Nr. 1487
7. desember 2021
1. gr.
Á eftir 13. gr. samþykktarinnar kemur ný grein 13. gr. a, svohljóðandi:
Þátttaka í fundi með rafrænum hætti.
Bæjarfulltrúum/nefndarmönnum í sveitarstjórn, nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins er heimilt að taka þátt í fundum með rafrænum hætti, séu þeir staddir í sveitarfélaginu Mosfellsbæ eða í erindagjörðum innanlands á vegum þess. Fer um framkvæmd slíkra funda skv. leiðbeiningum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, sbr. 2. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga.
2. gr.
Samþykkt þessi, sem bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur sett samkvæmt ákvæðum 9. og 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 7. desember 2021.
F. h. r.
Guðni Geir Einarsson.
Hafdís Gísladóttir.
B-deild – Útgáfud.: 21. desember 2021