Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Regl­ur um fé­lags­lega heima­þjón­ustu í Mos­fells­bæ.

I. kafli – Markmið, hlut­verk og skipu­lag fé­lags­legr­ar heima­þjón­ustu

1. gr. Markmið

Markmið fé­lags­legr­ar heima­þjón­ustu er að efla þjón­ustu­þega til sjálfs­hjálp­ar og gera hon­um kleift að búa sem lengst í heima­húsi við sem eðli­leg­ast­ar að­stæð­ur.

Starfs­menn hafa við mat á þjón­ustu­þörf ávallt að leið­ar­ljósi getu og færni um­sækj­anda, sem og annarra heim­il­is­manna.

2. gr. Hlut­verk

Hlut­verk fé­lags­legr­ar heima­þjón­ustu er að veita:

  • Að­stoð við heim­il­is­hald (sjá nán­ari skil­grein­ingu í samn­ingi um heima­þjón­ustu).
  • Að­stoð við per­sónu­lega um­hirðu, að því und­an­skildu sem lýt­ur að með­höndl­un sjúk­dóma og öðr­um þátt­um er þarfn­ast við­veru eða eft­ir­lits heil­brigð­is­starfs­fólks, s.s. lyfja­gjafa, per­sónu­leg þrif.
  • Fé­lags­leg­an stuðn­ing.
  • Heimsend­ingu á mat­ar­bökk­um.
  • Að­stoð við umönn­un barna og ung­menna með hlið­sjón af að­stæð­um þeg­ar um erf­ið­ar fjöl­skyldu­að­stæð­ur er að ræða, sbr. 13. gr. laga nr. 125/1999 um mál­efni aldr­aðra, 8. gr. laga nr. 59/1992 um mál­efni fatl­aðs fólks, 21. gr. barna­vernd­ar­laga nr. 58/1992 og VII. kafla laga nr. 40/1991 um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga.

3. gr. Rétt­ur til fé­lags­legr­ar heima­þjón­ustu

Rétt til fé­lags­legr­ar heima­þjón­ustu eiga:

  • Ein­stak­ling­ar sem búa í heima­hús­um og geta ekki séð hjálp­ar­laust, eða með að­stoð annarra heim­il­is­manna, um heim­il­is­hald og/eða per­sónu­lega um­hirðu vegna skertr­ar getu.
  • Ein­stak­ling­ar sem sök­um fjöl­skyldu­að­stæðna, álags, veik­inda eða barns­burð­ar geta ekki sinnt heim­il­is­haldi.

4. gr. Stjórn og yf­ir­um­sjón

Fjöl­skyldu­nefnd fer með stjórn fé­lags­legr­ar heima­þjón­ustu á veg­um Mos­fells­bæj­ar. Fé­lags­mála­stjóri hef­ur yf­ir­um­sjón með þjón­ust­unni. Starfs­mað­ur fjöl­skyldu­sviðs ber fag­lega ábyrgð á þjón­ust­unni, þ.m.t. mat á þjón­ustu­þörf. Eir hjúkr­un­ar­heim­ili ann­ast fram­kvæmd og dag­lega stjórn­un þjón­ust­unn­ar sam­kvæmt þjón­ustu­samn­ingi við Mos­fells­bæ.

II. kafli – Fram­kvæmd þjón­ust­unn­ar

5. gr. Um­sókn um fé­lags­lega heima­þjón­ustu

Um­sókn um fé­lags­lega heima­þjón­ustu skal vera á ra­f­ræn­um formi í þjón­ustugátt Mos­fells­bæj­ar.

Starfs­mað­ur fjöl­skyldu­sviðs met­ur þjón­ustu­þörf um­sækj­anda. Í um­sókn skulu koma fram upp­lýs­ing­ar um um­sækj­anda, sem og maka ef það á við, m.a. um per­sónu­leg­ar að­stæð­ur, lög­heim­ili og yf­ir­lit yfir tekj­ur.

Þá skal um­sækj­andi jafn­framt leggja fram:

  • Vott­orð sér­fræð­ings sem stað­fest­ir þörf um­sækj­anda fyr­ir þjón­ustu, sbr. 3. gr.
  • Yf­ir­lit yfir greiðsl­ur frá Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins þeg­ar það á við.
  • Ef um­sækj­andi ósk­ar eft­ir íviln­un vegna greiðslu á gjaldi fyr­ir þjón­ust­una skal hann leggja fram stað­fest af­rit skatt­fram­tals. Um­sækj­andi get­ur veitt öðr­um skrif­legt um­boð til að sækja um fyr­ir sína hönd.

Í sér­stök­um til­fell­um og við end­ur­nýj­un um­sókn­ar get­ur starfs­mað­ur fjöl­skyldu­sviðs afl­að þess­ara gagna skrif­lega eða með síma­tali við sér­fræð­ing með sam­þykki um­sækj­anda.

6. gr. Mat á þörf fyr­ir þjón­ustu

Þjón­ustu­þörf skal met­in í hverju til­viki og leit­ast við að veita þá þjón­ustu sem við­kom­andi eða aðr­ir heim­il­is­menn eru ekki fær­ir um að ann­ast sjálf­ir. Sér­stakt mat (svo­nefnt RAI-Home Care) er not­að ef um­sækj­andi verð­ur 85 ára eða eldri á ár­inu. Sé um­sókn þá sam­þykkt gild­ir hún til þriggja ára.

Í sér­stök­um til­fell­um, svo sem þeg­ar um er að ræða tíma­bund­in veik­indi eða önn­ur óvænt áföll, er heim­ilt að sam­þykkja fé­lags­lega heima­þjón­ustu tíma­bund­ið. Þjón­ust­an skal þá sam­þykkt í þrjá til sex mán­uði í senn. Við end­ur­nýj­un er heim­ilt að sam­þykkja þjón­ustu í allt að tvö ár.

Ef ósk­að er eft­ir fé­lags­legri heima­þjón­ustu um­fram 20 klst. í mán­uði skal um­sókn­in lögð fyr­ir fjöl­skyldu­nefnd sem tek­ur af­stöðu til henn­ar. Heima­þjón­usta er veitt aðra hverja viku, en í und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um kem­ur til greina tíð­ari þjón­usta.

Ef tveir full­orðn­ir ein­stak­ling­ar búa á sama heim­ili, og starfs­mað­ur fjöl­skyldu­sviðs hef­ur met­ið þá báða í þörf fyr­ir þjón­ustu, skal heim­ild taka til beggja að­ila þó svo ann­ar þeirra falli frá eða flytj­ist á hjúkr­un­ar­heim­ili.

7. gr. Sam­starf og þjón­ustu­samn­ing­ur

Starfs­mað­ur fjöl­skyldu­sviðs met­ur þjón­ustu­þörf og legg­ur um­sókn og önn­ur gögn ásamt grein­ar­gerð fyr­ir trún­að­ar­mála­fund fjöl­skyldu­sviðs. Þar er um­sókn­in sam­þykkt eða henni synj­að.

Starfs­mað­ur fjöl­skyldu­sviðs sem met­ið hef­ur þjón­ustu­þörf geng­ur frá samn­ingi milli þjón­ustu­þega og starfs­manns í sam­ræmi við sam­eig­in­legt mat þeirra á þjónu­þörf.

Starfs­mað­ur fjöl­skyldu­sviðs send­ir for­stöðu­manni fé­lags­legr­ar heima­þjón­ustu af­rit af samn­ingn­um og trygg­ir hinn síð­ar­nefndi að þjón­ust­an sé veitt í sam­ræmi við hann.

Við veit­ingu fé­lags­legr­ar heima­þjón­ustu skal leit­ast við að skipu­leggja og sam­hæfa hana ann­arri þjón­ustu sem við­kom­andi nýt­ur, svo sem frá heilsu­gæslu eða öðr­um sjúkra- og heil­brigð­is­stofn­un­um. Í slík­um til­vik­um skal ætíð liggja fyr­ir sam­þykki þjón­ustu­þega.

8. gr. Gjald­skrá fyr­ir fé­lags­lega heima­þjón­ustu

Fyr­ir fé­lags­lega heima­þjón­ustu skal greitt sam­kvæmt gjald­skrá sem bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar set­ur fram að fengn­um til­lög­um frá fjöl­skyldu­nefnd.

9.gr. Van­skil

Verði van­skil á greiðsl­um í meira en tvo mán­uði fær þjón­ustu­þegi að­vör­un í formi bréfs frá Mos­fells­bæ þar sem boð­ið er að semja um greiðslu. Verði ekki orð­ið við þeirri áskor­un inn­an 14 daga verð­ur frek­ari þjón­usta stöðv­uð án frek­ari að­vör­un­ar.

10. gr. Þjón­ustu­tími

Þjón­ust­an er veitt alla virka daga kl. 08:00-16:00. Reynt er að taka til­lit til óska og að­stæðna not­enda eins og unnt er.

11. gr. For­föll

Þjón­ustu­þega ber að til­kynna for­stöðu­manni fé­lags­legr­ar heima­þjón­ustu ef hann for­fall­ast og get­ur ekki tek­ið á móti starfs­manni.

III. kafli – Máls­með­ferð, mál­skots­rétt­ur og gild­is­tími reglna

12. gr. Rök­stuðn­ing­ur synj­un­ar
Ef um­sókn er synj­að fær um­sækj­andi skrif­leg­ar upp­lýs­ing­ar þar sem for­send­ur synj­un­ar eru rök­studd­ar. Sam­hliða því skal hann fá skrif­leg­ar upp­lýs­ing­ar um áfrýj­un­ar­rétt sinn.

13. gr. Áfrýj­un

Um­sækj­andi um fé­lags­lega heima­þjón­ustu get­ur áfrýj­að ákvörð­un trún­að­ar­mála­fund­ar fjöl­skyldu­sviðs til fjöl­skyldu­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar. Skal það gert skrif­lega inn­an fjög­urra vikna. Ákvörð­un fjöl­skyldu­nefnd­ar má áfrýja til úr­skurð­ar­nefnd­ar vel­ferð­ar­mála, sbr. lög nr. 85/2015. Skal það gert inn­an fjög­urra vikna frá því að um­sækj­andi barst vitn­eskja um ákvörð­un.

14. gr. Gild­is­tími

Regl­ur þess­ar eru sett­ar sam­kvæmt lög­um nr. 40/1991 um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga og öðl­ast þeg­ar gildi.

Sam­þykkt í fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar 20. júní 2017.

Sam­þykkt í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar 28. júní 2017.