Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Sam­þykkt um mötu­neyti grunn­skóla Mos­fells­bæj­ar.

Nem­end­um Mos­fells­bæj­ar stend­ur til boða há­deg­is­verð­ur sem sam­an stend­ur af kjöt- eða fisk­rétt­um, súp­um, mjólk­ur­vör­um, brauði, græn­meti og ávöxt­um. Mat­seð­ill­inn er unn­inn sam­kvæmt mann­eld­is­mark­mið­um fyr­ir Ís­lend­inga og er lögð áhersla á að hafa mál­tíð­ir fjöl­breytt­ar.
Gjaldskrá, um­sókn­ir og breyt­ing­ar

1. gr.

Áskrift­ar­gjald mötu­neyta fer eft­ir gjaldskrá. Bæj­ar­ráð stað­fest­ir gjald­skrár mötu­neyta.

2. gr.

Verð á mán­uði fer eft­ir fjölda daga sem nem­end­ur eru í skól­an­um. Nem­end­ur geta ekki feng­ið af­slátt þó að þeir mæti ekki í all­ar mál­tíð­ir.

3. gr.

Ekki er veitt­ur systkina­afslátt­ur af mötu­neyt­is­gjaldi.

4. gr.

Hver mán­uð­ur greið­ist fyr­ir­fram en hægt er að greiða sem reikn­ing sem birt­ist í heima­banka eða kred­it­korti.

  • Í heima­banka: Reikn­ing­ur birt­ist á með­al ógreiddra reikn­inga í heima­banka. Reikn­ing er hægt að greiða í heima­banka eða í bönk­um. Hægt er að óska eft­ir að fá greiðslu­seð­il póst­send­an.
  • Kred­it­kort: Ef greitt er með kred­it­korti verð­ur korta­núm­er og gild­is­tími korts að koma fram við skrán­ingu.

5. gr.

Áskrift­ar­beiðni verð­ur að berast í gegn­um Íbúagátt Mos­fells­bæj­ar fyr­ir 20. hvers mán­að­ar áður en áskrift hefst.

6. gr.

Gjald vegna mötu­neyta er inn­heimt fyr­ir­fram. Gjald­dagi mötu­neyt­is er 1. hvers mán­að­ar og eindagi 11. hvers mán­að­ar. Greiðsla fyr­ir mötu­neyti vegna ág­úst- og sept­em­ber­mán­aða ár hvert er þó á gjald­daga þann 20. sept­em­ber og eindagi þann 30. sama mán­að­ar. Eft­ir eindaga reikn­ast drátt­ar­vext­ir frá gjald­daga.

7. gr.

Þó nem­andi nýti ekki greidda áskrift vegna or­lofa, veik­inda eða ann­arra að­stæðna greið­ist fullt gjald eft­ir sem áður líkt og fram kem­ur í lið 2.

8. gr.

Upp­sögn mið­ast við 1. dag greiðslu­mán­að­ar og skal berast í gegn­um Íbúagátt Mos­fells­bæj­ar. Upp­sögn skal berast í síð­asta lagi á 20. degi yf­ir­standi mán­að­ar ef hún á að taka gildi frá og með næstu mán­aða­mót­um þar á eft­ir.

9. gr.

Ef for­ráða­menn eiga 2ja mán­aða skuld ógreidda við mötu­neyti er bæj­ar­fé­lag­inu heim­ilt að segja áskrift upp og setja skuld­ina í inn­heimtu og verð­ur skuld­ari þá að bera vaxta- og inn­heimtu­kostn­að af skuld sinni.

Ef nem­andi fell­ur úr áskrift vegna upp­sagn­ar eða skulda verð­ur að sækja um nýja áskrift á íbúagátt Mos­fells­bæj­ar.

Ekki er hægt að end­ur­nýja áskrift við þá sem eru í van­skil­um vegna fyrra skóla­árs.

Ferl­ar vegna skilagrein­ar og inn­heimtu

  • Skilagrein skal berast inn­heimtu­full­trúa fyr­ir 22. hvers mán­að­ar.
  • Skilagrein í sept­em­ber skal berast 15. sept­em­ber.
  • Skilagrein fyr­ir októ­ber skal berast fyr­ir 22. sept­em­ber.
  • Skóla­stjórn­andi eða sá sem hann til­nefn­ir ber ábyrgð á að áskriftaskrán­ing­ar séu rétt skráð­ar í skilagrein.
  • Ef vill­ur koma fram ber for­ráða­mönn­um að snúa sér til við­kom­andi skóla og óska leið­rétt­ing­ar. Leið­rétt­ing­ar berast frá skól­an­um til inn­heimtu­full­trúa.

Sam­þykkt á 594. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar þann 21. nóv­em­ber 2012.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00