Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

7. mars 2023 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Örvar Jóhannsson (ÖJ) formaður
 • Þorbjörg Sólbjartsdóttir (ÞS) varaformaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) aðalmaður
 • Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
 • Reynir Matthíasson (RM) aðalmaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) vara áheyrnarfulltrúi
 • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
 • Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið
 • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir (KDÞ) umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Heiða Ágústsdóttir fagstjóri garðyrkju


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Sam­ræm­ing úr­gangs­flokk­un­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu - sókn­aráætl­un202101312

  Lögð fyrir umhverfisnefnd tillaga um fyrirkomulag djúpgáma vegna sérsöfnunar úrgangs sem samráðshópur SSH hefur unnið að.

  Lagt fram til kynn­ing­ar og mál­ið rætt.

  • 2. Grennd­ar­stöðv­ar í Mos­fells­bæ202302133

   Lögð fyrir umhverfisnefnd tillaga um að heimila umhverfissviði áframhaldandi vinnu við þróun og fjölgun grenndarstöðva í Mosfellsbæ.

   Um­hverf­is­nefnd fel­ur um­hverf­is­sviði að móta til­lögu að að­gerðaráætl­un með kostn­að­ar­mati um þétt­ingu grennd­ar­stöðva í Mos­fells­bæ.
   Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

   • 3. Um­hverf­is- og lofts­lags­stefna fyr­ir Mos­fells­bæ202301124

    Lögð fyrir umhverfisnefnd tillaga að fyrirkomulagi vinnu við gerð umhverfis- og loftslagsstefnu fyrir Mosfellsbæ til afgreiðslu

    Um­hverf­is­nefnd sam­þykk­ir verk- og tíma­áætl­un vegna vinnu við upp­færslu um­hverf­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar 2019-2030 og við­bóta vegna stefnu sveit­ar­fé­lags­ins í lofts­lags­mál­um.
    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

    • 4. Þjón­usta sveit­ar­fé­laga 2022 - Gallup202302063

     Ás­geir Sveins­son, full­trúi D-lista Sjálf­stæð­is­flokks og Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir, full­trúi S-lista Sam­fylk­ing­ar, yf­ir­gáfu fund kl. 8:05 fyr­ir um­fjöll­un 4. dag­skrárlið­ar.

     Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup fyrir Mosfellsbæ á árinu 2022 lögð fram til kynningar. Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar kom á fundinn og kynnti niðurstöðurnar.

     Lagt fram til kynn­ing­ar.

     Gestir
     • Arnar Jónsson
     • 5. Hringrás­ar­garð­ur á Álfs­nesi - ósk um til­nefn­ingu áheyrn­ar­full­trúa og til­laga að kynn­ingu202301247

      Lögð var fyrir umhverfisnefnd kynning á hugmyndafræði verkefnis um hringrásargarð í Álfsnesi. Á fundinn mættu Jón Viggó Gunnarsson frá SORPU og Óli Örn Eiríksson frá Reykjavíkurborg frá SSH og kynntu málið.

      Lagt fram til kynn­ing­ar

      Gestir
      • Jón Viggó Gunnarsson
      • Óli Örn Eiríksson
     Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00