Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
29. apríl 2024

Á dög­un­um veitti íþrótta- og tóm­stunda­nefnd Mos­fells­bæj­ar styrki til ungra og efni­legra ung­menna á fundi sem hald­inn var í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar.

Styrk­irn­ir eru í formi launa yfir sum­ar­tím­ann og ung­menni sem hafa sýnt sér­staka hæfi­leika á sínu sviði geta sótt um styrk til nefnd­ar­inn­ar.

Markmið Mos­fells­bæj­ar með styrkn­um er að koma til móts við þau ung­menni sem geta ekki með sama hætti og jafn­aldr­ar þeirra unn­ið sum­ar­vinnu hjá Mos­fells­bæ vegna æf­inga eða keppni, skipu­lagi eða ann­arra þátta sem teng­ist íþrótt þeirra, tóm­stund­um eða list­um.

Í ár bár­ust íþrótta- og tóm­stunda­nefnd 12 um­sókn­ir. All­ir um­sækj­end­ur voru sann­ar­lega vel að styrk komn­ir og því ekki létt verk velja á milli um­sókna sem bygg­ir á gild­andi út­hlut­un­ar­regl­um.

Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd þakk­ar fyr­ir um­sókn­irn­ar og ósk­ar bæði styrk­höf­um og um­sækj­end­um velfarn­að­ar í leik og starfi.

Styrk­haf­ar árið 2024 eru sjö tals­ins og eru eft­ir­far­andi:

  • Berg­lind Erla Bald­urs­dótt­ir, golf
  • Daníel Bær­ing, hand­bolti
  • Eberg Ótt­arr Elef­sen, trom­pet
  • Oddný Þór­ar­ins­dótt­ir, fiðla
  • Skarp­héð­inn Hjalta­son, júdó
  • Sól Snorra­dótt­ir, hjól­reið­ar
  • Stefán Magni Hjart­ar­son, hand­bolti

Mynd: Erla Ed­vards­dótt­ir, formað­ur íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar með styrk­höf­um árs­ins 2024. Á mynd­ina vant­ar Stefán Magna Hjart­ar­son en Elísa­bet Guð­munds­dótt­ir tók við styrkn­um fyr­ir hans hönd.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00