Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Sé mun­ur á upp­setn­ingu texta hér að neð­an og í pdf skjali gild­ir pdf skjal­ið – 238/2014 (pdf).

Nr. 238/2014
21. fe­brú­ar 2014

I. KAFLI – Um skip­an bæj­ar­stjórn­ar, sjálf­stjórn henn­ar og verk­efni sveit­ar­fé­lags­ins.

1. gr. Skip­an bæj­ar­stjórn­ar.

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar er skip­uð níu full­trú­um, sem kjörn­ir eru lýð­ræð­is­legri kosn­ingu af íbú­um sveit­ar­fé­lags­ins sam­kvæmt lög­um um kosn­ing­ar til sveit­ar­stjórna.

2. gr. Sjálf­stætt stjórn­vald.

Mos­fells­bær er sjálf­stætt stjórn­vald, sem er stjórn­að af lýð­ræð­is­lega kjör­inni bæj­ar­stjórn í um­boði íbúa sveit­ar­fé­lags­ins.

3. gr. Verk­efni sveit­ar­fé­lags­ins.

Mos­fells­bær ann­ast þau lög­mæltu verk­efni sem hon­um eru fal­in í lög­um, sbr. og leið­beinandi aug­lýs­ingu frá ráðu­neyti sveit­ar­stjórn­ar­mála.

Mos­fells­bær vinn­ur að sam­eig­in­leg­um vel­ferð­ar­mál­um íbú­anna eft­ir því sem fært þyk­ir á hverj­um tíma.

Mos­fells­bæ er heim­ilt að taka að sér hvert það verk­efni sem varð­ar íbúa hans, enda sé það ekki fal­ið öðr­um að lög­um.

II. KAFLI – Um bæj­ar­stjórn.

4. gr. Hlut­verk bæj­ar­stjórn­ar.

Bæj­ar­stjórn fer með stjórn sveit­ar­fé­lags­ins sam­kvæmt ákvæð­um sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, með síð­ari breyt­ing­um, annarra laga og sam­þykkt þess­ari.

Bæj­ar­stjórn hef­ur ákvörð­un­ar­vald um nýt­ingu tekju­stofna, lán­tök­ur og ráð­stöf­un eigna og um fram­kvæmd verk­efna sveit­ar­fé­lags­ins.

5. gr. Verk­efni bæj­ar­stjórn­ar.

Með­al verk­efna bæj­ar­stjórn­ar er:

 1. Að sjá um að lög­bundn­ar skyld­ur séu rækt­ar og hafa eft­ir­lit með því að fylgt sé við­eig­andi regl­um í störf­um sveit­ar­fé­lags­ins.
 2. Að kjósa for­seta og 1. og 2. vara­for­seta bæj­ar­stjórn­ar, sbr. 13. gr. sveitar­stjórnar­laga, bæj­ar­ráð og aðr­ar nefnd­ir, ráð og stjórn­ir skv. V. kafla sveitar­stjórnar­laga, að ráða lög­gilt­an end­ur­skoð­anda eða end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæki sem ann­ast skal end­ur­skoð­un hjá sveit­ar­fé­lag­inu, sbr. VII. kafla sveitar­stjórnar­laga.
 3. Að setja bæj­ar­stjórn siða­regl­ur, sbr. 29. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga.
 4. Að ákveða stjórn­skip­an sveit­ar­fé­lags­ins, ráða bæj­ar­stjóra, sbr. 54. gr. sveitar­stjórnar­laga og aðra starfs­menn í æðstu stjórn­un­ar­stöð­ur sveit­ar­fé­lags­ins, sbr. 56. gr. lag­anna.
 5. Að móta stefnu fyr­ir starf­semi sveit­ar­fé­lags­ins, deilda og stofn­ana, setja starf­semi sveit­ar­fé­lags­ins regl­ur, setja sam­þykkt­ir og gjald­skrár, eft­ir því sem lög mæla fyr­ir um.
 6. Að fara með fjár­stjórn­ar­vald sveit­ar­fé­lags­ins, sbr. 58. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga og gera fjár­hags­áætlan­ir, sbr. 62. gr. sömu laga.
 7. Að bera ábyrgð á fjár­mál­um sveit­ar­fé­lags­ins, stofn­ana þess og fyr­ir­tækja, sbr. 77. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga og VIII. kafla sam­þykkt­ar þess­ar­ar og taka ákvarð­an­ir um veru­leg­ar skuld­bind­ing­ar sveit­ar­fé­lags­ins til lengri tíma.
 8. Að hafa eft­ir­lit með fram­kvæmd sam­starfs­verk­efna og þjón­ustu­samn­inga, sbr. IX. kafla sveit­ar­stjórn­ar­laga.
 9. Að veita íbú­um sveit­ar­fé­lags­ins og þeim sem njóta þjón­ustu þess upp­lýs­ing­ar um mál­efni sem snerta hagi þeirra og um sam­starf sem sveit­ar­fé­lag­ið hef­ur við önn­ur sveit­ar­fé­lög, sbr. 103. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga.

6. gr. Ný bæj­ar­stjórn tek­ur til starfa.

Ný­kjör­in bæj­ar­stjórn tek­ur við störf­um 15 dög­um eft­ir kjör­dag. Jafn­lengi held­ur frá­far­andi bæj­ar­stjórn um­boði sínu, með þeim tak­mörk­un­um sem leið­ir af lög­um um kosn­ingar til sveit­ar­stjórna. Ný­kjör­in bæj­ar­stjórn hef­ur ein­ung­is um­boð til töku ákvarð­ana um mál­efni bæj­ar­stjórn­ar­inn­ar eða sveit­ar­fé­lags­ins eft­ir að hún tek­ur við störf­um.

Sá full­trúi í ný­kjör­inni bæj­ar­stjórn sem á að baki lengsta setu í bæj­ar­stjórn boð­ar til fyrsta fund­ar ekki síð­ar en 15 dög­um eft­ir að hún tek­ur við störf­um eft­ir kosn­ing­ar. Hann stýr­ir fundi þar til for­seti hef­ur ver­ið kjör­inn. Hafi tveir eða fleiri full­trú­ar set­ið jafn­lengi í bæj­ar­stjórn fer ald­urs­for­seti þeirra með verk­efni sam­kvæmt þess­ari máls­grein.

Fyrsta fund skal boða með a.m.k. fjög­urra daga fyr­ir­vara.

7. gr. Kjör for­seta og vara­for­seta.

Á fyrsta fundi kýs bæj­ar­stjórn for­seta og 1. og 2. vara­for­seta til eins árs í senn. Vara­forsetar skulu gegna, í réttri röð, störf­um for­seta í for­föll­um hans.

Njóti for­seti eða vara­for­set­ar ekki leng­ur stuðn­ings bæj­ar­stjórn­ar skal kjósa í þau embætti að nýju. Hið sama á við ef for­seti eða vara­for­seti for­fall­ast var­an­lega eða fá lausn frá starfi. Til­kynna skal kosn­ingu for­seta og vara­for­seta til ráðu­neyt­is þeg­ar að því loknu.

Sá telst rétt kjör­inn for­seti sem fær at­kvæði meiri­hluta þeirra sem sæti eiga í bæjar­stjórn. Verði þeim at­kvæða­fjölda ekki náð skal kjósa að nýju. Við aðra um­ferð telst sá rétt kjör­inn sem fær meiri­hluta at­kvæða þeirra full­trúa sem sitja fund­inn eða ef við­kom­andi er sá eini sem fær at­kvæði. Fá­ist ekki nið­ur­staða við aðra um­ferð skal kos­ið þriðja sinni en þá á milli þeirra tveggja sem flest at­kvæði fengu við aðra um­ferð. Ef nauð­syn­legt reyn­ist skal varpa hlut­kesti um það milli hverra tveggja verð­ur kos­ið. Verð­ur þá sá rétt kjör­inn sem fleiri at­kvæði fær. Verði at­kvæði jöfn ræð­ur hlut­kesti.

Þeg­ar að lok­inni kosn­ingu for­seta skal kjósa vara­for­seta. Kosn­ing vara­for­seta fer fram með sama hætti og for­seta.

Til­kynna skal kjör for­seta og vara­for­seta til ráðu­neyt­is sveit­ar­stjórn­ar­mála þeg­ar að því loknu.

Sé eng­inn for­seta á fundi gegn­ir ald­urs­for­seti störf­um for­seta nema bæj­ar­stjórn ákveði að kjósa sér­stak­an fund­ar­stjóra. Ef for­seti deyr eða verð­ur var­an­lega for­fall­að­ur frá störf­um skal kjósa for­seta í hans stað til loka kjör­tíma­bils for­seta.

III. KAFLI – Fund­ir bæj­ar­stjórn­ar og fund­ar­sköp.

8. gr. Fund­ir bæj­ar­stjórn­ar.

Bæj­ar­stjórn held­ur reglu­lega fundi ann­an hvern mið­viku­dag sem ekki ber upp á al­menn­an frí­dag. Bæj­ar­stjórn­ar­fund­ir skulu að jafn­aði hefjast kl. 16.30. Heim­ilt er að fella nið­ur fundi í bæj­ar­stjórn í allt að tvo mán­uði að sum­ar­lagi enda taki bæj­ar­stjórn um það ákvörð­un.

Haga skal fund­um bæj­ar­stjórn­ar þannig að bæj­ar­stjórn­ar­menn eigi mögu­leika á að taka sér or­lof ár­lega.

Auka­fundi skal halda í bæj­ar­stjórn eft­ir því sem þörf kref­ur að mati for­seta og bæjar­stjóra og skylt er að halda auka­fund í bæj­ar­stjórn ef a.m.k. þriðj­ung­ur bæjar­fulltrúa krefst þess, enda geri þeir grein fyr­ir ástæð­um og fund­ar­efni.

9. gr. Boð­un bæj­ar­stjórn­ar­funda.

Bæj­ar­stjóri boð­ar bæj­ar­stjórn­ar­fundi og ákveð­ur jafn­framt fund­ar­stað hafi bæj­ar­stjórn ekki gert það. Fund­ar­boð skal ber­ast bæj­ar­stjórn­ar­mönn­um ekki síð­ar en tveim­ur sólar­hringum fyr­ir fund. Heim­ilt er að boða bæj­ar­stjórn­ar­fundi með ra­f­ræn­um hætti enda eigi kjörn­ir bæj­ar­stjórn­ar­menn mögu­leika á því að nálg­ast ra­f­rænt fund­ar­boð.

Auka­fund skal boða ekki síð­ar en tveim­ur virk­um dög­um eft­ir að ósk þar um barst þeim er boða skal fund. Fund­ar­boð vegna auka­fund­ar skal ber­ast bæj­ar­stjórn­ar­mönn­um svo fljótt sem auð­ið er og ekki síð­ar en sól­ar­hring fyr­ir fund.

Fund­ar­boði skal fylgja dag­skrá fund­ar og þau gögn sem eru nauð­syn­leg til að bæjar­stjórnar­menn geti tek­ið upp­lýsta af­stöðu til mála sem þar eru til­greind.

10. gr. Dag­skrá bæj­ar­stjórn­ar­fund­ar.

Bæj­ar­stjóri út­býr dag­skrá bæj­ar­stjórn­ar­fund­ar í sam­ráði við for­seta og skal dag­skrá­in fylgja fund­ar­boði. Nauð­syn­leg fylgigögn ein­stakra er­inda sem á dag­skrá eru skulu einnig send með sama hætti.

Á dag­skrá bæj­ar­stjórn­ar­fund­ar skal taka:

 1. Lögákveðn­ar kosn­ing­ar, svo sem kosn­ingu for­seta og vara­for­seta, kosn­ing­ar nefnda, ráða og stjórna á veg­um bæj­ar­ins, svo og ráðn­ing­ar bæj­ar­stjóra og fram­kvæmda­stjóra sviða.
 2. Fund­ar­gerð­ir bæj­ar­ráðs, nefnda, ráða og stjórna á veg­um bæj­ar­ins, sbr. 41. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga, svo og fund­ar­gerð­ir byggða­sam­laga, sam­starfs­nefnda og ráða, eins og ein­stök er­indi þeirra bera með sér.
 3. Önn­ur mál­efni sem falla und­ir verksvið bæj­ar­stjórn­ar og bæj­ar­stjóri ákveð­ur að setja á dag­skrá. Óski bæj­ar­full­trúi að fá er­indi tek­ið á dag­skrá bæjar­stjórnar­fundar skal hann til­kynna það bæj­ar­stjóra skrif­lega með til­lögu a.m.k. þrem­ur sól­ar­hring­um fyr­ir fund.

Dag­skrá bæj­ar­stjórn­ar­fund­ar skal studd öll­um nauð­syn­leg­um gögn­um sem tengj­ast þeim er­ind­um sem eru á dag­skránni, hvort held­ur þau eru á dag­skránni ein og sér eða inni í þeim fund­ar­gerð­um sem á dag­skrá eru.

Dag­skrá bæj­ar­stjórn­ar­fund­ar skal vera að­gengi­leg íbú­um bæj­ar­ins þeg­ar dag­skrá hef­ur ver­ið sam­in, svo sem á vef sveit­ar­fé­lags­ins, á aug­lýs­inga­töflu bæj­ar­ins, í af­greiðslu bæj­ar­ins á venju­leg­um af­greiðslu­tíma eða með öðr­um hætti sem bæj­ar­stjórn ákveð­ur.

11. gr. Til­kynn­ing til íbúa um fundi bæj­ar­stjórn­ar.

Í upp­hafi kjör­tíma­bils bæj­ar­stjórn­ar tek­ur bæj­ar­stjórn ákvörð­un um hvar og hvenær bæj­ar­stjórn­ar­fund­ir eru haldn­ir, sbr. 8. gr. sam­þykkt­ar þess­ar­ar, og skal sú ákvörð­un kynnt íbú­um sveit­ar­fé­lags­ins með trygg­um hætti.

Íbú­um sveit­ar­fé­lags­ins skal kynnt með op­in­berri aug­lýs­ingu eða með aug­lýs­ingu á vef­síðu sveit­ar­fé­lags­ins um fyr­ir­hug­aða fundi bæj­ar­stjórn­ar ásamt dag­skrá, inn­an sömu tíma­fresta og við á um bæj­ar­stjórn­ar­menn, enda standi regl­ur um þagn­ar­skyldu því ekki í vegi.

12. gr. Opn­ir fund­ir bæj­ar­stjórn­ar.

Bæj­ar­stjórn­ar­fundi skal að jafn­aði halda í heyr­anda hljóði og al­menn­ingi heim­il­að­ur að­gang­ur að þeim eft­ir því sem hús­rúm leyf­ir.

Bæj­ar­stjórn­ar­fund­ur skal hald­inn í hús­næði sem full­næg­ir ákvæð­um laga um mann­virki nr. 160/2010 og bygg­ing­ar­reglu­gerð­ar um að­gang fatl­aðs fólks.

Bæj­ar­stjórn get­ur ákveð­ið að ein­stök er­indi verði rædd fyr­ir lukt­um dyr­um þeg­ar það telst nauð­syn­legt vegna eðl­is er­ind­is­ins, svo sem við­kvæm einka­mál manna eða við­skipta­mál sem æski­legt er vegna hags­muna bæj­ar­ins að rædd verði fyr­ir lukt­um dyr­um. Jafn­framt get­ur bæj­ar­stjórn ákveð­ið að bæj­ar­stjórn­ar­fund­ur þar sem ein­göngu er fjall­að um slík er­indi verði hald­inn fyr­ir lukt­um dyr­um.

Til­laga um að er­indi skuli rædd fyr­ir lukt­um dyr­um skal af­greidd um­ræðu­laust í bæjar­stjórn.

Óheim­ilt er að skýra frá því sem fram kem­ur við um­ræð­ur á lok­uð­um fundi í bæj­ar­stjórn.

Þrátt fyr­ir að fundi sé lok­að er heim­ilt að ákveða að til­tekn­ir starfs­menn sveit­ar­fé­lags­ins séu við­stadd­ir.

Bæj­ar­stjórn get­ur heim­il­að ein­stak­lingi utan bæj­ar­stjórn­ar að taka til máls á bæjar­stjórnar­fundi.

13. gr. Álykt­un­ar­hæfi og at­kvæða­greiðsla.

Bæj­ar­stjórn get­ur enga álykt­un gert nema meira en helm­ing­ur bæj­ar­full­trúa sé við­staddur fund­inn.

Á bæj­ar­stjórn­ar­fund­um ræð­ur afl at­kvæða úr­slit­um mála. Hjá­seta telst þátt­taka í atkvæða­greiðslu. Ef jafn­mörg at­kvæði eru með mál­efni og á móti fell­ur það en við kosn­ingar ræð­ur hlut­kesti.

14. gr. Tvær um­ræð­ur í bæj­ar­stjórn.

Bæj­ar­stjórn af­greið­ir er­indi að jafn­aði við eina um­ræðu. Þó skal hafa tvær um­ræð­ur með a.m.k. einn­ar viku milli­bili um eft­ir­tal­in mál­efni:

 1. Sam­þykkt­ir og aðr­ar regl­ur sem sam­kvæmt lög­um eiga að hljóta stað­fest­ingu ráð­herra.
 2. Stað­fest­ingu árs­reikn­ings.
 3. Stefnu­mark­andi áætlan­ir sem gilda eiga til lengri tíma og taka til sveit­ar­fé­lags­ins í heild eða meiri­hluta þess.
 4. Til­lögu um sam­ein­ingu við ann­að sveit­ar­fé­lag skv. 2. mgr. 120. gr. sveitar­stjórnar­laga.

Þá skal bæj­ar­stjórn hafa tvær um­ræð­ur, með a.m.k. tveggja vikna milli­bili, um fjár­hags­áætlanir sveit­ar­fé­lags­ins skv. 62. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga. Ákvæði þetta gild­ir þó ekki um sam­þykkt við­auka við fjár­hags­áætlan­ir.

15. gr. Fund­ar­sköp og rit­un fund­ar­gerða.

Fund­ar­sköp.

 1. Fund­ar­stjórn. For­seti stjórn­ar um­ræð­um á fund­um bæj­ar­stjórn­ar. Hann set­ur fund, kann­ar lög­mæti hans, stjórn­ar um­ræð­um og af­greiðslu mála og slít­ur fundi þeg­ar dag­skrá hans er tæmd. Hann sér um að fund­ar­gerð­ir séu færð­ar og að all­ar til­lög­ur og álykt­an­ir séu rétt og ná­kvæm­lega bók­að­ar, svo og hverja af­greiðslu þær hljóta.
  For­seti sér um að allt fari lög­lega og skipu­lega fram á fund­um bæj­ar­stjórn­ar. Hann úr­skurð­ar um skiln­ing á fund­ar­sköp­um sam­kvæmt sam­þykkt þess­ari en skjóta má úr­skurði hans til úr­lausn­ar bæj­ar­stjórn­ar.
 2. Vald for­seta. Skylt er bæj­ar­stjórn­ar­manni að lúta valdi for­seta í hví­vetna varð­andi það að gætt sé góðr­ar reglu.
  Ef bæj­ar­stjórn­ar­mað­ur ber aðra menn brigsl­um eða vík­ur veru­lega frá umræðu­efninu skal for­seti víta hann. Ef bæj­ar­stjórn­ar­mað­ur er vítt­ur tvisvar á sama fundi get­ur for­seti lagt til við bæj­ar­stjórn að hann verði svipt­ur mál­frelsi það sem eft­ir er fund­ar. Skal sú til­laga af­greidd um­ræðu­laust.
  Ef bæj­ar­stjórn­ar­mað­ur hlýðn­ast ekki úr­skurði for­seta eða al­menn óregla kem­ur upp á fundi skal for­seti gera hlé um stund­ar­sak­ir eða ef nauð­syn kref­ur fresta eða slíta fundi.
  Ef áheyr­andi á sveit­ar­stjórn­ar­fundi rask­ar fund­ar­friði get­ur for­seti vís­að hon­um úr fund­ar­sal.
  Leyfi for­seta þarf til að taka mynd­ir í fund­ar­sal bæj­ar­stjórn­ar.
 3. Af­greiðsla dag­skrár­mála. Er­indi skulu tek­in til um­ræðu og af­greidd í þeirri röð sem dag­skrá kveð­ur á um nema for­seti eða bæj­ar­stjórn ákveði að önn­ur röð skuli höfð. Heim­ilt er að taka mál á dag­skrá þótt ekki sé þess get­ið í fund­ar­boði, enda sam­þykki 2/3 við­staddra bæj­ar­stjórn­ar­manna þau af­brigði.
  Er­indi er af­greitt í bæj­ar­stjórn með því að sam­þykkja það, synja því, fresta því, vísa því til um­sagn­ar annarr­ar nefnd­ar eða starfs­manns, vísa því til end­an­legr­ar af­greiðslu nefnd­ar eða starfs­manns, eða vísa því frá bæj­ar­stjórn. Er­indi sem bæj­ar­stjórn ber að lög­um að af­greiða verð­ur þó eigi vís­að til af­greiðslu annarra, né verð­ur af­greiðslu er­ind­is frest­að sem að lög­um ber að af­greiða fyr­ir til­tek­inn tíma.
  Er­indi sem ein­ung­is er til upp­lýs­ing­ar eða kynn­ing­ar og þarfn­ast ekki efn­is­legr­ar nið­ur­stöðu eru lögð fram.
  Fund­ar­gerð­ir eru ekki lagð­ar fram til af­greiðslu sem slík­ar, held­ur skal taka af­stöðu til hvers og eins er­ind­is sem þær hafa að geyma, sbr. of­an­skráð, og nið­ur­stað­an skráð við er­ind­ið sjálft.
 4. Mál­frelsi bæj­ar­stjóra. Bæj­ar­stjóri skal sitja fundi bæj­ar­stjórn­ar með mál­frelsi og til­lögu­rétt en hann hef­ur ekki at­kvæð­is­rétt nema hann sé kjör­inn í bæj­ar­stjórn.
 5. Mál­frelsi. Bæj­ar­stjórn­ar­mað­ur hef­ur mál­frelsi, til­lögu­rétt og at­kvæð­is­rétt á fund­um bæj­ar­stjórn­ar.
  Bæj­ar­stjórn­ar­mað­ur sem taka vill til máls skal óska heim­ild­ar for­seta. Að jafn­aði skulu bæj­ar­full­trú­ar taka til máls í þeirri röð sem þeir hafa kvatt sér hljóðs. Víkja má frá þeirri reglu ef um er að ræða bæj­ar­stjóra, fram­sögu­mann í máli eða bæj­ar­stjórn­ar­mann sem ósk­ar að gera stutta at­huga­semd eða koma leið­rétt­ingu á fram­færi.
  Hafi tveir eða fleiri bæj­ar­stjórn­ar­menn kvatt sér hljóðs sam­tím­is ákveð­ur for­seti í hvaða röð þeir skuli tala. Bæj­ar­stjórn­ar­mað­ur skal flytja mál sitt úr sæti sínu. For­seti get­ur þó ákveð­ið í upp­hafi fund­ar að tal­að skuli úr ræðu­stól.
 6. Ávarp ræðu­manns. Bæj­ar­stjórn­ar­mað­ur skal beina máli sínu til for­seta.
  Þeg­ar til um­ræðu eru fund­ar­gerð­ir bæj­ar­ráðs, annarra nefnda, ráða eða stjórna skal bæj­ar­full­trúi taka fram hvaða dag­skrárlið fund­ar­gerð­ar­inn­ar hann ósk­ar að ræða.
  Ekki má bæj­ar­stjórn­ar­mað­ur lesa upp prent­að mál við um­ræð­ur í bæj­ar­stjórn nema með leyfi for­seta.
 7. Hve oft má tala. Bæj­ar­stjórn­ar­mað­ur má tala tvisvar við hverja um­ræðu máls. Heim­ilt er þó bæj­ar­stjórn­ar­manni að taka oft­ar til máls, til að bera af sér ámæli eða til að gera stutta at­huga­semd um fund­ar­stjórn for­seta. Fram­kvæmda­stjóri, flutn­ings­mað­ur til­lögu eða fram­sögu­mað­ur mega þó tala oft­ar en tvisvar við hverja um­ræðu máls. Fram­kvæmda­stjóri hef­ur óbund­ið mál­frelsi.
 8. Ræðu­tími. Telji for­seti um­ræð­ur drag­ast úr hófi fram get­ur hann lagt fram dag­skrár­til­lögu um að ræðu­tími hvers bæj­ar­full­trúa verði tak­mark­að­ur, um­ræð­um verði lok­ið á til­tekn­um tíma eða um­ræð­um um er­indi verði lok­ið þá þeg­ar. Hver bæj­ar­full­trúi get­ur og bor­ið fram slík­ar til­lög­ur.
  Bæj­ar­stjórn af­greið­ir til­lög­ur um tak­mörk­un um­ræðna um­ræðu­laust. Ekki má þó tak­marka um­ræðu um er­indi svo að hún standi skem­ur en tvær klukku­stund­ir ef ein­hver bæj­ar­full­trúi kveð­ur sér hljóðs. Um­ræð­ur um fjár­hags­áætl­un eru ekki háð­ar ákvæð­um grein­ar þess­ar­ar.
 9. Til­lög­ur og af­greiðsla. Bæj­ar­stjórn­ar­mað­ur get­ur bor­ið fram breyt­ing­ar­til­lögu, við­auka­til­lögu, frá­vís­un­ar­til­lögu eða frest­un­ar­til­lögu við hvert það er­indi sem til um­ræðu er á fundi. Slík­ar til­lög­ur skulu vera skrif­leg­ar ef for­seti ósk­ar. For­seti ákveð­ur í hvaða röð og með hvaða hætti slík­ar til­lög­ur eru tekn­ar til af­greiðslu. Bæj­ar­stjórn­ar­mað­ur get­ur bor­ið fram fyr­ir­spurn til bæj­ar­stjóra um hvert það dag­skrár­mál sem til um­ræðu er á fundi og er bæj­ar­stjóra skylt að veita svör við þeim að fremsta megni. Sé fyr­ir­spurn bor­in fram skrif­lega er bæj­ar­stjóri þó ekki skyld­ur að svara henni fyrr en á næsta reglu­lega fundi sé þess kost­ur og eru þá fyr­ir­spurn­in og svör­in færð til bók­ar á þeim fundi.
 10. Rétt­ur til bók­un­ar. Þeir sem hafa rétt til að taka þátt í um­ræð­um í bæj­ar­stjórn eiga rétt á að fá bók­að­ar í fund­ar­gerð stutt­ar at­huga­semd­ir um af­stöðu til þeirra mála sem til um­ræðu eru.
 11. At­kvæða­greiðsla. Á bæj­ar­stjórn­ar­fund­um ræð­ur afl at­kvæða úr­slit­um. Hjá­seta telst þátt­taka í at­kvæða­greiðslu. Ef jafn­mörg at­kvæði eru með mál­efni og móti því fell­ur það, en við kosn­ing­ar ræð­ur hlut­kesti. At­kvæða­greiðsla á bæj­ar­stjórn­ar­fundi fer að jafn­aði fram með handa­upp­rétt­ingu. Bæj­ar­stjórn­ar­mað­ur greið­ir at­kvæði úr sæti sínu. For­seti bið­ur þá bæj­ar­stjórn­ar­menn sem sam­þykkja mál að rétta upp hönd. Að því búnu leit­ar for­seti mót­atkvæða með sama hætti. Loks skýr­ir for­seti frá úr­slit­um at­kvæða­greiðsl­unn­ar.
  Ef mál er svo vax­ið að for­seti tel­ur ástæðu­laust að at­kvæða­greiðsla fari fram um það skýr­ir hann frá því að hann telji mál sam­þykkt eða fellt án at­kvæða­greiðslu nema at­huga­semd verði við það gerð.
  For­seti get­ur ákveð­ið að mál verði af­greitt með nafnakalli. Einnig ber for­seta að láta fara fram nafnakall ef a.m.k. þriðj­ung­ur full­trúa ósk­ar þess. Við nafnakall skal far­ið eft­ir tölu­settri nafna­skrá bæj­ar­stjórn­ar­manna í staf­rófs­röð og skal það ráð­ast af út­drætti hvaða bæj­ar­stjórn­ar­mað­ur greið­ir fyrst at­kvæði við nafnakall. Við nafnakall skal for­seti greiða at­kvæði síð­ast­ur. Við nafnakall svar­ar bæjar­stjórnar­maður, þeg­ar for­seti les upp nafn hans, já eða nei eft­ir því hvort hann er með máli eða á móti eða tek­ur fram að hann greiði ekki at­kvæði, en slík af­staða telst þátt­taka í at­kvæða­greiðslu.
  Heim­ilt er að af­greiða mál með skrif­legri at­kvæða­greiðslu ef bæj­ar­stjórn­ar­mað­ur ósk­ar og bæj­ar­stjórn sam­þykk­ir.
 12. Kosn­ing­ar. Kosn­ing­ar sem fara fram í bæj­ar­stjórn skulu vera hlut­falls­kosn­ing­ar skv. d’Hondts reglu, sbr. 85. og 86. gr. laga um kosn­ing­ar til sveit­ar­stjórna nr. 5/1998. Þeg­ar um meiri­hluta­kosn­ingu er að ræða, svo sem við kjör eins full­trúa úr hópi tveggja eða fleiri, skal kosn­ing fara fram eins og við for­seta­kjör.

Rit­un fund­ar­gerða.

 1. Rit­un fund­ar­gerða. Bæj­ar­stjórn get­ur ráð­ið fund­ar­rit­ara utan bæj­ar­stjórn­ar til að ann­ast rit­un fund­ar­gerða í gerða­bók bæj­ar­stjórn­ar eða fal­ið starfs­manni rit­un funda. Í fund­ar­gerð skal get­ið hvar og hvenær fund­ur er hald­inn og hverj­ir sitji fund­inn. Skrá skal þau dag­skrár­mál sem tek­in eru fyr­ir, heiti þeirra og skjala­númer, og hvernig af­greiðslu þau hljóta, sbr. stafl­ið c hér að ofan. Sé er­indi ekki af­greitt sam­hljóða skal greina í fund­ar­gerð hvernig at­kvæði hafa skipst. Er­indi sem tek­in eru fyr­ir á lok­uð­um fundi skal skrá sem trún­að­ar­mál.
  Í lok fund­ar skal fund­ar­gerð les­in upp og skulu all­ir við­stadd­ir fund­ar­menn und­ir­rita hana nema bæj­ar­stjórn ákveði ann­að.
  Bæj­ar­stjórn get­ur ákveð­ið að fund­ar­gerð­ir verði skráð­ar ra­f­rænt. Verði það gert skal bóka í gerða­bók bæj­ar­stjórn­ar núm­er fund­ar, hvar og hvenær fund­ur­inn er hald­inn og að fund­ar­gerð sé færð ra­f­rænt. Þá skal færa í gerða­bók fund­arslit og greina blað­síðutal fund­ar­gerða. Við­stadd­ir bæj­ar­full­trú­ar, og eft­ir at­vik­um rit­ari, skulu rita nöfn sín við slit fund­ar í gerða­bók­ina. Í lok fund­ar­ins skal ra­f­ræn fund­ar­gerð prent­uð út og hún und­ir­rit­uð að við­stödd­um bæj­ar­full­trú­um, og eft­ir at­vik­um rit­ara. Einnig skal for­seti og a.m.k. einn fund­ar­manna setja upp­hafs­stafi sína und­ir hverja blað­síðu fund­ar­gerða sem blað­síðu­sett­ar skulu í áfram­hald­andi töluröð. Und­ir­rit­að­ar tölvu­skráð­ar fund­ar­gerð­ir skulu reglu­lega bundn­ar inn til var­an­legr­ar varð­veislu.
  Bæj­ar­full­trúi sem gera vill at­huga­semd við eitt­hvert at­riði í fund­ar­gerð get­ur undir­ritað fund­ar­gerð­ina með fyr­ir­vara um það at­riði.
  Bæj­ar­stjórn get­ur ákveð­ið að um­ræð­ur á bæj­ar­stjórn­ar­fundi verði hljóð­rit­að­ar eða tekn­ar upp með öðr­um hætti, þeim út­varp­að gegn­um ljósvakamiðla og/eða net­miðla. Verði það ákveð­ið skal bæj­ar­stjórn setja um það nán­ari regl­ur.
  Um rit­un fund­ar­gerða sveit­ar­stjórn­ar vís­ast að öðru leyti til aug­lýs­ing­ar innan­ríkis­ráðuneytisins um leið­bein­ing­ar um rit­un fund­ar­gerða sveit­ar­stjórna nr. 22/2013.

16. gr. Hæfi til þátt­töku í með­ferð og af­greiðslu ein­stakra mála.

Bæj­ar­full­trúa ber að víkja sæti við með­ferð og af­greiðslu er­ind­is þeg­ar það varð­ar hann eða nána vensla­menn hans svo sér­stak­lega að al­mennt má ætla að vilja­afstaða hans mót­ist að ein­hverju leyti þar af. Við­kom­andi telst þó að­eins van­hæf­ur sé hann eða hafi ver­ið maki að­ila, skyld­ur eða mægð­ur að­ila í bein­an legg eða að ein­um lið til hlið­ar.

Bæj­ar­full­trú­ar eru ekki van­hæf­ir þeg­ar ver­ið er að velja full­trúa til trún­að­ar­starfa á veg­um bæj­ar­stjórn­ar eða ákveða þókn­un fyr­ir slík störf.

Bæj­ar­full­trú­ar sem jafn­framt eru starfs­menn bæj­ar­ins og hafa sem slík­ir átt þátt í að und­ir­búa til­tek­ið er­indi sem lagt er fyr­ir bæj­ar­stjórn eru alltaf van­hæf­ir þeg­ar bæj­ar­stjórn fjall­ar um er­ind­ið. Þetta á þó hvorki við um bæj­ar­stjóra né þeg­ar bæj­ar­stjórn fjall­ar um og af­greið­ir fjár­hags­áætlan­ir og árs­reikn­inga bæj­ar­ins.

Bæj­ar­full­trúa sem veit hæfi sitt orka tví­mæl­is ber að vekja at­hygli bæj­ar­stjórn­ar á því. Bæj­ar­full­trúa er heim­ilt við með­ferð er­ind­is sem hann er van­hæf­ur að af­greiða að gera stutt­lega grein fyr­ir af­stöðu sinni. Bæj­ar­stjórn sker um­ræðu­laust úr um hvort er­indi er svo vax­ið að ein­hver bæj­ar­full­trúa sé van­hæf­ur. Bæj­ar­full­trúi sem hlut á að máli má taka þátt í at­kvæða­greiðslu um hæfi sitt.

Bæj­ar­full­trúi sem van­hæf­ur er við úr­lausn er­ind­is skal ekki taka með nein­um hætti þátt í um­fjöll­un máls­ins og yf­ir­gefa fund­ar­sali bæj­ar­stjórn­ar við með­ferð og af­greiðslu þess.

17. gr. Vara­menn í bæj­ar­stjórn.

Vara­menn taka sæti í bæj­ar­stjórn í þeirri röð sem þeir eru kosn­ir þeg­ar að­al­menn þess lista sem þeir eru kosn­ir af for­fall­ast. Ef fram­boðs­listi er bor­inn fram af tveim­ur eða fleiri stjórn­mála­flokk­um eða sam­tök­um geta að­al­menn list­ans kom­ið sér sam­an um mis­munandi röð vara­manna eft­ir því hver að­al­manna hef­ur for­fall­ast. Til­kynn­ing um slíkt sam­komu­lag skal lögð fram í upp­hafi kjör­tíma­bils og gild­ir hún til loka þess.

IV. KAFLI – Rétt­indi og skyld­ur bæj­ar­stjórn­ar­manna.

18. gr. Skyld­ur bæj­ar­stjórn­ar­manna.

Bæj­ar­full­trúa er skylt að sækja alla bæj­ar­stjórn­ar­fundi nema lög­mæt for­föll hamli, svo sem önn­ur brýnni skyldu­störf eða veik­indi.

Sé bæj­ar­full­trúi for­fall­að­ur um stund­ar­sak­ir skal hann til­kynna eða láta til­kynna for­föll­in til bæj­ar­stjóra og láta boða vara­mann í sinn stað sem þá sit­ur all­an fund­inn, jafn­framt því að hann komi sjálf­ur boð­um til vara­manns um for­föll sín.

Aðal- og vara­mönn­um í bæj­ar­stjórn er skylt að taka kjöri í nefnd, ráð eða stjórn á veg­um sveit­ar­fé­lags­ins, sem og til annarra trún­að­ar­starfa á veg­um sveit­ar­fé­lags­ins. Sá sem ver­ið hef­ur for­seti heilt kjör­tíma­bil eða leng­ur eða gegnt ákveðnu starfi inn­an bæj­ar­stjórn­ar jafn­lang­an tíma eða leng­ur get­ur skor­ast und­an kosn­ingu til þess starfs jafn­lang­an tíma og hann hef­ur haft starf­ið með hönd­um. Ósk um und­an­þágu skal sett fram áður en kjör í við­kom­andi nefnd eða trún­að­ar­starf fer fram.

Hverj­um bæj­ar­stjórn­ar­manni er skylt að inna af hendi störf sem bæj­ar­stjórn fel­ur hon­um og varða verk­efni bæj­ar­stjórn­ar­inn­ar.

Bæj­ar­full­trúa ber að gegna störf­um sín­um í bæj­ar­stjórn af alúð og sam­visku­semi og gæta hags­muna bæj­ar­ins.

Bæj­ar­stjórn­ar­mað­ur skal gæta þagn­ar­skyldu um það sem hann fær vitn­eskju um í starfi sínu og leynt á að fara vegna einka- eða al­manna­hags­muna sam­kvæmt lög­um eða eðli máls. Þagn­ar­skyld­an helst áfram eft­ir að bæj­ar­stjórn­ar­mað­ur læt­ur af þeim störf­um.

19. gr. Rétt­ur bæj­ar­stjórn­ar­manna.

Bæj­ar­stjórn­ar­menn eru sjálf­stæð­ir í störf­um sín­um. Þeir eru ein­ung­is bundn­ir af lög­um og eig­in sann­fær­ingu um af­stöðu til ein­stakra mála.

Bæj­ar­stjórn­ar­mað­ur á rétt á að tek­ið verði á dag­skrá bæj­ar­stjórn­ar­fund­ar hvert það mál­efni sem sér­stak­lega varð­ar hags­muni sveit­ar­fé­lags­ins eða verk­efni þess.

Mál sem ekki er til­greint á boð­aðri dag­skrá bæj­ar­stjórn­ar­fund­ar verð­ur þó ekki tek­ið til af­greiðslu á við­kom­andi fundi án sam­þykk­is 2/3 hluta fund­ar­manna.

Bæj­ar­stjórn­ar­menn hafa mál­frelsi á fund­um bæj­ar­stjórn­ar eft­ir því sem nán­ar er ákveð­ið í fund­ar­sköp­um bæj­ar­stjórn­ar. Þeir hafa til­lögu­rétt og at­kvæð­is­rétt á fund­um bæjar­stjórnar.

Bæj­ar­stjórn­ar­mönn­um er ekki skylt að taka þátt í at­kvæða­greiðslu um ein­stök dag­skrár­mál. Þeg­ar um er að ræða er­indi sem bæj­ar­stjórn er að lög­um skylt að af­greiða, svo sem fjár­hags­áætl­un, árs­reikn­inga eða kjör full­trúa í lög­boðn­ar nefnd­ir get­ur for­seti ákveð­ið að end­ur­taka at­kvæða­greiðslu ef minna en helm­ing­ur bæj­ar­full­trúa tek­ur þátt í at­kvæða­greiðsl­unni.

Vilji bæj­ar­stjórn­ar­mað­ur ekki una úr­skurði for­seta um stjórn fund­ar og fund­ar­sköp get­ur hann skot­ið úr­skurð­in­um til bæj­ar­stjórn­ar sem sker úr án um­ræðna.

20. gr. Að­gang­ur að gögn­um og þagn­ar­skylda.

Bæj­ar­stjórn­ar­mað­ur á að­gang að bók­um og skjöl­um bæj­ar­ins og einnig óhindr­að­an að­gang að stofn­un­um og fyr­ir­tækj­um hans á af­greiðslu­tíma til upp­lýs­inga­öfl­un­ar vegna starfa sinna.

Óski bæj­ar­full­trúi upp­lýs­inga sem fela það í sér að taka þurfi sam­an gögn skal hann snúa sér til bæj­ar­stjóra með slíka ósk sem verða skal við beiðn­inni svo fljótt sem unnt er.

Bæj­ar­stjórn­ar­menn skulu gæta trún­að­ar um það sem þeir verða áskynja í starfi sínu og leynt á að fara sam­kvæmt lög­um eða eðli máls. Þagn­ar­skylda helst þótt lát­ið sé af starfi.

21. gr. Siða­regl­ur og góð­ir starfs­hætt­ir.

Bæj­ar­stjórn­ar­mað­ur skal í störf­um sín­um fara eft­ir þeim siða­regl­um sem bæj­ar­stjórn hef­ur sett sér, sbr. 29. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga.

22. gr. Lausn frá störf­um.

Nú tel­ur bæj­ar­stjórn­ar­mað­ur sig ekki geta gegnt skyld­um sín­um í bæj­ar­stjórn án óhæfi­legs álags og get­ur bæj­ar­stjórn­in þá létt af hon­um störf­um eða veitt hon­um lausn að eig­in ósk um til­tek­inn tíma eða til loka kjör­tíma­bils. Vara­mað­ur tek­ur þá sæti hans skv. 21. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga.

Þeg­ar bæj­ar­stjórn­ar­mað­ur flyt­ur úr sveit­ar­fé­lag­inu um stund­ar­sak­ir má bæj­ar­stjórn ákveða, að ósk hans, að hann skuli víkja úr bæj­ar­stjórn þar til hann tek­ur aft­ur bú­setu í sveit­ar­fé­lag­inu. Slík ákvörð­un skal tek­in áður en bæj­ar­stjórn­ar­mað­ur flyt­ur um stundar­sakir. Sé ekki tek­in ákvörð­un sam­kvæmt þess­ari máls­grein miss­ir bæjar­stjórnar­maður kjörgengi við skrán­ingu lög­heim­il­is í öðru sveit­ar­fé­lagi.

Nú er bæj­ar­full­trúi af ein­hverj­um ástæð­um svipt­ur fjár­for­ræði, svo sem ef bú hans er tek­ið til gjald­þrota­skipta og skal bæj­ar­stjórn þá veita hon­um lausn frá störf­um þann tíma er svipt­ing­in gild­ir.

23. gr. Boð­un vara­manna.

Þeg­ar aðal­mað­ur er van­hæf­ur til með­ferð­ar máls í bæj­ar­stjórn skal boða vara­mann hans til með­ferð­ar þess og af­greiðslu. Að af­greiðslu máls lok­inni tek­ur aðal­mað­ur sæti sitt á við­kom­andi fundi á ný. Verði inn­köll­un vara­manns ekki við kom­ið get­ur van­hæf­ur bæj­ar­stjórn­ar­mað­ur kraf­ist þess að um­ræðu og af­greiðslu máls verði frest­að til næsta fund­ar. Frest­un nær þó ekki fram að ganga ef 2/3 hlut­ar við­staddra bæj­ar­stjórn­ar­full­trúa greiða at­kvæði gegn frest­un eða ef frest­un hef­ur í för með sér að geng­ið sé gegn lög­bundn­um af­greiðslu­tíma máls.

Þeg­ar aðal­mað­ur get­ur ekki mætt til fund­ar eða þarf að víkja af fundi af heilsu­fars­ástæðum eða af öðr­um óvið­ráð­an­leg­um ástæð­um tek­ur vara­mað­ur hans sæti í bæjar­stjórn á þeim fundi. Aðal­mað­ur skal til­kynna for­föll til fund­ar­boð­anda skv. sam­þykkt þess­ari, eins fljótt og auð­ið er og óska eft­ir því að vara­mað­ur verði boð­að­ur, jafn­framt því að hann komi sjálf­ur boð­um til vara­manns um for­föll sín. For­föll sam­kvæmt þess­ari máls­grein taka ávallt til við­kom­andi fund­ar í heild, eða til loka fund­ar sé um það að ræða.

Þeg­ar fyr­ir­séð er að aðal­mað­ur í bæj­ar­stjórn mun taka hlé frá störf­um vegna at­vika sem grein­ir í 2. mgr. í a.m.k. einn mán­uð skal vara­mað­ur hans taka sæti í bæj­ar­stjórn­inni frá og með næsta fundi, enda séu þá ástæð­ur for­falla enn til stað­ar. Þeg­ar for­föll­um lýk­ur tek­ur aðal­mað­ur sæti sitt að nýju frá og með næsta fundi.

Þeg­ar aðal­mað­ur fell­ur frá, miss­ir kjörgengi eða fær lausn frá starfi í bæj­ar­stjórn skal vara­mað­ur hans taka sæti í bæj­ar­stjórn frá og með næsta fundi.

24. gr. Þókn­un o.fl.

Bæj­ar­stjórn­ar­mað­ur skal fá hæfi­lega þókn­un úr bæj­ar­sjóði fyr­ir störf sín í bæj­ar­stjórn.

Tak­ist bæj­ar­full­trúi á hend­ur ferð á veg­um bæj­ar­ins sam­kvæmt ákvörð­un bæj­ar­stjórn­ar á hann rétt á greiðslu hæfi­legs ferða- og dval­ar­kostn­að­ar.

Bæj­ar­stjórn set­ur nán­ari regl­ur um greiðsl­ur skv. 1. mgr.

Bæj­ar­stjórn­ar­mað­ur má ekki af­sala sér greiðsl­um sem hon­um eru ákveðn­ar á grund­velli þess­ar­ar grein­ar.

25. gr. Rétt­indi og skyld­ur vara­manna.

Ákvæði þessa kafla, um rétt­indi og skyld­ur bæj­ar­stjórn­ar­manna, eiga einnig við um vara­menn þeg­ar þeir taka sæti í bæj­ar­stjórn.

V. KAFLI – Bæj­ar­ráð.

26. gr. Kosn­ing bæj­ar­ráðs.

Bæj­ar­stjórn skal á fyrsta fundi að aflokn­um sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um kjósa úr hópi að­al­manna í bæj­ar­stjórn þrjá full­trúa í bæj­ar­ráð til eins árs og formann og vara­formann ráðs­ins. Aðal- og var­a­full­trú­ar sem kosn­ingu hafa hlot­ið af sama fram­boðs­lista og hinn kjörni bæj­ar­ráðs­mað­ur eru vara­menn hans í þeirri röð sem þeir skip­uðu list­ann. Hafi full­trúi í bæj­ar­ráði ver­ið kjör­inn til setu í bæj­ar­stjórn í óbund­inni kosn­ingu skal þó fara fram kjör á vara­manni hans með­al aðal- og vara­manna í bæj­ar­stjórn.

Um þókn­un til aðal- og vara­manna í bæj­ar­ráði vís­ast til 3. mgr. 24. gr. sam­þykkt­ar þess­ar­ar.

Bæj­ar­stjóri sit­ur fundi bæj­ar­ráðs með mál­frelsi og til­lögu­rétt en at­kvæð­is­rétt hef­ur hann því að­eins að hann sé bæj­ar­full­trúi og kjör­inn í bæj­ar­ráð.

27. gr. Fund­ar­tími bæj­ar­ráðs.

Bæj­ar­ráð skal að jafn­aði halda fund einu sinni í viku á fimmtu­dög­um.

Auka­fundi skal halda ef bæj­ar­stjóri, formað­ur bæj­ar­ráðs eða a.m.k. tveir bæjar­ráðs­menn óska þess.

28. gr. Boð­un funda bæj­ar­ráðs.

Bæj­ar­stjóri und­ir­býr bæj­ar­ráðs­fundi í sam­ráði við formann bæj­ar­ráðs. Hann skal hafa sent bæj­ar­full­trú­um dag­skrá bæj­ar­ráðs­fund­ar í fund­ar­boði ásamt nauð­syn­leg­um gögn­um þannig að fund­ar­boð­ið ber­ist þeim í síð­asta lagi tveim­ur sól­ar­hring­um fyr­ir bæjar­ráðs­fund.

Geti bæj­ar­ráðs­mað­ur ekki sótt fund skal hann til­kynna bæj­ar­stjóra um for­föll og óska eft­ir því að vara­mað­ur verði boð­að­ur, jafn­framt því að hann komi sjálf­ur boð­um til vara­manns um for­föll sín.

29. gr. Stjórn­un bæj­ar­ráðs.

Formað­ur bæj­ar­ráðs stjórn­ar fund­um þess og sér um að allt fari lög­lega og skipu­lega fram á fund­um þess. Hann úr­skurð­ar í ágrein­ings­mál­um sem upp kunna að koma út af fund­ar­sköp­um en skjóta má úr­skurði hans til úr­lausn­ar bæj­ar­ráðs. Heim­ilt er að taka er­indi til með­ferð­ar í bæj­ar­ráði þótt ekki sé það til­greint í dag­skrá, enda sam­þykki meiri­hluti bæj­ar­ráðs­manna það. Þó er skylt að fresta af­greiðslu slíks er­ind­is ef ein­hver bæj­ar­ráðs­manna eða áheyrn­ar­full­trúi ósk­ar þess.

Bæj­ar­ráð get­ur ráð­ið sér fund­ar­rit­ara utan bæj­ar­ráðs eða fal­ið starfs­manni rit­un funda. Um rit­un fund­ar­gerða bæj­ar­ráðs gilda sömu regl­ur og um rit­un fund­ar­gerða bæjar­stjórnar, sbr. 15. gr.

30. gr. Áheyrn­ar­full­trú­ar í bæj­ar­ráði.

Heim­ilt er fram­boðs­að­ila sem full­trúa á í bæj­ar­stjórn en ekki hef­ur náð kjöri í bæj­ar­ráð að til­nefna áheyrn­ar­full­trúa og vara­áheyrn­ar­full­trúa til setu í bæj­ar­ráði með mál­frelsi og til­lögu­rétt. Áheyrn­ar­full­trú­inn skal eiga rétt til nefnd­ar­launa til jafns við bæj­ar­ráðs­menn.

Áheyrn­ar­full­trúi og vara­áheyrn­ar­full­trúi í bæj­ar­ráði skulu vera að­al­menn í bæj­ar­stjórn, sbr. 3. mgr. 50. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga.

31. gr. Verk­efni bæj­ar­ráðs og heim­ild­ir til fulln­að­ar­af­greiðslu.

Bæj­ar­ráð fer ásamt bæj­ar­stjóra með fram­kvæmda­stjórn bæj­ar­ins, fjár­mála­stjórn og starfs­manna­stjórn að því leyti sem slík stjórn er ekki öðr­um fal­in.

Bæj­ar­ráð hef­ur um­sjón með stjórn­sýslu bæj­ar­ins, þar und­ir m.a. at­vinnu­mál, lóða­úthlutanir, ráð­stöf­un leigu­lóða bæj­ar­ins og stefnu­mót­un allt að svo miklu leyti sem þessi mál eru ekki feng­in öðr­um að ákvörð­un bæj­ar­stjórn­ar. Bæj­ar­ráð er veit­u­stjórn, hef­ur um­sjón með und­ir­bún­ingi og eft­ir­liti fram­kvæmda, und­ir­bún­ingi ár­legr­ar fjárhags­áætlunar, sem­ur drög að fjár­hags­áætl­un bæj­ar­sjóðs, stofn­ana hans og fyrir­tækja að fengn­um til­lög­um fram­kvæmda­stjóra sviða og um­sögn­um hlut­að­eig­andi nefnda og stjórna og legg­ur þau fyr­ir bæj­ar­stjórn í sam­ræmi við ákvæði sveit­ar­stjórn­ar­laga. Þá sér bæj­ar­ráð um að árs­reikn­ing­ar bæj­ar­sjóðs séu samd­ir og þeir ásamt árs­reikn­ing­um stofn­ana og fyr­ir­tækja bæj­ar­ins lagð­ir fyr­ir bæj­ar­stjórn til af­greiðslu svo sem sveitar­stjórnar­lög mæla fyr­ir um.

Stjórn­sýsla Mos­fells­bæj­ar legg­ur bæj­ar­ráði og nefnd­um og ráð­um bæj­ar­ins til starfs­menn sem starfa með nefnd­un­um s.s. við und­ir­bún­ing funda, rit­un þeirra og frá­gang fundar­gerða.

Bæj­ar­ráð ger­ir til­lög­ur til bæj­ar­stjórn­ar um af­greiðslu ein­stakra er­inda sem það fær til með­ferð­ar.

Bæj­ar­ráði er þó heim­il fulln­að­ar­af­greiðsla er­inda sem ekki varða veru­lega fjár­hag bæj­ar­sjóðs eða stofn­ana hans enda sé ekki ágrein­ing­ur milli bæj­ar­ráðs­manna eða við bæj­ar­stjóra um slíka af­greiðslu. Bæj­ar­ráð ákveð­ur skipt­ingu og ráð­stöf­un fjár sem ætl­að er til ein­stakra mála­flokka sam­kvæmt fjár­hags­áætl­un, svo sem til gatna­gerð­ar, ný­bygg­inga og óvissra út­gjalda að svo miklu leyti sem ráð­stöf­un þess er ekki ákveð­in af bæj­ar­stjórn.

Skylt er starfs­mönn­um bæj­ar­ins að sitja fundi bæj­ar­ráðs ef þess er ósk­að.

Með­an bæj­ar­stjórn er í sum­ar­leyfi fer bæj­ar­ráð með sömu heim­ild­ir og bæj­ar­stjórn hef­ur ella.

32. gr. Heim­ild bæj­ar­ráðs til fulln­að­ar­ákvörð­un­ar.

Bæj­ar­ráð úr­skurð­ar um heim­ild til end­urupp­töku mála sem hljóta af­greiðslu sam­kvæmt þess­ari grein með hlið­sjón af 24. gr. stjórn­sýslu­laga nr. 37/1993.

VI. KAFLI – Fasta­nefnd­ir, ráð og stjórn­ir aðr­ar en bæj­ar­ráð.

33. gr. Kosn­ing í fasta­nefnd­ir og kjör­tíma­bil.

Bæj­ar­stjórn kýs full­trúa í nefnd­ir eft­ir því sem fyr­ir er mælt í lög­um og sam­þykkt þess­ari. Slík­ar nefnd­ir telj­ast fasta­nefnd­ir bæj­ar­stjórn­ar.

Kjör­tíma­bil fasta­nefnda er hið sama og bæj­ar­stjórn­ar, nema ann­að leiði af lög­um eða sam­þykkt þess­ari.

Að lokn­um bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um halda fasta­nefnd­ir þó um­boði sínu þar til ný­kjör­in bæj­ar­stjórn hef­ur kjör­ið nýja nefnd í þeirra stað en með sömu tak­mörk­un­um vald­heimilda og fyrri bæj­ar­stjórn sætti að aflokn­um kosn­ing­um, sbr. 12. gr. og 2. mgr. 37. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga.

34. gr. Kosn­ing og kjörgengi.

Kosn­ing­ar í fasta­nefnd­ir bæj­ar­stjórn­ar, nefnd­ir fyr­ir hluta sveit­ar­fé­lags­ins, nefnd­ir til að fara með ein­stök verk­efni eða mála­flokka og aðr­ar nefnd­ir og stjórn­ir sem sveit­ar­fé­lag­ið á að­ild að, skulu vera leyni­leg­ar og bundn­ar hlut­falls­kosn­ing­ar ef þess er ósk­að. Fram­kvæmd kosn­inga skal þá vera í sam­ræmi við ákvæði 44. og 45. gr. sveitar­stjórnar­laga.

Ef ekki er kos­ið hlut­falls­kosn­ingu til nefnd­ar, sbr. 1. mgr. 43. gr., sveit­ar­stjórn­ar­laga, skal bæj­ar­stjórn gæta þess að full­nægja kröf­um um kynja­hlut­fall skv. 2. tölul. 44. gr. lag­anna við skip­un í við­kom­andi nefnd.

Þeir ein­ir eru kjörgeng­ir í nefnd­ir, ráð og stjórn­ir sem hafa kosn­ing­ar­rétt í sveit­ar­fé­lag­inu, nema ann­að leiði af lög­um, sbr. m.a. 2. mgr. 39. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga.

Starfs­menn fyr­ir­tækja og stofn­ana sveit­ar­fé­lags­ins eru ekki kjörgeng­ir í nefnd­ir, ráð og stjórn­ir þeirra fyr­ir­tækja eða stofn­ana sem þeir starfa hjá. Bæj­ar­stjórn get­ur þó ákveð­ið að víkja frá þessu ef mál­efni vinnu­veit­anda eru óveru­leg­ur þátt­ur í starfi við­kom­andi nefnd­ar og starf­ið er ekki þess eðl­is að hætta sé á hags­muna­árekstr­um vegna nefndar­setu.

35. gr. Valdsvið nefnda og framsal bæj­ar­stjórn­ar til fasta­nefnda og starfs­manna á valdi til fulln­að­ar­af­greiðslu mála og end­urupp­taka.

Um hlut­verk og valdsvið nefnda, ráða og stjórna á veg­um bæj­ar­ins og að­komu starfs­manna að starfi þeirra, fer eft­ir því sem ákveð­ið er í lög­um, reglu­gerð­um eða sam­þykktum um nefnd­ir sem bæj­ar­stjórn set­ur þeim.

Í því skyni að stuðla að hag­ræð­ingu, skil­virkni og hrað­ari máls­með­ferð get­ur bæj­ar­stjórn ákveð­ið að fela nefnd, ráði eða stjórn á veg­um Mos­fells­bæj­ar fulln­að­ar­af­greiðslu er­inda sem ekki varða veru­lega fjár­hag bæj­ar­sjóðs nema lög eða eðli máls mæli sér­stak­lega gegn því.

Á sama hátt og með sömu skil­yrð­um og get­ur í 2. mgr. er bæj­ar­stjórn heim­ilt að fela öðr­um að­il­um inn­an stjórn­sýslu Mos­fells­bæj­ar fulln­að­ar­af­greiðslu er­inda.

Bæj­ar­stjórn, bæj­ar­ráð eða hlut­að­eig­andi nefnd skal hafa eft­ir­lit með af­greiðslu er­inda sam­kvæmt þess­ari máls­grein og kalla eft­ir reglu­leg­um skýrsl­um um ákvarð­an­ir sem tekn­ar eru á grund­velli henn­ar.

Sá að­ili sem feng­ið hef­ur fram­selt vald til fulln­að­ar­af­greiðslu skv. 2. og 3. mgr., eða þriðj­ung­ur full­trúa ef um nefnd, ráð eða stjórn er að ræða, sbr. 2. mgr., get­ur ávallt ósk­að eft­ir því að bæj­ar­stjórn, bæj­ar­ráð eða við­kom­andi nefnd sam­kvæmt sam­þykkt þess­ari taki ákvörð­un um er­indi.

Að upp­gefn­um skil­yrð­um 24. gr. stjórn­sýslu­laga nr. 37/1993, um end­urpp­töku, á að­ili máls rétt á því að mál hans verði tek­ið fyr­ir á ný. Beiðni um end­urupp­töku skal beint til bæj­arr­ráðs.

36. gr. Af­greiðsla á fund­ar­gerð­um.

Fund­ar­gerð­ir nefnda, ráða og stjórna bæj­ar­ins skulu tekn­ar á dag­skrá bæj­ar­stjórn­ar og skal það gert svo fljótt sem unnt er að aflokn­um nefnd­ar­fundi.

Bæj­ar­stjórn, skal í sam­ræmi við ákvæði 15. gr., staflið­ar c, taka af­stöðu til ein­stakra er­inda í þeim fund­ar­gerð­um sem hún tek­ur á dag­skrá.

Hafi álykt­un nefnd­ar, ráðs eða stjórn­ar í för með sér fjár­út­lát um­fram áður veitt­ar heim­ild­ir eða hún útheimt­ir veru­lega vinnu fyr­ir starfs­menn bæj­ar­ins sem ekki er gert ráð fyr­ir í starfs­áætl­un árs­ins skal álykt­un­in ætíð lögð fyr­ir bæj­ar­ráð áður en hún er lögð fyr­ir bæj­ar­stjórn.

37. gr. Fund­ir nefnda og álykt­un­ar­hæfi.

Fund­ir nefnda skulu al­mennt haldn­ir fyr­ir lukt­um dyr­um. Nefnd get­ur kvatt á sinn fund ein­staka starfs­menn bæj­ar­ins. Nefnd er heim­ilt að opna fundi sína komi fram ósk um slíkt svo fremi sem lög eða eðli máls hamli því ekki og skal bæj­ar­stjórn setja regl­ur þar um.

Um fundi nefnda, boð­un þeirra, álykt­un­ar­hæfi og at­kvæða­greiðsl­ur gilda ákvæði III. kafla sam­þykkt­ar þess­ar­ar og sveit­ar­stjórn­ar­laga eft­ir því sem við get­ur átt.

38. gr. Fund­ar­stjórn og fund­ar­gerð­ir.

Formað­ur nefnd­ar stýr­ir fund­um. Ákvæði III. kafla sam­þykkt­ar þess­ar­ar gilda um með­ferð mála í nefnd­um, ráð­um og stjórn­um sveit­ar­fé­lags­ins eft­ir því sem við á.

Nefnd­ir, ráð og stjórn­ir sveit­ar­fé­lags­ins skulu halda gerða­bæk­ur. Nefnd get­ur ráð­ið sér sér­stak­an fund­ar­rit­ara utan nefnd­ar. Um rit­un fund­ar­gerða, nefnda, ráða og stjórna gilda sömu regl­ur og um rit­un fund­ar­gerða bæj­ar­stjórn­ar, sbr. 15. gr., í sam­þykkt þess­ari.

39. gr. Vara­menn.

Vara­menn taka sæti í nefnd­um í þeirri röð sem þeir eru kosn­ir.

Þeg­ar kos­ið er til nefnd­ar hlut­bund­inni lista­kosn­ingu eða listi hef­ur ver­ið sjálf­kjör­inn og aðal­mað­ur í nefnd er for­fall­að­ur taka vara­menn þess lista sem aðal­mað­ur er kjör­inn af sæti í nefnd í þeirri röð sem þeir skipa list­ann eft­ir að end­urröð­un á hann hef­ur far­ið fram skv. 4. tölul. 1. mgr. 45. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga.

Ef tveir eða fleiri flokk­ar eða fram­boðs­list­ar til bæj­ar­stjórn­ar leggja í sam­ein­ingu fram til­lögu að lista við hlut­bundna kosn­ingu í nefnd bæj­ar­stjórn­ar geta þeir kom­ið sér sam­an um að vara­menn á list­an­um vegna nefnd­ar­kosn­ing­ar­inn­ar, sem eru þar full­trú­ar sama flokks eða fram­boðs­lista og sá aðal­mað­ur í nefnd sem um ræð­ir, taki sæti hans í nefnd­inni í þeirri röð sem þeir voru kosn­ir án til­lits til þess hvar þeir ann­ars eru í röð vara­manna. Sé eng­inn úr hópi vara­manna við­kom­andi lista í sama flokki eða til­heyri sama fram­boðs­lista og aðal­mað­ur til­heyrði þeg­ar kosn­ing í nefnd fór fram taka vara­menn af list­an­um sæti eft­ir venju­leg­um regl­um.

Yf­ir­lýs­ingu um sam­komu­lag skv. 3. mgr. skal leggja fram á fyrsta bæj­ar­stjórn­ar­fundi eft­ir að nefnd­ar­kosn­ing fór fram og gild­ir hún til loka kjör­tíma­bils eða þar til kjör­ið er í nefnd að nýju.

40. gr. Boð­un vara­manna.

Um boð­un vara­manna á nefnd­ar­fundi gilda ákvæði 23. gr. sam­þykkt­ar þess­ar­ar eft­ir því sem við á.

Þeg­ar aðal­mað­ur í nefnd fell­ur frá, miss­ir kjörgengi, fær lausn frá nefnd­ar­starfi eða for­fall­ast var­an­lega frá því að sitja í nefnd tek­ur vara­mað­ur hans sæti í nefnd­inni nema bæj­ar­stjórn ákveði að kjósa að­al­mann að nýju, ella skip­ar bæj­ar­stjórn nýj­an vara­mann til setu í nefnd­inni.

Ákvæði þessa kafla sam­þykkt­ar­inn­ar um vara­menn taka einnig til vara­áheyrn­ar­full­trúa eft­ir því sem við get­ur átt.

41. gr. Lausn frá nefnd­ar­setu og end­ur­skip­un.

Full­trú­um í nefnd­um, ráð­um og stjórn­um sveit­ar­fé­lags­ins, sem ekki eru aðal- eða vara­menn í bæj­ar­stjórn, er heim­ilt að segja af sér nefnda­störf­um hvenær sem er á kjör­tímabili. Aðr­ir full­trú­ar geta ósk­að eft­ir því við bæj­ar­stjórn að þeim verði veitt lausn tíma­bundið eða út kjör­tíma­bil­ið og met­ur hún þá hvort skil­yrði til þess séu fyr­ir hendi.

Bæj­ar­stjórn get­ur hvenær sem er á kjör­tíma­bili ákveð­ið að skipta um full­trúa í nefnd­um, ráð­um og stjórn­um sem hún kýs eða skip­ar ef ekki er um það ágrein­ing­ur inn­an bæjar­stjórnar eða mál­efna­leg­ar ástæð­ur mæla með slíkri breyt­ingu, svo sem ef nefndar­maður, án lög­mætra for­falla, mæt­ir ekki á fundi nefnd­ar eða brýt­ur gegn þagnar­skyldu. Enn­frem­ur get­ur bæj­ar­stjórn­ar­mað­ur kraf­ist þess að nefnd verði endur­skipuð telji hann ástæðu til. Bæj­ar­stjórn er þó heim­ilt að hafna slíkri beiðni ef hún er bersýni­lega til­efn­is­laus að því til­skildu að 2/3 fund­ar­manna greiði at­kvæði með til­lögu um höfn­un. Við fram­an­greind­ar breyt­ing­ar á skip­an full­trúa í nefnd­um, ráð­um og stjórn­um sveitar­félagsins skal kjósa alla full­trúa að nýju og fer þá um kjör þeirra skv. 1. mgr. 43. gr. sveitar­stjórnar­laga nema eng­inn ágrein­ing­ur sé inn­an bæj­ar­stjórn­ar um breyt­ing­arnar.

Breyt­ing­ar á nefnda­skip­an sam­kvæmt þess­ari grein skulu full­nægja skil­yrð­um 2. tölul. 44. gr. og 4. tölul. 1. mgr. 45. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga um kynja­hlut­föll.

42. gr. Áheyrn­ar­full­trú­ar.

Heim­ilt er bæj­ar­stjórn að ákveða að fram­boðs­að­ila sem full­trúa á í bæj­ar­stjórn en ekki hef­ur feng­ið kjör­inn nefnd­ar­mann í nefnd, sbr. B. lið 46. grein­ar, sé heim­ilt að til­nefna áheyrn­ar­full­trúa og vara­áheyrn­ar­full­trúa til setu í við­kom­andi nefnd með mál­frelsi og til­lögu­rétt. Áheyrn­ar­full­trúi skv. þess­ari máls­grein á ekki rétt til nefnd­ar­launa.

Um áheyrn­ar­full­trúa á fund­um nefnda gilda sömu þagn­ar­skyldu­ákvæði laga og eiga við um aðra nefnd­ar­menn. Áheyrn­ar­full­trúi og vara­áheyrn­ar­full­trúi skulu full­nægja kjör­gengis­skilyrðum í við­kom­andi nefnd.

43. gr. Þókn­un.

Bæj­ar­stjórn er skylt að ákveða kjörn­um full­trú­um í nefnd­um, ráð­um og stjórn­um á veg­um sveit­ar­fé­lags­ins hæfi­lega þókn­un fyr­ir þau störf, sam­kvæmt mati bæj­ar­stjórn­ar, í sam­ræmi við regl­ur sem hún set­ur.

Bæj­ar­stjórn er með sama hætti heim­ilt að ákveða að greiða áheyrn­ar­full­trú­um þókn­un fyr­ir störf þeirra í nefnd­um, ráð­um og stjórn­um á veg­um sveit­ar­fé­lags­ins.

44. gr. Önn­ur rétt­indi og skyld­ur.

Nefnd­ar­mönn­um er skylt að sækja fundi nema lög­mæt for­föll hamli. Þeg­ar aðal­mað­ur í nefnd for­fall­ast um stund­ar­sak­ir skal hann sjá til þess að vara­mað­ur hans taki sæti í nefnd­inni. Þeg­ar aðal­mað­ur í nefnd flyst burt úr bæn­um, fell­ur frá eða for­fall­ast á ann­an hátt var­an­lega tek­ur vara­mað­ur hans sæti nema bæj­ar­stjórn ákveði að kjósa að­al­mann að nýju.

Hafi tveir eða fleiri flokk­ar eða fram­boðs­að­il­ar haft sam­starf um nefnd­ar­kosn­ing­ar skal sá sem til­nefndi við­kom­andi nefnd­ar­mann einnig til­nefna vara­mann hans sé eigi öðru­vísi ákveð­ið í yf­ir­lýs­ingu skv. 4. mgr. 21. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga.

Ákvæði III. og IV. kafla sam­þykkt­ar þess­ar­ar gilda að öðru leyti um full­trúa í nefnd­um, ráð­um og stjórn­um sveit­ar­fé­lags­ins eft­ir því sem við á. Rétt­indi tak­mark­ast þó eft­ir eðli máls við það sem full­trú­um er þörf á vegna starfa í við­kom­andi nefnd.

45. gr. Aðr­ar nefnd­ir, ráð og stjórn­ir sem sveit­ar­fé­lag­ið á að­ild að.

Bæj­ar­stjórn kýs full­trúa í nefnd­ir, ráð og stjórn­ir sem sveit­ar­fé­lag­ið á að­ild að sam­kvæmt við­kom­andi lög­um eða sam­þykkt­um. Ákvæði þessa kafla sam­þykkt­ar­inn­ar eiga við um slíka full­trúa eft­ir því sem við get­ur átt.

Að því leyti sem nefnd, ráð eða stjórn lög­að­ila, sem bæj­ar­stjórn kýs full­trúa til skv. 1. mgr., fer með fram­kvæmd eða ábyrgð á verk­efni sem sveit­ar­fé­lag­inu væri ekki sjálfu heim­ilt að sinna, þá er full­trúi sveit­ar­fé­lags­ins í við­kom­andi nefnd, ráði eða stjórn ekki bund­inn af fyr­ir­mæl­um bæj­ar­stjórn­ar­inn­ar um þau störf. Hið sama á við að því leyti sem það leið­ir af lög­um sem gilda um rekst­ur og starf­semi við­kom­andi lög­að­ila.

46. gr. Fasta­nefnd­ir, aðr­ar nefnd­ir, stjórn­ir og ráð sem sveit­ar­fé­lag­ið á að­ild að.

Bæj­ar­stjórn kýs í eft­ir­tald­ar nefnd­ir, ráð og stjórn­ir:

A. Til eins árs. Á fundi í júní ár hvert:

 1. Bæj­ar­ráð. Þrír að­al­menn úr hópi að­al­manna í bæj­ar­stjórn skv. 35. gr. sveitar­stjórnarlaga nr. 138/2011 og formað­ur og vara­formað­ur ráðs­ins. Aðal- og vara­fulltrúar sem kosn­ingu hafa hlot­ið af sama fram­boðs­lista og hinn kjörni bæjar­ráðs­maður verða sjálf­krafa vara­menn hans í þeirri röð sem þeir skip­uðu list­ann. Hafi kjör­inn bæj­ar­ráðs­mað­ur ver­ið kjör­inn bæj­ar­full­trúi í óbund­inni kosn­ingu skal vara­mað­ur hans kos­inn úr hópi aðal- og vara­manna í bæj­ar­stjórn, sbr. 26. gr. sam­þykkt­ar þess­ar­ar.

B. Til fjög­urra ára. Eft­ir­tald­ar fasta­nefnd­ir á veg­um Mos­fells­bæj­ar.

Á fyrsta eða öðr­um fundi að aflokn­um sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um:

 1. Fjöl­skyldu­nefnd. Fimm að­al­menn og jafn­marg­ir til vara. Bæj­ar­stjórn kýs formann og vara­formann nefnd­ar­inn­ar. Nefnd­in fer með fé­lags­mál og hús­næð­is­mál eft­ir því sem kveð­ið er á um í lög­um um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga nr. 40/1991, lög­um um hús­næð­is­mál nr. 44/1998 og í sam­þykkt bæj­ar­stjórn­ar um nefnd­ina. Nefnd­in fer með verk­efni barna­vernd­ar­nefnd­ar sam­kvæmt barna­vernd­ar­lög­um nr. 80/2002. Jafn­framt fer nefnd­in með jafn­rétt­is­mál eft­ir því sem nán­ar er kveð­ið á um í lög­um um jafna stöðu og jafn­an rétt kvenna og karla nr. 10/2008.
 2. Fræðslu­nefnd. Fimm að­al­menn og jafn­marg­ir til vara. Bæj­ar­stjórn kýs formann og vara­formann nefnd­ar­inn­ar. Fræðslu­nefnd fer með fræðslu­mál eft­ir því sem nán­ar er kveð­ið á um í sam­þykkt bæj­ar­stjórn­ar um nefnd­ina. Nefnd­in fer með verk­efni skóla­nefnd­ar sam­kvæmt lög­um um grunn­skóla nr. 91/2008 og verk­efni leik­skóla­nefndar sam­kvæmt lög­um um leik­skóla nr. 90/2008. Nefnd­in fer enn­fremur með mál­efni Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar, þar und­ir tón­list­ar­deild­ar skól­ans sam­kvæmt lög­um um fjár­hags­leg­an stuðn­ing við tón­list­ar­skóla nr. 75/1985.
 3. Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd. Fimm að­al­menn og jafn­marg­ir til vara. Bæj­ar­stjórn kýs formann og vara­formann nefnd­ar­inn­ar. Nefnd­in fer með íþrótta- og tóm­stunda­mál eft­ir því sem nán­ar er kveð­ið á um í sam­þykkt bæj­ar­stjórn­ar um nefnd­ina.
 4. Menn­ing­ar­mála­nefnd. Fimm að­al­menn og jafn­marg­ir til vara. Bæj­ar­stjórn kýs formann og vara­formann nefnd­ar­inn­ar. Menn­ing­ar­mála­nefnd fer með menn­ingar­mál eft­ir því sem nán­ar er kveð­ið á um í sam­þykkt bæj­ar­stjórn­ar um nefnd­ina. Nefnd­in fer með mál­efni Bóka­safns Mos­fells­bæj­ar, sbr. bóka­safna­lög nr. 150/2012. Nefnd­in er bæj­ar­stjórn til ráðu­neyt­is um vernd­un gam­alla húsa og fornra minja sam­kvæmt lög­um um Þjóð­minja­safn Ís­lands nr. 140/2011. Nefnd­in fer með vina­bæj­ar­sam­skipti, mál­efni fé­lags­heim­il­is­ins Hlé­garðs, hef­ur um­sjón með lista­verka­eign bæj­ar­ins og fer með mál­efni Lista- og menn­ing­ar­sjóðs bæjar­ins.
 5. Skipu­lags­nefnd. Fimm að­al­menn og jafn­marg­ir til vara. Bæj­ar­stjórn kýs formann og vara­formann nefnd­ar­inn­ar. Nefnd­in fer með skipu­lags­mál sam­kvæmt ákvæð­um skipu­lagslaga nr. 123/2010 og önn­ur verk­efni eft­ir því sem nán­ar er kveð­ið á um í sam­þykkt bæj­ar­stjórn­ar um nefnd­ina. Nefnd­in fer með verk­efni umferðar­nefndar sam­kvæmt um­ferð­ar­lög­um nr. 50/1987.
 6. Um­hverf­is­nefnd. Fimm að­al­menn og jafn­marg­ir til vara. Bæj­ar­stjórn kýs formann og vara­formann nefnd­ar­inn­ar. Nefnd­in fer með um­hverf­is­mál eft­ir því sem nán­ar er kveð­ið á um í sam­þykkt bæj­ar­stjórn­ar um nefnd­ina. Hún fer með verk­efni nátt­úru­vernd­ar­nefnd­ar sam­kvæmt lög­um um nátt­úru­vernd nr. 44/1999 og verk­efni gróð­ur­vernd­ar­nefnd­ar sam­kvæmt lög­um um land­græðslu nr. 17/1965. Nefnd­in hef­ur eft­ir­lit með fjallskila- og af­rétt­ar­mál­um.
 7. Ung­menna­ráð. Níu að­al­menn og jafn­marg­ir til vara til­nefnd­ir af eldri deild­um grunn­skól­anna og Fram­halds­skól­an­um í Mos­fells­bæ. Ung­menna­ráð kýs sér sjálft formann og vara­formann þess. Ung­menna­ráð fer með mál­efni ung­menna eft­ir því sem nán­ar er kveð­ið á um í sam­þykkt bæj­ar­stjórn­ar fyr­ir ung­menna­ráð.
 8. Þró­un­ar- og ferða­mála­nefnd. Fimm að­al­menn og jafn­marg­ir til vara. Bæj­ar­stjórn kýs formann og vara­formann nefnd­ar­inn­ar. Nefnd­in fer með þró­un­ar- og ferða­mál eft­ir því sem nán­ar er kveð­ið á um í sam­þykkt bæj­ar­stjórn­ar um nefnd­ina.
 9. Yfir­kjör­stjórn og kjör­stjórn­ir. Þrír að­al­menn og jafn­marg­ir til vara skv. 14. gr. laga um kosn­ing­ar til sveit­ar­stjórna nr. 5/1998 og skv. 10. gr. laga um kosn­ing­ar til Al­þing­is nr. 24/2000 og á sama hátt þrír að­al­menn og jafn­marg­ir til vara í kjör­stjórnir fyr­ir hverja kjör­deild. Yfir­kjör­stjórn kýs sér sjálf formann og vara­formann. Yfir­kjör­stjórn ákveð­ur skip­an for­manns og vara­for­manns undir­kjörstjórna.

C. Til fjög­urra ára. Eft­ir­tald­ar sam­starfs­nefnd­ir og ráð.

Á fyrsta eða öðr­um fundi að aflokn­um sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um.

 1. Al­manna­varna­nefnd höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Tveir að­al­menn og jafn­marg­ir til vara í sam­eig­in­lega al­manna­varn­ar­nefnd höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, þ.e. Hafnarfjarðar­kaupstaðar, Garða­bæj­ar, Kópa­vogs­bæj­ar, Seltjarn­ar­nes­bæj­ar, Reykjavíkur­borgar, Mos­fells­bæj­ar og Kjós­ar­hrepps sam­kvæmt sam­komu­lagi sveitar­félag­anna þar um og stað­fest­ingu inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins.
 2. Búfjáreft­ir­lits­nefnd. Einn aðal­mað­ur til setu í sam­eig­in­legri búfjáreft­ir­lits­nefnd Reykja­vík­ur­borg­ar, Seltjarn­ar­nes­bæj­ar, Mos­fells­bæj­ar og Kjós­ar­hrepps og ann­an til vara skv. lög­um um búfjár­hald nr. 38/2013.
 3. Full­trúa­ráð Eign­ar­halds­fé­lags Bruna­bóta­fé­lags Ís­lands. Einn aðal­mað­ur og ann­ar til vara skv. 9. gr. laga um Eign­ar­halds­fé­lag­ið Bruna­bóta­fé­lag Ís­lands nr. 68/1994.
 4. Full­trúa­ráð Eir­ar. Þrír að­al­menn og þrír vara­menn.
 5. Full­trúa­ráð Sam­bands sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (SSH). Tveir að­al­menn.
 6. Heil­brigð­is­nefnd Kjós­ar­svæð­is. Tveir að­al­menn og tveir til vara í heil­brigð­is­nefnd Kjós­ar­svæð­is og er kjör­tíma­bil þeirra hið sama og bæj­ar­stjórn­ar.
 7. Lands­þing Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga. Fjór­ir að­al­menn og jafn­marg­ir til vara skv. lög­um Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga.
 8. Launa­mála­ráð­stefna launa­nefnd­ar sveit­ar­fé­laga. Allt að þrír full­trú­ar og þrír til vara.
 9. Sam­ráð­s­nefnd Mos­fells­bæj­ar og STAMOS. Tveir að­al­menn.
 10. Sam­starfs­nefnd um mál­efni lög­regl­unn­ar. Einn aðal­mað­ur í sam­starfs­nefnd­ina skv. 12. gr. lög­reglu­laga nr. 90/1996.
 11. Skóla­nefnd Borg­ar­holts­skóla. Einn aðal­mað­ur og einn vara­mað­ur.
 12. Skóla­nefnd Fram­halds­skól­ans í Mos­fells­bæ. Tveir að­al­menn og tveir vara­menn.
 13. Stjórn skíða­svæð­is höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og Bláfjalla­fólkvangs bs. Einn aðal­maður og einn vara­mað­ur.
 14. Stjórn Sorpu bs. Einn aðal­mað­ur og einn vara­mað­ur.
 15. Stjórn Strætó bs. Einn aðal­mað­ur og einn vara­mað­ur.
 16. Stjórn SHS bs. Einn vara­mað­ur. Bæj­ar­stjóri alltaf aðal­mað­ur.
 17. Stjórn SSH. Einn vara­mað­ur. Bæj­ar­stjóri alltaf aðal­mað­ur.
 18. Svæð­is­skipu­lags­ráð SSH. Tveir að­al­menn.
 19. Þjón­ustu­hóp­ur aldr­aðra. Einn aðal­mað­ur og einn vara­mað­ur skv. 7. gr. laga um mál­efni aldr­aðra nr. 125/1999 og sam­komu­lagi við sveit­ar­fé­lög sem að­ild eiga að sama heilsu­gæslu­um­dæmi.

D. Verk­efna­bundn­ar nefnd­ir.

Bæj­ar­stjórn get­ur skip­að nefnd­ir til að vinna að af­mörk­uð­um verk­efn­um. Um­boð slíkra nefnda fell­ur sjálf­krafa nið­ur við lok kjör­tíma­bils bæj­ar­stjórn­ar eða fyrr ef verki nefnd­ar­inn­ar er lok­ið.
Bæj­ar­stjórn get­ur aft­ur­kall­að um­boð slíkr­ar nefnd­ar hvenær sem er.

VII. KAFLI – Fram­kvæmda­stjóri og aðr­ir starfs­menn sveit­ar­fé­lags­ins.

47. gr. Ráðn­ing fram­kvæmda­stjóra.

Bæj­ar­stjórn ræð­ur bæj­ar­stjóra. Gera skal skrif­leg­an ráðn­ing­ar­samn­ing við hann þar sem með­al ann­ars skal kveð­ið á um ráðn­ing­ar­tíma hans, kaup og kjör. Ráðn­ing­ar­samn­ing­ur skal stað­fest­ur af bæj­ar­stjórn.

48. gr. Hlut­verk bæj­ar­stjóra.

Bæj­ar­stjóri er æðsti yf­ir­mað­ur starfs­liðs bæj­ar­ins. Hann skal sjá um að stjórn­sýsla sveit­ar­fé­lags­ins sam­ræm­ist lög­um, sam­þykkt­um og við­eig­andi fyr­ir­mæl­um yf­ir­manna.

Bæj­ar­stjóri und­ir­býr fundi bæj­ar­ráðs og bæj­ar­stjórn­ar, sem­ur dag­skrá og boð­ar til funda í sam­ræmi við 9.-29. gr. Hann boð­ar einnig fyrsta fund ný­kjör­inna nefnda, sbr. 46. gr.

Bæj­ar­stjóri skal sitja fundi bæj­ar­stjórn­ar með mál­frelsi og til­lögu­rétt en hann hef­ur ekki at­kvæð­is­rétt nema hann sé kjör­inn bæj­ar­full­trúi. Sé bæj­ar­stjóri kjör­inn bæj­ar­full­trúi telst hann ávallt sitja fund­inn sem slík­ur án þess að van­rækja mæt­ing­ar­skyldu sína skv. 22. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011.

Bæj­ar­stjóri hef­ur og rétt til setu á fund­um nefnda bæj­ar­ins með sömu rétt­ind­um, sbr. 3. mgr.

Bæj­ar­stjóri hef­ur á hendi fram­kvæmd ákvarð­ana bæj­ar­stjórn­ar og mál­efna bæj­ar­ins að svo miklu leyti sem bæj­ar­stjórn hef­ur ekki ákveð­ið ann­að.

Bæj­ar­stjóri er prókúru­hafi bæj­ar­sjóðs. Hann und­ir­rit­ar skjöl varð­andi kaup, sölu og ráð­stöf­un fast­eigna bæj­ar­ins, lán­tök­ur og ábyrgð­ir, svo og önn­ur skjöl sem fela í sér skuld­bind­ing­ar eða ráð­staf­an­ir sem sam­þykki bæj­ar­stjórn­ar þarf til. Bæj­ar­stjóra er heim­ilt með sam­þykki bæj­ar­stjórn­ar að veita öðr­um starfs­manni bæj­ar­ins prókúru.

Fram­kvæmda­stjóri stjórn­sýslu­sviðs gegn­ir störf­um bæj­ar­stjóra í for­föll­um hans nema bæj­ar­stjórn feli það öðr­um.

49. gr. Ráðn­ing í æðstu stjórn­un­ar­stöð­ur.

Bæj­ar­stjórn ræð­ur fram­kvæmda­stjóra sviða og veit­ir þeim lausn frá störf­um.

50. gr. Um ráðn­ingu annarra starfs­manna.

Bæj­ar­stjórn set­ur á grund­velli þess­ar­ar grein­ar regl­ur um ráðn­ing­ar annarra helstu starfs­manna, lausn frá störf­um, laun­uð og launa­laus leyfi, ráðn­inga­mál á veg­um for­stöðu­manna, með­ferð gagna, hlut­verk launa­deild­ar, mannauðs­mál o.fl.

51. gr. Framsal bæj­ar­stjórn­ar til starfs­manna til fulln­að­ar­af­greiðslu mála.

Um framsal bæj­ar­stjórn­ar til starfs­manna til fulln­að­ar­af­greiðslu mála vís­ast til 35. gr. þess­ar­ar sam­þykkt­ar.

52. gr. Þagn­ar­skylda starfs­manna.

Starfs­menn Mos­fells­bæj­ar og aðr­ir sem sveit­ar­fé­lag­ið ræð­ur til vinnu við ákveð­in verk­efni eru bundn­ir þagn­ar­skyldu um at­riði sem þeir fá vitn­eskju um í starfi sínu og leynt eiga að fara sam­kvæmt lög­um, fyr­ir­mæl­um yf­ir­boð­ara eða eðli máls. Þagn­ar­skylda helst þótt lát­ið sé af starfi.

53. gr. Um starfs­kjör og rétt­indi starfs­manna.

Um starfs­kjör, rétt­indi og skyld­ur starfs­manna bæj­ar­ins fer eft­ir ákvæð­um kjara­samn­inga hverju sinni og/eða ákvæð­um ráðn­ing­ar­samn­inga.

VIII. KAFLI – Fjár­mál sveit­ar­fé­lags­ins.

54. gr. Fjár­stjórn­ar­vald bæj­ar­stjórn­ar.

Ein­vörð­ungu bæj­ar­stjórn get­ur tek­ið ákvarð­an­ir um mál­efni sem varða veru­lega fjár­mál sveit­ar­fé­lags­ins. Til slíkra mál­efna telj­ast m.a. ákvarð­an­ir um eft­ir­tal­in at­riði séu ekki gerð­ar bein­ar und­an­tekn­ing­ar þar á með lög­um:

 1. stað­fest­ingu árs­reikn­ings,
 2. fjár­hags­áætl­un næst­kom­andi árs,
 3. fjár­hags­áætl­un til fjög­urra ára,
 4. við­auka við fjár­hags­áætlan­ir skv. 2. og 3. tölul.,
 5. lán, ábyrgð­ir eða aðr­ar fjár­hags­leg­ar skuld­bind­ing­ar sveit­ar­fé­lags­ins,
 6. sölu eigna sveit­ar­fé­lags­ins og annarra rétt­inda þess,
 7. álagn­ingu skatta og gjalda,
 8. ráðn­ingu eða upp­sögn end­ur­skoð­anda.

55. gr. Af­greiðsla og form fjár­hags­áætl­un­ar.

Bæj­ar­stjórn skal á hverju ári af­greiða fjár­hags­áætl­un fyr­ir kom­andi ár og næstu þrjú ár þar á eft­ir. Bæj­ar­ráð legg­ur sam­kvæmt 1. mgr. 62. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga til­lögu um fjár­hags­áætl­un fyr­ir bæj­ar­stjórn eigi síð­ar en 1. nóv­em­ber ár hvert. Bæj­ar­stjórn skal fjalla um hana á tveim­ur fund­um sem fram skulu fara með minnst tveggja vikna milli­bili. Að lok­inni um­ræðu bæj­ar­stjórn­ar skal af­greiða til­lög­una, þó ekki síð­ar en 15. des­em­ber ár hvert.

Fjár­hags­áætlan­ir skulu gefa glögga mynd af rekstri sveit­ar­fé­lags­ins, efna­hag og breyt­ingum á hand­bæru fé. Einnig skal þar koma fram greinag­ott yf­ir­lit um tekju­öfl­un, ráð­stöfun fjár­muna og fjár­heim­ild­ir sveit­ar­fé­lags­ins. Við gerð fjár­hags­áætl­ana skal hafa hlið­sjón af fjár­hags­legri stöðu sveit­ar­sjóðs og stofn­ana sveit­ar­fé­lags­ins við upp­haf áætl­unar­tímabilsins.

Bæj­ar­stjórn skal senda ráðu­neyt­inu fjár­hags­áætl­un inn­an fimmtán daga frá af­greiðslu henn­ar, sbr. 1. mgr. 76. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga. Sama á við um við­auka við fjárhags­áætlun.

56. gr. Bind­andi áhrif ákvörð­un­ar um fjár­hags­áætl­un árs­ins.

Ákvörð­un sem bæj­ar­stjórn tek­ur skv. 54. gr. sam­þykkt­ar þess­ar­ar og 62. gr. sveitar­stjórnarlaga um fjár­hags­áætl­un næst­kom­andi árs er bind­andi regla um all­ar fjár­hags­legar ráð­staf­an­ir af hálfu sveit­ar­fé­lags­ins. Aðr­ir geta þó ekki byggt sjálf­stæð­an rétt til fjár­fram­laga eða annarr­ar fyr­ir­greiðslu sveit­ar­fé­lags­ins á fjár­hags­áætl­un­um.

Óheim­ilt er að víkja frá fjár­hags­áætl­un skv. 1. mgr. nema bæj­ar­stjórn hafi áður sam­þykkt við­auka við áætl­un­ina. Á þetta við um hvers kyns ákvarð­an­ir, samn­inga eða aðr­ar fjár­hags­leg­ar ráð­staf­an­ir sem hafa í för með sér breyt­ing­ar á tekj­um, út­gjöld­um, skuld­bind­ing­um eða til­færsl­ur milli liða í fjár­hags­áætl­un í þeg­ar sam­þykktri áætl­un. Við­auki er ekki gild­ur nema hann feli einnig í sér út­færða ákvörð­un um það hvernig þeim út­gjöld­um eða tekju­lækk­un sem gert er ráð fyr­ir verði mætt. Á það einnig við þótt heild­ar­út­gjöld eða heild­ar­tekj­ur breyt­ist ekki vegna sam­þykkt­ar hans.

Þrátt fyr­ir 2. mgr. má í und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um gera þær ráð­staf­an­ir sem skylt er sam­kvæmt lög­um eða öðr­um bind­andi rétt­ar­regl­um án þess að bæj­ar­stjórn hafi áður sam­þykkt við­auka, enda þoli þær ekki bið. Við­hlít­andi heim­ild­ar bæj­ar­stjórn­ar skal þá afla svo fljótt sem auð­ið er. Skal er­indi um slíka heim­ild lagt fyr­ir þeg­ar á næsta fundi bæj­ar­stjórn­ar­inn­ar.

57. gr. Fjár­mála­regl­ur og við­mið um af­komu sveit­ar­fé­lags­ins.

Bæj­ar­stjórn ber að sjá til þess að rekstri, fjár­fest­ing­um og ráð­stöf­un eigna og sjóða sé þannig hag­að á hverj­um tíma að sveit­ar­fé­lag­ið muni til fram­tíð­ar geta sinnt skyldu­bundnum verk­efn­um sín­um, sbr. 64. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga og ákvæði reglu­gerð­ar nr. 502/2012 um fjár­hags­leg við­mið og eft­ir­lit með fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga.

58. gr. Ábyrg með­ferð fjár­muna og heim­ild­ir til fjár­skuld­bind­inga.

Bæj­ar­stjórn skal gæta ábyrgð­ar við með­ferð fjár­muna sveit­ar­fé­lags­ins og varð­veita fjár­muni með ábyrg­um hætti, svo sem á inn­láns­reikn­ing­um fjár­mála­stofn­ana eða með því að kaupa rík­is­tryggð verð­bréf. Um heim­ild­ir til fjár­fest­inga í hagn­að­ar­skyni fer skv. ákvæð­um 65. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga.

Áður en bæj­ar­stjórn tek­ur ákvörð­un um fjár­fest­ingu, fram­kvæmd eða aðra skuld­bind­ingu sem nem­ur hærri fjár­hæð en 20% af skatt­tekj­um sveit­ar­fé­lags­ins yf­ir­stand­andi reikn­ings­ár er skylt að gera sér­stakt mat á áhrif­um henn­ar á fjár­hag sveit­ar­fé­lags­ins, sbr. ákvæði 66. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga.

Um heim­ild­ir sveit­ar­fé­lags­ins Mos­fells­bæj­ar til veð­setn­inga og að gang­ast í ábyrgð­ir fer skv. 68. og 69. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga.

59. gr. Árs­reikn­ing­ur.

Gera skal árs­reikn­ing fyr­ir sveit­ar­sjóð, stofn­an­ir sveit­ar­fé­lags­ins og fyr­ir­tæki þess. Jafn­framt skal gera sam­stæð­u­reikn­ing fyr­ir sveit­ar­fé­lag­ið, þ.e. sveit­ar­sjóð, stofn­an­ir þess og fyr­ir­tæki með sjálf­stætt reikn­ings­hald, sbr. 60. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga. Árs­reikn­ing­ur skal gerð­ur sam­kvæmt lög­um um árs­reikn­inga, regl­um sett­um sam­kvæmt þeim lög­um og sveit­ar­stjórn­ar­lög­um, sem og góðri reikn­ings­skila­venju.

Árs­reikn­ing­ur sveit­ar­fé­lags­ins skal full­gerð­ur og sam­þykkt­ur af bæj­ar­ráði og til­bú­inn til end­ur­skoð­un­ar og af­greiðslu í bæj­ar­stjórn fyr­ir 15. apríl ár hvert.

Bæj­ar­stjórn skal hafa lok­ið stað­fest­ingu árs­reikn­ings sveit­ar­fé­lags­ins, stofn­ana og fyrir­tækja þess eigi síð­ar en 15. maí ár hvert.

Árs­reikn­ing sveit­ar­fé­lags­ins, ásamt skýrslu end­ur­skoð­anda, skal senda ráðu­neyti sveitar­stjórnar­mála og Hag­stofu Ís­lands ekki síð­ar en 20. maí ár hvert.

60. gr. End­ur­skoð­un árs­reikn­inga.

Bæj­ar­stjórn ræð­ur lög­gilt­an end­ur­skoð­anda eða end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæki sem ann­ast skal end­ur­skoð­un árs­reikn­inga hjá sveit­ar­fé­lag­inu. End­ur­skoð­un fer eft­ir lög­um um endur­skoðendur, lög­um um árs­reikn­inga og al­þjóð­leg­um end­ur­skoð­un­ar­stöðl­um, sem og fyrir­mælum 72. og 73. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga.

IX. KAFLI – Sam­ráð við íbúa – Þátt­tök­u­lýð­ræði.

61. gr. Al­menn at­kvæða­greiðsla að frum­kvæði íbúa.

Ef minnst 20% þeirra sem kosn­ing­ar­rétt eiga í sveit­ar­fé­lag­inu óska al­mennr­ar atkvæða­greiðslu skv. 108. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga skal bæj­ar­stjórn verða við því eigi síð­ar en inn­an árs frá því að slík ósk berst.

Um fram­kvæmd und­ir­skrifta­söfn­un­ar, hlut­verk bæj­ar­stjórn­ar og fram­kvæmd al­mennr­ar at­kvæða­greiðslu fer skv. 107. og 108. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011.

62. gr. Breyt­ing á sam­þykkt.

Til þess að gera breyt­ingu á sam­þykkt þess­ari þarf um­ræð­ur á tveim­ur fund­um í bæjar­stjórn með a.m.k. viku milli­bili, sam­þykki meiri­hluta at­kvæða og stað­fest­ingu ráð­herra sveit­ar­stjórn­ar­mála.

63. gr. Gild­istaka.

Sam­þykkt þessi, sem bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar hef­ur sett skv. 9. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, stað­fest­ist hér með til að öðl­ast þeg­ar gildi. Jafn­framt fell­ur úr gildi sam­þykkt um stjórn Mos­fells­bæj­ar og fund­ar­sköp bæj­ar­stjórn­ar nr. 621/2010.

64. gr. Ákvæði til bráða­birgða.

Þrátt fyr­ir ákvæði 1. gr. um að fjöldi full­trúa í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar skuli vera níu tek­ur það ákvæði fyrst gildi við upp­haf kjör­tíma­bils­ins 2014-2018 en þang­að til sitja sjö full­trú­ar í bæj­ar­stjórn­inni.

Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu, 21. fe­brú­ar 2014.

F. h. r.
Her­mann Sæ­munds­son.

Stef­an­ía Trausta­dótt­ir.

B deild – Út­gáfud.: 7. mars 2014