Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Regl­ur Mos­fells­bæj­ar um veit­ingu fjár­styrks til greiðslu lög­manns­kostn­að­ar sbr. 47. gr. barna­vernd­ar­laga nr. 80/2002.

1. gr.

Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar er heim­ilt að veita for­eldr­um eða öðr­um for­sjár­að­il­um og barni 15 ára og eldra fjár­styrk til greiðslu lög­manns­að­stoð­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir nefnd­inni áður en kveð­inn er upp úr­skurð­ur sbr. 1. mgr. 47. gr. barna­vernd­ar­laga nr. 80/2002. Veitt­ur er fjár­styrk­ur vegna fyr­ir­töku á fundi fjöl­skyldu­nefnd­ar, þ.e. vinnu­fram­lag til und­ir­bún­ings og mæt­ing­ar á fund nefnd­ar­inn­ar þeg­ar til greina kem­ur að beita þving­unar­úr­ræð­um sam­kvæmt barna­vernd­ar­lög­um. Eft­ir at­vik­um er veitt­ur styrk­ur til kynn­ing­ar á nið­ur­stöð­um nefnd­ar­inn­ar.

2. gr.

Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar er jafn­framt heim­ilt að veita að­il­um máls fjár­styrk til greiðslu lög­manns­kostn­að­ar fyr­ir kær­u­nefnd barna­vernd­ar­mála með sömu skil­mál­um og koma fram í 1. gr. að breyttu breyt­anda.

Fjár­styrk má einn­ig veita með sömu skil­mál­um í þeim til­vik­um þar sem barni er skip­að­ur tals­mað­ur sbr. 3. mgr. 46. gr. barna­vernd­ar­laga.

3. gr.

Fjár­styrk­ur til greiðslu lög­manns­kostn­að­ar er háð­ur því skil­yrði að lög­lærð­ur að­stoð­ar­mað­ur hafi rétt­indi til mál­flutn­ings fyr­ir hér­aðs­dómi eða Hæsta­rétti.

4. gr.

For­eldr­ar eða að­r­ir for­sjár­menn barna velja sér sjálf­ir lög­mann. Hið sama gild­ir um barn sem náð hef­ur 15 ára aldri og er að­ili máls sbr. 1. mgr. 46. gr. barna­vernd­ar­laga nr. 80/2002.

5. gr.

Beiðni um fjár­styrk skal vera skrif­leg og und­ir­rit­uð. Með beiðni skulu fylgja upp­lýs­ing­ar um eign­ir og tekj­ur styrk­beið­anda, s.s. stað­fest ljósrit af síð­asta skatt­fram­tali, afrit af álagn­ing­ar­seðli, yf­ir­lit yfir tekj­ur við­eig­andi og önn­ur þau gögn er Fjöl­skyldu­nefnd kann að kalla eft­ir. Jafn­framt skal fylgja sund­urlið­uð tíma­skýrsla lög­manns.

Heim­ilt er að veita styrk þeg­ar efna­hag styrk­beið­anda er þann­ig háttað að kostn­að­ur af gæslu hags­muna hans yrði hon­um fyr­ir­sjá­an­lega of­viða. Að jafn­aði skal ekki veita styrk ef stofn til út­reikn­ings rekju­skatts og út­svars og fjár­magn­s­tekj­ur styrk­beið­anda nema hærri fjár­hæð en kr. 4.000.000. Sé styrk­beið­andi í hjúskap eða sam­búð ber að hafa hlið­sjón af tekj­um maka og skulu sam­an­lagð­ar árs­tekj­ur ekki nema hærri en kr. 5.500.000. Þó má veita styrk þótt tekj­ur séu um­fram fram­an­greind­ar við­mið­un­ar­fjár­hæð­ir í sér­stök­um und­an­tekn­ing­ar­til­fell­um, t.d. ef mál er sér­stak­lega um­fangs­mik­ið og flók­ið, fram­færslu­kostn­að­ur styrk­beið­anda er óvenju­lega hár af ein­hverj­um ástæð­um, afla­hæfi hans eða maka eða sam­búð­ar­að­ila er veru­lega skert til fram­búð­ar eða að­r­ar knýj­andi ástæð­ur mæla með því.

Fjár­hæð styrkj­ar skal met­in með hlið­sjón af eðli og um­fangi máls­ins og skal tek­ið til­lit til efna­hags styrk­beið­anda sam­kvæmt fram­an­greindu þeg­ar ákvörð­un um fjár­styrk er tekin.

Við­mið­un­ar­gjald [i] vegna fjár­styrks mið­ast við ákveðna fjár­hæð á hverja unna klukku­st­und lög­manns og er ákveð­ið af bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar að fengn­um til­lög­um fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs og lög­manns bæj­ar­fé­lags­ins.

Að jafn­aði skal ekki veitt­ur fjár­styrk­ur til greiðslu fleiri en 15 klst. vegna með­ferð­ar máls fyr­ir fjöl­skyldu­nefnd og 10 klst. vegna með­ferð­ar máls fyr­ir kær­u­nefnd barna­vernd­ar­mála.

6.gr.

Fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs stað­fest­ir reikn­inga vegna lög­manns­kostn­að­ar.

7. gr.

Ákvörð­un um fjár­hæð styrkj­ar er kær­an­leg til kær­u­nefnd­ar barna­vernd­ar­mála sbr. 6. gr. barna­vernd­ar­laga nr. 80/2002.

8.gr.

Regl­ur þess­ar skulu kynnt­ar for­sjár­að­il­um barns ef mál þeirra sæta með­ferð­ar barna­vernd­ar­nefnd­ar og þeim lög­mönn­um sem taka að sér að að­stoða þá sbr. 40.gr. barna­vernd­ar­laga.

9. gr.

Regl­ur þess­ar eru sett­ar með stoð í 2. mgr. 47. gr. barna­vernd­ar­laga og öðl­ast gildi við stað­fest­ingu bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar.

Sam­þykkt í fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar 17. mars 2020.

Sam­þykkt í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar 758. fundi 1. apríl 2020.

[i]17.000 krón­ur á klst. 1. apríl 2020 sbr. til­laga að gjaldskrá Mos­fells­bæj­ar um veit­ingu fjár­styrks til greiðslu lög­manns­kostn­að­ar skv. 47. gr. barna­vernd­ar­laga nr. 80/2002.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00