7. mars 2023 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) formaður
- Þorbjörg Sólbjartsdóttir (ÞS) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) aðalmaður
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Reynir Matthíasson (RM) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) vara áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir (KDÞ) umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Heiða Ágústsdóttir fagstjóri garðyrkju
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu - sóknaráætlun202101312
Lögð fyrir umhverfisnefnd tillaga um fyrirkomulag djúpgáma vegna sérsöfnunar úrgangs sem samráðshópur SSH hefur unnið að.
Lagt fram til kynningar og málið rætt.
2. Grenndarstöðvar í Mosfellsbæ202302133
Lögð fyrir umhverfisnefnd tillaga um að heimila umhverfissviði áframhaldandi vinnu við þróun og fjölgun grenndarstöðva í Mosfellsbæ.
Umhverfisnefnd felur umhverfissviði að móta tillögu að aðgerðaráætlun með kostnaðarmati um þéttingu grenndarstöðva í Mosfellsbæ.
Samþykkt með fimm atkvæðum.3. Umhverfis- og loftslagsstefna fyrir Mosfellsbæ202301124
Lögð fyrir umhverfisnefnd tillaga að fyrirkomulagi vinnu við gerð umhverfis- og loftslagsstefnu fyrir Mosfellsbæ til afgreiðslu
Umhverfisnefnd samþykkir verk- og tímaáætlun vegna vinnu við uppfærslu umhverfisstefnu Mosfellsbæjar 2019-2030 og viðbóta vegna stefnu sveitarfélagsins í loftslagsmálum.
Samþykkt með fimm atkvæðum.4. Þjónusta sveitarfélaga 2022 - Gallup202302063
Ásgeir Sveinsson, fulltrúi D-lista Sjálfstæðisflokks og Anna Sigríður Guðnadóttir, fulltrúi S-lista Samfylkingar, yfirgáfu fund kl. 8:05 fyrir umfjöllun 4. dagskrárliðar.Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup fyrir Mosfellsbæ á árinu 2022 lögð fram til kynningar. Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar kom á fundinn og kynnti niðurstöðurnar.
Lagt fram til kynningar.
Gestir
- Arnar Jónsson
5. Hringrásargarður á Álfsnesi - ósk um tilnefningu áheyrnarfulltrúa og tillaga að kynningu202301247
Lögð var fyrir umhverfisnefnd kynning á hugmyndafræði verkefnis um hringrásargarð í Álfsnesi. Á fundinn mættu Jón Viggó Gunnarsson frá SORPU og Óli Örn Eiríksson frá Reykjavíkurborg frá SSH og kynntu málið.
Lagt fram til kynningar
Gestir
- Jón Viggó Gunnarsson
- Óli Örn Eiríksson