Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mos­fell­ing­ur árs­ins 2019

Hilm­ar sem er húsa­smíða­meist­ari og rek­ur fyr­ir­tæk­ið H-verk er með­lim­ur í karla­þrek­inu í Wor­ld Class og fasta­gest­ur í Lága­fells­laug.

Þann 28. janú­ar 2019 ákvað Hilm­ar að fá sér sund­sprett eftir æfingu. Það má segja að hann hafi verið réttur maður á réttum stað því hann bjargaði sundlaugargesti frá drukknun sem hafði verið við köfun í lauginni.

„Þegar ég var að synda eftir æfinguna sá ég mann liggja á botninum, þetta var í dýpri enda laugarinnar og ég sá strax að þarna var ekki allt með felldu. Ég kafaði eftir manninum, það tókst ekki í fyrstu tilraun en í annari tilraun náði ég til hans. Ég náði svo að kalla á hjálp við að koma manninum upp á bakkann,“ segir Hilmar.

„Það var heppilegt að á staðnum var maður sem starfað hefur sem slökkviliðsmaður í fjöldamörg ár og kunni vel til verka í svona aðstæðum. Okkur tókst að koma manninum upp á bakkann og þá hófust strax lífgunartilraunir.“

„Það var strax farið að hnoða hann en það leið allavega mínúta þar til hann fór að sýna smá lífsmark. Sjúkraflutningamennirnir voru fljótir á staðinn enda gott að vita af þeim í nágrenninu.

Það er mjög skrítið að lenda í svona aðstæðum, maður framkvæmir bara ósjálfrátt eftir bestu getu en fær svo svolítið sjokk á eftir þegar maður áttar sig á hvað hefur gerst. Þetta er ekki skemmtileg upplifun en það var gott að allt fór vel en allir aðilar sem komu að þessu, starfsmenn og aðrir, stóðu sig með prýði. Ég var bara einn hlekkur í keðju sem vann gott verk,“ segir Hilmar að lokum og þakkar þann heiður sem honum er sýndur með nafnbótinni Mosfellingur ársins.

Hilm­ar Elís­son tek­ur við við­ur­kenn­ing­unni úr hönd­um Hilm­ars Gunn­ars­son­ar rit­stjóra Mos­fell­ings.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00