Í tilefni þess að félagsmiðstöðin Ból á 30 ára afmæli er öllum boðið að koma í heimsókn í dag, föstudaginn 6. desember, kl. 15:00 – 17:00.
Allir unglingar sem eru í 7. – 10. bekk Varmárskóla og Lágafellsskóla geta komið og átt skemmtilegar stundir í félagsmiðstöðinni en það er alltaf eitthvað að gerast í Bólinu, t.d. opið hús, þar er hægt að spila billiard, borðtennis og fl., horfa á sjónvarpið, syngja í karaokee, spjalla og ýmislegt annað. Fastir liðir eru árshátíð Bólsins, spurningakeppni, söngvakeppni, fræðslukvöld, stjörnuleikurinn, ferðir og ýmislegt annað.
Bólið er staðsett í gamla handmenntarhúsið við Skólabraut 2 og útisel við Lágafellsskóla.
Tengt efni
Myndir frá 40 ára afmælisfögnuði Bólsins
Félagsmiðstöðin Bólið fagnaði 40 ára afmæli í síðustu viku og að því tilefni voru haldin tvö böll og glæsileg afmælishátíð.
Félagsmiðstöðin Bólið 40 ára
Bólið býður uppá fjölbreytt og lifandi starf
Félagsmiðstöðin Bólið býður uppá uppbyggilegt félagsstarf fyrir 10 til 16 ára börn og ungmenni og eru starfsstöðvarnar í Varmárskóla, Lágafellsskóla og Helgafellsskóla.