Mosfellsbær vinnur að innleiðingu á verkefninu Barnvænt sveitarfélag í samstarfi við Unicef á Íslandi. Verkefnið styður sveitarfélög við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í alla sína starfsemi.
Bæjarráð samþykkti aðgerðaráætlun verkefnisins Barnvænt sveitarfélag á fundi sínum í dag. Ungmennaráð skipar stýrihóp verkefnisins ásamt tveimur kjörnum fulltrúum, starfsfólki og umsjónarmanni verkefnisins. Hópurinn hefur forgangsraðað 31 aðgerð sem myndar aðgerðaráætlunina.
Stefnt er að því að skila lokaskýrslu verkefnisins í haust og sækja í framhaldinu um viðurkenningu sem Barnvænt sveitarfélag.