Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. gr. Hæfi
Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd Mos­fells­bæj­ar (ÍTM) skal í lok hvers árs gang­ast fyr­ir út­nefn­ingu á íþrótta­konu og íþrót­ta­karli árs­ins í Mos­fells­bæ og skulu þau val­in úr hópi ein­stak­linga 16 ára og eldri sem eiga lög­heim­ili í Mos­fells­bæ.

2. gr. Til­nefn­ing og kjör
Íþrótta­kona og íþrót­ta­karl Mos­fells­bæj­ar skulu koma úr röð­um starf­andi íþrótta­fé­laga eða deilda íþrótta­fé­laga inn­an Mos­fells­bæj­ar eða frá fé­lög­um utan Mos­fells­bæj­ar. Íþrótta­fé­lag­ið skal vera inn­an vé­banda Íþrótta­sam­bands Ís­lands (ÍSÍ).

ÍTM sér um und­ir­bún­ing á kjöri íþrótta­konu og íþrót­ta­karls Mos­fells­bæj­ar og skal kalla eft­ir til­nefn­ing­um frá stjórn­um íþrótta­fé­laga í Mos­fells­bæ.

Aðal- og vara­mönn­um ÍTM og íþrótta­full­trúa Mos­fells­bæj­ar, er heim­ilt að til­nefna til kjörs á íþrótta­konu og íþrót­ta­karli aðra en þá sem íþrótta­fé­lög­in hafa til­nefnt.

Komi út­nefn­ing frá tveim­ur fé­lög­um í sömu íþrótta­grein­ar er ÍTM heim­ilt að leita til við­kom­andi sér­sam­bands inn­an ÍSÍ um álit.

Öll­um til­nefn­ingu skal fylgja grein­ar­gerð um íþrótta­leg af­rek og ann­að það sem ger­ir við­kom­andi að framúrsk­ar­andi íþrótta­manni.

Til­nefn­ing­ar eru all­ar birt­ar á vef­síðu Mos­fells­bæj­ar.

Íbú­um Mos­fells­bæj­ar gefst kost­ur á að velja íþrótta­konu og íþrótt­karl Mos­fells­bæj­ar með ra­f­rænni kosn­ingu á vef­síðu bæj­ar­ins.

Aðal- og vara­menn ÍTM fara yfir til­nefn­ing­ar og velja íþrótta­konu og íþrót­ta­karl Mos­fells­bæj­ar með hlið­sjón af með­fylgj­andi grein­ar­gerð­um.

At­kvæði aðal- og vara­manna ÍTM gilda 60% í kosn­ingu og at­kvæði bæj­ar­búa 40%.

3. gr. Verð­laun og við­ur­kenn­ing­ar
Af­hend­ing sæmd­ar­heit­is­ins íþrótta­kona og íþrót­ta­karl árs­ins í Mos­fells­bæ skal fara fram með við­höfn í upp­hafi árs. Veita skal far­and­bik­ar og við­ur­kenn­ingu til íþrótta­konu og til íþrót­ta­karls árs­ins.

Við sama tæki­færi skal veita við­ur­kenn­ing­ar til þeirra íþrótta­manna sem hafa skar­að fram úr í sín­um íþrótta­grein­um og eiga lög­heim­ili í Mos­fells­bæ. Íþrótta­fé­lag­ið skal vera inn­an vé­banda ÍSÍ.