyrnarfulltrúi
- Hlín Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
- Helga Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
- Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
- Viktoría Unnur Viktorsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) varamaður
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
- Þrúður Hjelm fræðslu- og frístundasvið
- Ólöf Kristín Sívertsen sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
- Ágúst Frímann Jakobsson leiðtogi málefna grunnskóla
Fundargerð ritaði
Ágúst Frímann Jakobsson leiðtogi málefna grunnskóla
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Innritun í leik- og grunnskóla haustið 2025202504399
Tölulegar upplýsingar um innritun í leik- og grunnskóla haustið 2025 lagðar fram til upplýsinga
Tölulegar upplýsingar um innritun í leik- og grunnskóla haustið 2025 lagðar fram. Fræðslunefnd þakkar fyrir kynninguna en upplýsingagjöf um fjölda barna á leik- og grunnskólaaldri og úthlutun leikskólaplássa er til fyrirmyndar í meðfylgjandi gögnum. Alls er gert ráð fyrir að um 870 börn verði í leikskólum Mosfellsbæjar næsta vetur og um 1.830 grunnskólanemendur.
Gestir
- Magnea Ingimundardóttir verkefnastjóri fræðslu- og frístundasviðs
2. Vinnuskóli 2025202504485
Kynning á Vinnuskóla Mosfellsbæjar
Fræðslunefnd þakkar fyrir góða kynningu á starfsemi Vinnuskóla Mosfellsbæjar. Alls starfa meira en 400 ungmenni í Vinnuskóla Mosfellsbæjar ár hvert.
Gestir
- Edda Davíðsdóttir tómstunda- og forvarnarfulltrúi
3. Pólski skólinn202505056
Lögð fyrir drög að samningi við Vinafélag pólska skólans í Reykjavík fyrir skólaárið 2025-2026.
Lögð fyrir drög að samningi við Vinafélag pólska skólans í Reykjavík fyrir skólaárið 2025-2026. Markmið samningsins er að gera þjónustu Pólska skólans að mestu gjaldfrjálsa fyrir börn með lögheimili í Mosfellsbæ. Þannig sé þeim tryggt aðgengi að móðurmálskennslu án tillits til efnahags sem er í samræmi við ákvæði laga og aðalnámskrá grunnskóla. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög með þremur atkvæðum, fulltrúi D-lista Elín María Jónsdóttir situr hjá.
4. Skóladagatal leik- og grunnskóla 2025-2026202401258
Skóladagatal Listaskólans 2025-2026 lagt fram til staðfestingar.
Fræðslunefnd staðfestir skóladagatal Listaskólans 2025-2026 með 4 atkvæðum.
5. Skóladagatal leik- og grunnskóla 2025-2026202401258
Ósk um breytingu á skóladagatali grunnskóla 2025-2026.
Fræðslunefnd staðfestir umbeðna breytingu á skóladagatali grunnskóla 2025-2026 með fjórum atkvæðum. Skipulagsdagur sem áður var áætlaður 3. mars verður færður til 28. janúar 2026.
6. Leikskólinn Sumarhús202505053
Kynning og stöðumat við framkvæmdir á nýja leikskólanum í Helgafellshverfi, Sumarhúsum.
Fræðslunefnd þakkar góða kynningu vegna uppbyggingar á nýja leikskólanum í Helgafellshverfi sem hefur hlotið nafnið Sumarhús og býður Berglindi Robertson Grétarsdóttur leikskólastjóra velkomna til starfa. Verkefnið er á áætlun og stefnt á afhendingu hússins 30. júní næstkomandi.
7. Uppbygging á Blikastaðalandi2025011270
Kynning á tillögum rýnihóps vegna Blikastaða.
Sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs kynnti skýrslu og tillögur rýnihóps vegna uppbyggingar skólahúsnæðis á Blikastaðalandi. Tillögurnar á eftir að taka til frekari umfjöllunar í nefndum Mosfellsbæjar og í bæjarstjórn. Fræðslunefnd þakkar fyrir góða vinnu sem gefur ítarlegar upplýsingar um umfang og skipulags skólastarfs í Mosfellsbæ. Mikilvægt er að líta til skipulagsins í heild þegar svona miklar breytingar eru framundan og leitast við að gæta jafnræðis milli hverfa og líta til þróunar og framtíðar í skólamálum almennt. Fræðslunefnd hvetur til áframhaldandi samráðs rýnihóps og hagaðila skólamála í Mosfellsbæ. Mikilvægt er að skólastjórnendur, kennarar og aðrir sem koma að þróun skólamála fái tækifæri til að ræða tillögurnar. Þannig að fyrir liggi faglegur grunnur að því skipulagi og þeirri framtíðarsýn sem þarf að liggja fyrir áður en frekari uppbygging húsnæðis verður ákveðin.
8. Börnin okkar - aðgerðaáætlun í þágu barna og unglinga í Mosfellsbæ202411382
Kynning á stöðu helstu aðgerða og næstu skrefum.
Sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs kynnti. Helstu áherslur á vorönn hafa verið á námskeiðahald fyrir foreldra, samskiptasáttmála heimila og skóla, eflingu foreldrasamstarfs og aukna ráðgjöf sálfræðinga á unglingastigi. Fræðslunefnd þakkar fyrir kynninguna og hvetur alla sem láta málefni barna og ungmenna sig varða að mæta á auglýstan fund í Hlégarði þann 20. maí næstkomandi þar sem nánar verður fjallað um stöðu aðgerðaráætlunarinnar.
9. Tillaga frá D-lista - þátttaka ungmenna í leikskólastarfi202505071
Innsent erindi frá D-lista um þátttöku ungmenna í leikskólastarfi og samfélagslegan ávinning þess.
Samþykkt með fjórum atkvæðum að vísa málinu til umsagnar hjá sviðsstjóra, leiðtoga í leikskólamálum og leikskólastjórum.