Á Stekkjarflöt er stórt svæði með leiktækjum sem eru löguð að náttúrunni, þrautir og annað skemmtilegt í skátastíl fyrir börnin.
Stekkjarflöt er í nálægð við Álafosskvos meðfram Varmá í Mosfellsbæ. Á staðnum er útigrill og vatnsfontur.
Ærslabelgur
Ærslabelgurinn er opinn frá kl. 10:00 – 22:00 alla daga á sumrin.
Vinsamlegast athugið að allir nota Ærslabelginn á sína eigin ábyrgð.
Umgengnisreglur
- Fara úr skónum
- Taka tillit til annarra
- Ekki hoppa þegar blásarinn er ekki í gangi
- Ekki vera með mat eða borða mat
- Ekki vera með gleraugu
- Bannað að fara í heljarstökk
- Bannað að hoppa í rigningu
- Bannað að vera með oddhvassa hluti
Strandblakvöllur
Völlurinn er staðsettur nálægt Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Áhorfendastúka og tré skýla vellinum á tvenna vegu.
Blakdeild Aftureldingar hefur umsjón með vellinum og sér um bókanir.
Bókanir
- Bókanir og afbókanir fara fram á stekkjarflot.skedda.com.
- Einungis hægt að bóka tvo samliggjandi tíma í einu.
- Hægt að skrá sig hvenær sem er og á hvaða lausa tíma sem er.
- Ef engin er skráður á völlinn má nota völlin en ef skráður aðili mætir á staðinn þá þarf að víkja af vellinum.
Útilistaverk eftir Magnús Tómasson
Á Stekkjarflöt er að finna útilistaverkið Hús tímans – hús skáldsins eftir Magnús Tómasson.
Árið 1999 efndi Mosfellsbær til samkeppni um gerð útilistaverks í Mosfellsbæ. Magnús sigraði með tillögu sína að verkinu Hús tímans – hús skáldsins.
Verkið byggir á grunnfleti sem er merki Mosfellsbæjar en upp af grunnfletinum rís hár turn úr málmi sem minnir á gotneska boga. Ef horft er á verkið að ofan má aftur greina merki bæjarins en inni í turninum hangir stór steinn í keðju sem nemur við sexhyrnt form sem stendur á grunnfletinum.
Verkið byggir á merki bæjarins í tvennum skilningi. Það er vísun í verk Halldórs Laxness, Hús skáldsins, en um leið er andartakið fangað með formunum inni í turninum sem tákna annars vegar fortíðina og hins vegar framtíðina.