Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Sam­þykkt fyr­ir atvinnu- og nýsköpunarnefnd Mos­fells­bæj­ar.

1. gr.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fer með atvinnu- og nýsköpunar­mál fyr­ir hönd bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar eft­ir því sem nán­ar er kveð­ið á um í sam­þykkt þess­ari.

2. gr.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd er skip­uð fimm að­al­mönn­um og jafn­mörg­um til vara, kosn­um af bæj­ar­stjórn. Bæj­ar­stjórn kýs formann og vara­formann nefnd­ar­inn­ar. Kjör­tíma­bil henn­ar er það sama og bæj­ar­stjórn­ar.

Nefnd­in skal halda gerða­bók og skulu fund­ar­gerð­ir henn­ar send­ar bæj­ar­stjórn til stað­fest­ing­ar.

Full­trú­ar í atvinnu- og nýsköpunarnefnd skulu gæta þag­mælsku um einka­mál­efni fólks sem fjall­að er um á fund­um nefnd­ar­inn­ar. Full­trúi skal víkja af fundi, og kalla til vara­mann, teng­ist hann ein­stak­ling­um eða mál­um sem fjall­að er um í nefnd­inni sbr. stjórn­sýslu­lög, þannig að spillt geti óhlut­drægni hans og vald­ið tor­tryggni.

3. gr.

Hlut­verk og verk­efni Atvinnu- og nýsköpunarnefndar eru að:

  1. Gera tillögur til bæjarstjórnar um stefnu Mosfellsbæjar í atvinnu- og nýsköpunarmálum og hafa eftirlit með að stefna bæjaryfirvalda í málaflokknum sé haldin á hverjum tíma.
  2. Gera tillögur til bæjarstjórnar um ný verkefni, sem stuðla að uppbyggingu, þróun og umbótum á sviði atvinnumála og nýsköpunar.
  3. Leggja mat á þann árangur sem sveitarfélagið nær á sviði atvinnumála og nýsköpunar.
  4. Stuðla að fjölbreytni þegar kemur að verkefnum á vinnumarkaði og nýsköpun í Mosfellsbæ.
  5. Leggja reglubundið mat á stöðu atvinnumála og nýsköpunar og gera tillögur að umbótum þegar þess þarf með. Einnig að fjalla um þær ábendingar sem berast nefndinni vegna þeirra viðfangs-efna sem nefndin hefur með höndum.
  6. Að annast viðurkenningar fyrir verkefni á sviði atvinnumála eða nýsköpunar
  7. Fjalla um erindi sem berast nefndinni.
  8. Vinna að öðrum þeim verkefnum sem bæjarstjórn felur nefndinni á hverjum tíma.
  9. Fjalla um og hafa eftirlit með verkefnum er varða samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á sviði ferðaþjónustu og annarra verkefna sem tengjast atvinnuuppbyggingu.
  10. Fjalla um og hafa eftirlit með markaðs- og kynningarmálum Mosfellsbæjar.
  11. Fjalla um tillögur að fjárhagsáætlun hvers árs hvað varðar þá liði sem falla undir verksvið nefndarinnar.
  12. Vera bæjarstjórn að öðru leyti til ráðuneytis á sviði atvinnumála og nýsköpunar og vinna að þeim verkefnum sem bæjarstjórn felur nefndinni á hverjum tíma.

4. gr.

Bæjarstjóri  tilnefnir starfsmann nefndarinnar. Starfsmaðurinn situr fundi nefndarinnar með málfrelsi og tillögurétt. Viðkomandi er ráðgjafi nefndarinnar og sér  að jafnaði um ritun fundargerða, nema nefndin ákveði annað. Starfsmaður nefndarinnar undirbýr fundi í samstarfi við formann og fylgir eftir ákvörðunum nefndarinnar í samráði við bæjarstjóra eftir að bæjarstjórn hefur staðfest þær.

5. gr.

Nefnd­in skal gæta ákvæða stjórn­sýslu­laga við með­ferð mála.

Sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæja þann 7. desember 2022.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00