Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Sunnudaginn 14. júlí fer fram sannkölluð djassveisla í stofunni á Gljúfrasteini.

Þá munu þeir Hjört­ur Ingvi Jó­hanns­son, Andri Ólafs­son og Magnús Tryggvason Eli­assen leika frum­samda tónlist Hjart­ar sem inn­blás­in er af þem­um, stöð­um og per­són­um í höf­und­ar­verki Hall­dórs Lax­ness. Auk þess verða á dag­skránni nokkr­ar perl­ur sem samd­ar hafa ver­ið við ljóð Lax­ness.

Hjört­ur Ingvi Jó­hanns­son er fædd­ur árið 1987 og er einna best þekkt­ur sem hljóm­borðs­leik­ari og laga­höf­und­ur í hljóm­sveit­inni Hjaltalín. Hann er virk­ur pí­anó­leik­ari, tón­skáld og út­setjari, auk þess að kenna á pí­anó við Mennta­skól­ann í tónlist. Hjört­ur lærði djasspí­anó­leik í Konservat­orí­unni í Amster­dam, það­an sem hann út­skrif­að­ist 2015. Andri og Magnús hafa kom­ið víða við, báð­ir eru þeir með­lim­ir í hljóm­sveit­inni Moses Hightower, auk þess sem Magnús er í hljóm­sveit­un­um ADHD og Til­bury og Andri er tón­list­ar­stjóri í Frosti í Þjóð­leik­hús­inu.


Stofu­tón­leik­ar Gljúfra­steins 2024

Stofu­tón­leik­ar hefjast kl. 16 og að­gangs­eyr­ir er 3.500 kr. Miða­sala fer fram í mót­töku safns­ins fyr­ir tón­leika og næg bíla­stæði eru við Jón­st­ótt.

Dag­skrá­in í sum­ar er sem hér seg­ir:

Júlí:

  • 7. júlí Sól­veig Thorodd­sen hörpuleikari og Sergio Coto Blanko lútuleikari
  • 14. júlí Hjörtur Ingvi Jóhannsson leikur á píanó, Andri Ólafsson á bassa og Magnús Tryggvason Eliassen á trommur
  • 21. júlí Páll Palomares fiðla og Erna Vala Arnardóttir píanó
  • 28. júlí Magnús Jóhann píanóleikari og Óskar Guðjónsson saxafónleikari spila jazz

Ágúst:

  • 4. ágúst Dúóið Girni og Stál spila barokk. Sólveig Steinþórsdóttir fiðluleikari og Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir sellóleikari.
  • 11. ágúst Kristján Kristjánsson KK syngur og spilar eins og honum einum er lagið
  • 18. ágúst Strengjakvartettinn Spúttnik. Kvartettinn skipa: Vigdís Másdóttir, víóla, Gréta Rún Snorradóttir, selló, Diljá Sigursveinsdóttir, fiðla og Sigríður Bjarney Baldvinsdóttir fiðla.
  • 25. ágúst Benedikt Kristjánsson tenór og Mathias Halvorsen píanó leika sönglög eftir Robert Schumann

Velkomin á stofutónleika á Gljúfrasteini í sumar.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00