Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1.gr. Markmið

Markmið Mos­fells­bæj­ar er að styðja enn frek­ar við af­reksí­þrótta­fólk sem eiga lög­heim­ili í Mos­fells­bæ og hafa hlot­ið styrk úr af­reks­sjóði ÍSÍ. Styrk­ur­inn tek­ur ekki til flokkaí­þrótta.

Sam­hliða tek­ur Mos­fells­bær und­ir sam­eig­in­legt markmið íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar sem er að Ís­lend­ing­ar eigi hverju sinni af­reks­menn í íþrótt­um er skipi sér á bekk með þeim bestu í heim­in­um og að stöð­ugt hækki af­reks­st­ig ís­lenskra íþrótta. Í því felst að efla hæfni og færni þeirra sem að af­reksí­þrótt­a­starf­inu koma og sem með af­reksí­þrótta­mann­in­um vinna, tryggja mögu­leika af­reksí­þrótta­manna fram­tíð­ar­inn­ar til að ná settu marki, stuðla að bætt­um fram­færslu­að­stæð­um íþrótta­manns­ins, og auka ís­lenska þjálf­un­arkunn­áttu.

2.gr. Við­mið af­reka

Við­mið af­reka taka mið af ákvæð­um reglu­gerð­ar af­reks­sjóðs ÍSÍ. Af­reksí­þrótta­fólki í ein­stak­lings­grein­um er skipt nið­ur í fjóra styrk­leika­flokka til við­mið­un­ar:

Flokk­ur 1:
Framúrsk­ar­andi íþrótta­mað­ur, sá er skip­ar sér með ár­angri sín­um í fremstu röð í heim­in­um í sinni grein, s.s. með því að vinna til verð­launa á stærstu mót­um heims og/eða kom­ast í úr­slit á stærstu við­burð­um í sinni íþrótta­grein.

Flokk­ur 2:
Af­reks­mað­ur á al­þjóð­leg­an mæli­kvarða, sá sem skip­ar sér með ár­angri sín­um í sinni grein of­ar­lega á heimslista við­kom­andi íþrótta­grein­ar og fær reglu­lega keppn­is­rétt á stærstu mót grein­ar­inn­ar og/eða tek­ur reglu­lega þátt í sterk­um al­þjóð­leg­um mót­um.

Flokk­ur 3:
Af­reks­mað­ur á ís­lensk­an mæli­kvarða, sá sem er í fremstu röð í sinni grein á Ís­landi, á sæti í af­reks- og lands­liðs­hóp­um við­kom­andi íþrótta­grein­ar og kepp­ir reglu­lega fyr­ir Ís­lands hönd á er­lendri grundu.

Flokk­ur 4:
Af­reks­efni, sá sem hef­ur ekki náð jafn langt en er talin að geti skip­að sér á bekk með þeim bestu í heimi með mark­vissri og mik­illi þjálf­un. Slíkt efni skal vera í skipu­lagðri dagskrá á veg­um sér­sam­bands.

Al­mennt er mið­að við að við­kom­andi íþrótta­menn hafi náð 15 ára aldri, en frá­vik frá þess­um ald­urs­mörk­um eru heim­il með hlið­sjón af íþrótta­grein­um og í nánu sam­starfi við sér­sam­bönd/íþrótta­nefnd­ir ÍSÍ.

Í öll­um til­fell­um er mik­il­vægt að við­kom­andi ein­stak­ling­ar séu í fram­för hvað varð­ar íþrótta­leg­an ár­ang­ur.

3 gr. Hverj­ir hljóta styrk og styrk­fjár­hæð

300.000 kr. styrk hlýt­ur sá af­reksí­þrótta­mað­ur sem Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bands Ís­lands til­grein­ir sér­stak­lega í út­hlut­un úr af­reks­sjóði ár hvert í tengsl­um við út­hlut­un til þeirra sér­sam­bands.

80.000 kr. styrk hlýt­ur sá af­reksí­þrótta­mað­ur sem tek­ur þátt í verk­efn­um síns sér­sam­bands og Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bands Ís­lands til­grein­ir sér­stak­lega í út­hlut­un úr af­reks­sjóði ár hvert. Til að hljóta styrk­inn þarf stað­fest­ingu sér­sam­bands um slíkt.

Styrk­ur­inn er greidd­ur í júní hvert ár. Af­reksí­þrótta­mað­ur þarf ekki að gera skilagrein vegna styrks­ins til Mos­fells­bæj­ar.

Sam­þykkt á 672. fundi bæj­ar­stjórn­ar, 25. maí, 2016.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00