Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Sé mun­ur á upp­setn­ingu texta hér að neð­an og í PDF skjali gild­ir PDF skjal­ið.
1230/2020 (pdf).

Nr. 1230/2020

7. des­em­ber 2020

1. gr.
35. gr. sam­þykkt­ar­inn­ar breyt­ist og verð­ur ásamt fyr­ir­sögn svohljóð­andi:

35. gr.
Valdsvið nefnda og framsal bæj­ar­stjórn­ar til fasta­nefnda og starfs­manna á valdi til fulln­að­ar­af­greiðslu mála og end­urupp­taka.

Um hlut­verk og valdsvið nefnda, ráða og stjórna á veg­um bæj­ar­ins og að­komu starfs­manna að starfi þeirra, fer eft­ir því sem ákveð­ið er í lög­um, reglu­gerð­um eða sam­þykktum um nefnd­ir sem bæj­ar­stjórn set­ur þeim.

Í því skyni að stuðla að hag­ræð­ingu, skil­virkni og hrað­ari máls­með­ferð get­ur bæj­ar­stjórn ákveð­ið að fela fasta­nefnd á veg­um Mos­fells­bæj­ar fulln­að­ar­af­greiðslu er­inda sem ekki varða veru­lega fjár­hag bæj­ar­sjóðs nema lög eða eðli máls mæli sér­stak­lega gegn því.

Á sama hátt og með sömu skil­yrð­um og get­ur í 2. mgr. er bæj­ar­stjórn heim­ilt að fela ein­stök­um starfs­mönn­um inn­an stjórn­sýslu Mos­fells­bæj­ar fulln­að­ar­af­greiðslu er­inda.

Þeg­ar sveit­ar­stjórn nýt­ir heim­ild­ir skv. 2. og 3. mgr. skal kveð­ið á um heim­ild­ir til fullnaðar­afgreiðslu nefnda og emb­ætt­is­manna í sam­þykkt um stjórn og fund­ar­sköp eða í sér­stök­um við­auka með sam­þykkt þess­ari.

Bæj­ar­stjórn, bæj­ar­ráð eða hlut­að­eig­andi nefnd skal hafa eft­ir­lit með af­greiðslu er­inda sam­kvæmt þess­ari grein og kalla eft­ir reglu­leg­um skýrsl­um um ákvarð­an­ir sem tekn­ar eru á grund­velli henn­ar.

Sá starfs­mað­ur sem feng­ið hef­ur fram­selt vald til fulln­að­ar­af­greiðslu skv. 3. mgr., eða þriðj­ungur full­trúa ef um fasta­nefnd er að ræða, sbr. 2. mgr., get­ur ávallt ósk­að eft­ir því að bæj­ar­stjórn, bæj­ar­ráð eða við­kom­andi nefnd sam­kvæmt sam­þykkt þess­ari taki ákvörð­un um er­indi.

Að upp­fyllt­um skil­yrð­um 24. gr. stjórn­sýslu­laga nr. 37/1993, um end­urupp­töku, á að­ili máls rétt á því að mál hans verði tek­ið fyr­ir á ný. Beiðni um end­urupp­töku skal beint til bæj­ar­ráðs.

2. gr.
Á eft­ir 35. gr. kem­ur ný grein, 35. gr. a, svohljóð­andi:

35. gr. a
Framsal á fulln­að­ar­ákvörð­un­ar­valdi.

Ákvörð­un­ar­vald bæj­ar­stjórn­ar um hvort fram­kvæmd skuli sæta mati á um­hverf­isáhrif­um skal, þeg­ar sveit­ar­fé­lag­ið sjálft er fram­kvæmdarað­il­inn, fær­ast til skipu­lags­nefnd­ar í formi fullnaðar­ákvörð­unar­valds.

3. gr.
46. gr. sam­þykkt­ar­inn­ar breyt­ist og verð­ur svohljóð­andi:

Bæj­ar­stjórn kýs í eft­ir­tald­ar nefnd­ir, ráð og stjórn­ir:

A) Til eins árs. Á fundi í júní ár hvert:

1. Bæj­ar­ráð. Þrír að­al­menn úr hópi að­al­manna í bæj­ar­stjórn skv. 35. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011 og formað­ur og vara­formað­ur ráðs­ins. Aðal- og var­a­full­trú­ar sem kosn­ingu hafa hlot­ið af sama fram­boðs­lista og hinn kjörni bæj­ar­ráðs­mað­ur verða sjálf­krafa vara­menn hans í þeirri röð sem þeir skip­uðu list­ann. Hafi kjör­inn bæj­ar­ráðs­mað­ur ver­ið kjör­inn bæj­ar­full­trúi í óbund­inni kosn­ingu skal vara­mað­ur hans kos­inn úr hópi aðal- og vara­manna í bæj­ar­stjórn, sbr. 26. gr. sam­þykkt­ar þess­ar­ar.

B) Til fjög­urra ára. Eft­ir­tald­ar fasta­nefnd­ir á veg­um Mos­fells­bæj­ar. Á fyrsta eða öðr­um fundi að aflokn­um sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um: Fjöl­skyldu­nefnd. Fimm að­al­menn og jafn­marg­ir til vara. Bæj­ar­stjórn kýs formann og vara­formann nefnd­ar­inn­ar. Nefnd­in fer með fé­lags­mál og húsnæðis­mál eft­ir því sem kveð­ið er á um í lög­um um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga nr. 40/1991, lög­um um hús­næð­is­mál nr. 44/1998 og í sam­þykkt bæj­ar­stjórn­ar um nefnd­ina. Nefnd­in fer með verk­efni barna­vernd­ar­nefnd­ar sam­kvæmt barna­vernd­ar­lög­um nr. 80/2002.

2. Fræðslu­nefnd. Fimm að­al­menn og jafn­marg­ir til vara. Bæj­ar­stjórn kýs formann og vara­formann nefnd­ar­inn­ar. Fræðslu­nefnd fer með fræðslu­mál eft­ir því sem nán­ar er kveð­ið á um í sam­þykkt bæj­ar­stjórn­ar um nefnd­ina. Nefnd­in fer með verk­efni skóla­nefndar sam­kvæmt lög­um um grunn­skóla nr. 91/2008 og verk­efni leik­skóla­nefnd­ar sam­kvæmt lög­um um leik­skóla nr. 90/2008. Nefnd­in fer enn frem­ur með mál­efni Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar, þar und­ir tón­list­ar­deild­ar skól­ans sam­kvæmt lög­um um fjárhags­legan stuðn­ing við tón­list­ar­skóla nr. 75/1985.

3. Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd. Fimm að­al­menn og jafn­marg­ir til vara. Bæj­ar­stjórn kýs formann og vara­formann nefnd­ar­inn­ar. Nefnd­in fer með íþrótta- og tóm­stunda­mál eft­ir því sem nán­ar er kveð­ið á um í sam­þykkt bæj­ar­stjórn­ar um nefnd­ina.

4. Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­nefnd. Fimm að­al­menn og jafn­marg­ir til vara. Bæj­ar­stjórn kýs for­mann og vara­formann nefnd­ar­inn­ar. Nefnd­in fer með lýð­ræð­is­mál og mann­réttinda­mál eft­ir því sem nán­ar er kveð­ið á um í sam­þykkt bæj­ar­stjórn­ar um nefnd­ina. Jafn­framt fer nefnd­in með jafn­rétt­is­mál eft­ir því sem nán­ar er kveð­ið á um í lög­um um jafna stöðu og jafn­an rétt kvenna og karla nr. 10/2008.

5. Menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd. Fimm að­al­menn og jafn­marg­ir til vara. Bæj­ar­stjórn kýs for­mann og vara­formann nefnd­ar­inn­ar. Menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd fer með menn­ingar-, þró­un­ar- og at­vinnu­mál eft­ir því sem nán­ar er kveð­ið á um í sam­þykkt bæjar­stjórnar um nefnd­ina. Nefnd­in fer með mál­efni Bóka­safns Mos­fells­bæj­ar, sbr. bókasafna­lög nr. 150/2012. Nefnd­in er bæj­ar­stjórn til ráðu­neyt­is um vernd­un gam­alla húsa og fornra minja sam­kvæmt safna­lög­um nr. 141/2011 og lög­um um menn­ingar­minjar nr. 80/2012. Nefnd­in fer með vina­bæjar­samskipti, mál­efni félags­heimilis­ins Hlé­garðs, hef­ur um­sjón með lista­verka­eign bæj­ar­ins og fer með mál­efni Lista- og menningar­sjóðs bæj­ar­ins. Þá ann­ast nefnd­in við­ur­kenn­ing­ar fyr­ir verk­efni á sviði ný­sköp­un­ar og at­vinnu­þró­un­ar.

6. Skipu­lags­nefnd. Fimm að­al­menn og jafn­marg­ir til vara. Bæj­ar­stjórn kýs formann og vara­formann nefnd­ar­inn­ar. Nefnd­in fer með skipu­lags­mál sam­kvæmt ákvæð­um skipulags­laga nr. 123/2010 og önn­ur verk­efni eft­ir því sem nán­ar er kveð­ið á um í sam­þykkt bæj­ar­stjórn­ar um nefnd­ina. Nefnd­in fer með verk­efni um­ferð­ar­nefnd­ar sam­kvæmt um­ferð­ar­lög­um nr. 77/2019.

7. Um­hverf­is­nefnd. Fimm að­al­menn og jafn­marg­ir til vara. Bæj­ar­stjórn kýs formann og vara­for­mann nefnd­ar­inn­ar. Nefnd­in fer með um­hverf­is­mál eft­ir því sem nán­ar er kveð­ið á um í sam­þykkt bæj­ar­stjórn­ar um nefnd­ina. Hún fer með verk­efni náttúru­verndar­nefndar sam­kvæmt lög­um um nátt­úru­vernd nr. 60/2013 og verk­efni gróðurverndar­nefndar sam­kvæmt lög­um um land­græðslu nr. 155/2018. Nefnd­in hef­ur eft­ir­lit með fjallskila- og af­rétt­ar­mál­um.

8. Ung­menna­ráð. Níu að­al­menn og jafn­marg­ir til vara til­nefnd­ir af eldri deild­um grunn­skólanna og Fram­halds­skól­an­um í Mos­fells­bæ. Ung­menna­ráð kýs sér sjálft formann og vara­formann þess. Ung­menna­ráð fer með mál­efni ung­menna eft­ir því sem nán­ar er kveð­ið á um í sam­þykkt bæj­ar­stjórn­ar fyr­ir ung­menna­ráð.

9. Yfir­kjör­stjórn og kjör­stjórn­ir. Þrír að­al­menn og jafn­marg­ir til vara skv. 14. gr. laga um kosn­ingar til sveit­ar­stjórna nr. 5/1998 og skv. 11. gr. laga um kosn­ing­ar til Al­þing­is nr. 24/2000 og á sama hátt þrír að­al­menn og jafn­marg­ir til vara í kjör­stjórn­ir fyr­ir hverja kjör­deild. Yfir­kjörstjórn kýs sér sjálf formann og vara­formann. Yfir­kjör­stjórn ákveð­ur skip­an for­manns og vara­for­manns undir­kjör­stjórna.

10. Öld­unga­ráð. Sjö að­al­menn, þar af þrír sem til­nefnd­ir eru af Fé­lagi aldr­aðra í Mos­fells­bæ og ná­grenni (FaMos) og einn sem til­nefnd­ur er af heilsu­gæslu Mos­fellsum­dæm­is. Jafn­marg­ir vara­menn eru kjörn­ir með sama hætti.

11. Not­enda­ráð þjón­ustu­svæð­is Mos­fells­bæj­ar og Kjós­ar­hrepps um mál­efni fatl­aðs fólks. Fjór­ir aðal­menn, þar af tveir sem til­nefnd­ir eru af Lands­sam­tök­un­um Þroska­hjálp og Ör­yrkja­banda­lagi Ís­lands. Jafn­marg­ir vara­menn eru kjörn­ir með sama hætti. Tveir full­trú­ar og jafn­marg­ir til vara eru kjörn­ir af sveit­ar­stjórn Kjós­ar­hrepps.

C) Til fjög­urra ára. Eft­ir­tald­ar sam­starfs­nefnd­ir og ráð. Á fyrsta eða öðr­um fundi að aflokn­um sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um.

1. Al­manna­varna­nefnd höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Tveir að­al­menn og jafn­marg­ir til vara í sam­eigin­­lega al­manna­varn­ar­nefnd höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, þ.e. Hafn­ar­fjarð­ar­kaupstað­ar, Garða­bæj­ar, Kópavogs­bæjar, Seltjarn­ar­nes­bæj­ar, Reykja­vík­ur­borg­ar, Mos­fells­bæj­ar og Kjós­ar­hrepps sam­kvæmt sam­komu­lagi sveit­ar­fé­lag­anna þar um og stað­fest­ingu ráðu­neytisins.

2. Full­trúa­ráð Eign­ar­halds­fé­lags Bruna­bóta­fé­lags Ís­lands. Einn aðal­mað­ur og ann­ar til vara skv. 9. gr. laga um Eign­ar­halds­fé­lag­ið Bruna­bóta­fé­lag Ís­lands nr. 68/1994. 3. Full­trúa­ráð Sam­bands sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (SSH). Tveir að­al­menn.

4. Heil­brigð­is­nefnd Kjós­ar­svæð­is. Tveir að­al­menn og tveir til vara í heil­brigð­is­nefnd Kjós­ar­svæð­is og er kjör­tíma­bil þeirra hið sama og bæj­ar­stjórn­ar.

5. Lands­þing Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga. Fjór­ir að­al­menn og jafn­marg­ir til vara skv. lög­um Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga.

6. Skóla­nefnd Borg­ar­holts­skóla. Einn aðal­mað­ur og einn vara­mað­ur.

7. Skóla­nefnd Fram­halds­skól­ans í Mos­fells­bæ. Tveir að­al­menn og tveir vara­menn.

8. Stjórn skíða­svæð­is höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og Bláfjalla­fólkvangs bs. Einn aðal­mað­ur og einn vara­mað­ur.

9. Stjórn Sorpu bs. Einn aðal­mað­ur og einn vara­mað­ur.

10. Stjórn Strætó bs. Einn aðal­mað­ur og einn vara­mað­ur.

11. Stjórn SHS bs. Einn vara­mað­ur. Bæj­ar­stjóri er alltaf aðal­mað­ur.

12. Stjórn SSH. Einn vara­mað­ur. Bæj­ar­stjóri er alltaf aðal­mað­ur.

13. Svæð­is­skipu­lags­ráð SSH. Tveir að­al­menn.

14. Þjón­ustu­hóp­ur aldr­aðra. Einn aðal­mað­ur og einn vara­mað­ur skv. 7. gr. laga um mál­efni aldr­aðra nr. 125/1999 og sam­komu­lagi við sveit­ar­fé­lög sem að­ild eiga að sama heilsugæslu­umdæmi.

D) Til fjög­urra ára. Eft­ir­tald­ar sam­starfs­nefnd­ir og ráð. Á fyrsta eða öðr­um fundi að liðn­um þrem­ur árum frá sveitar­stjórnar­kosningum:

1. Full­trúa­ráð Eir­ar. Þrír að­al­menn og þrír vara­menn.

E) Verk­efna­bundn­ar nefnd­ir.
Bæj­ar­stjórn get­ur skip­að nefnd­ir til að vinna að af­mörk­uð­um verk­efn­um. Um­boð slíkra nefnda fell­ur sjálf­krafa nið­ur við lok kjör­tíma­bils bæj­ar­stjórn­ar eða fyrr ef verki nefnd­ar­inn­ar er lok­ið. Bæj­ar­stjórn get­ur aft­ur­kall­að um­boð slíkr­ar nefnd­ar hvenær sem er.

4. gr.
Sam­þykkt þessi, sem bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar hef­ur sett skv. 9. gr. og 18. gr. sveitarstjórnar­laga nr. 138/2011, stað­fest­ist hér með til að öðl­ast þeg­ar gildi.

Sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­inu, 7. des­em­ber 2020.

F. h. r.
Guðni Geir Ein­ars­son.

Stef­an­ía Trausta­dótt­ir.

B deild – Út­gáfud.: 10. des­em­ber 2020.