Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. gr.

Leik­skól­ar Mos­fells­bæj­ar eru fyr­ir börn á leik­skóla­aldri. Leik­skóla­ald­ur telst vera frá 18 mán­aða aldri til 6 ára eða fram að grunn­skóla­göngu þeirra.

2. gr.

Sótt er um leik­skóla­pláss fyr­ir barn í leik­skóla Mos­fells­bæj­ar á Íbúagátt Mos­fells­bæj­ar.

3.gr.

Skil­yrði fyr­ir leik­skóla­dvöl er að for­ráða­mað­ur barns­ins og barn­ið sjálft eigi lög­heim­ili í Mos­fells­bæ.

4. gr.

Um­sókn­in gild­ir sjálf­krafa fyr­ir þá leik­skóla sem bæj­ar­fé­lag­ið starf­ræk­ir og þá dval­ar­mögu­leika sem boð­ið er upp á.

5. gr.

Út­hlut­an­ir leik­skóla­plássa eiga sér stað í apríl og maí ár hvert og er stefnt að því að ný­vist­an­ir eigi sér stað í ág­úst. Ef laus pláss eru í leik­skól­un­um á öðr­um tíma er þeim pláss­um út­hlut­að og gilda þá út­hlut­un­ar­regl­ur skv. 6. grein.

6. gr.

Út­hlut­un leik­skóla­plássa fer fram á eft­ir­far­andi hátt: * fötl­uð börn hafa for­gang að leik­skóla­plássi * leik­skóla­pláss­um er út­hlut­að eft­ir ald­urs­röð * þeg­ar leik­skóla­pláss­um er út­hlut­að þarf að taka til­lit til að­stæðna í leik­skól­un­um s.s.sam­setn­ingu barna­hóps, rým­is, manna­halds og fleira * stefnt er að því að systkin geti ver­ið sam­an í leik­skóla.

7. gr.

Hægt er að sækja um for­gang að leik­skóla­plássi ef barna­vernd­ar­sjón­ar­mið mæla með því. Um­sókn­ir um for­gang að leik­skóla­plássi, um­fram 6. gr. eru unn­ar í sam­ráði við starfs­menn barna­vernd­ar­nefnd­ar.

8. gr.

Við upp­haf leik­skóla­göngu barns er gerð­ur ra­f­rænn samn­ing­ur við for­eldra eða for­ráða­menn barns­ins um vist­un­ina.

9. gr.

Vist­un­ar­samn­ing­ur fell­ur úr gildi þeg­ar barn flyst í bæj­ar­fé­lag­inu eða fer í grunn­skóla.

Sam­þykkt í bæj­ar­stjórn 25. janú­ar 2017.