Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

  Hefur þig alltaf langað til að læra að rappa? Nú er tækifærið!

  Ragga og Stein­unn úr Reykja­vík­ur­dætr­um stýra rappsmiðju í Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar fyr­ir krakka í 4.-7. bekk. Smiðj­an er ókeyp­is en skrán­ing er nauð­syn­leg. Skrán­ing fer fram með því að senda póst á evadogg@mos.is með nafni og aldri þátt­tak­anda.

  Í smiðj­unni fá þátt­tak­end­ur inn­sýn í sögu og eðli rapp­tón­list­ar og læra að semja og flytja eig­in texta. Lögð er áhersla á hug­tökin inn­tak, flæði og flutn­ing­ur.


  Ragga Holm er mennt­að­ur tóm­stunda- og fé­lags­mála­fræð­ing­ur. Hún hef­ur starfað sem að­stoð­ar­for­stöðu­mað­ur á bæði frí­stunda­heim­ili og fé­lags­mið­stöð og hef­ur auk þess hald­ið margskon­ar nám­skeið fyr­ir grunn­skóla­börn, ung­linga­deild­ir og mennta­skóla. Ragga starf­ar nú sem út­varps­kona á Kiss­fm 104.5, plötu­snúð­ur og rapp­ari í hljóm­sveit­inni Reykja­vík­ur­dæt­ur síð­an 2017. Árið 2018 gaf Ragga einn­ig út sóló plöt­una Bipol­ar sem fékk góð­ar und­ir­tekt­ir.


  Stein­unn hef­ur síð­an 2011 starfað sem tón­list­ar­kona og dans­kenn­ari. Hún er einn af for­sprökk­um hljóm­sveit­anna Reykja­vík­ur­dæt­ur og Ama­ba­dama. Fyr­ir texta sína á plöt­unni Heyrðu mig nú var hún til­nefnd texta­höf­und­ur árs­ins á Ís­lensku tón­list­ar­verð­laun­un­um 2014/2015. Hún hef­ur mikla reynslu af því að vinna með börn­um og því að kenna fram­komu, dans og texta­smíð.


  Hljóm­sveit­in Reykja­vík­ur­dæt­ur kom eins og storm­sveip­ur inn í ís­lenskt menn­ing­ar­líf fyr­ir um ára­t­ug og vakti strax mikla at­hygli fyr­ir hisp­urs­lausa texta, óhefl­aða fram­komu og sér­stöðu sína sem hóp­ur kvenna í ís­lenskri rapp­senu.

  Frá ár­inu 2013 hef­ur hljóm­sveit­in kom­ið fram í yfir 20 lönd­um, spilað á öll­um helstu há­tíð­um og við­burð­um hér­lend­is og unn­ið til virtra verð­launa á borð við MME-verð­laun­in sem Evr­ópu­sam­band­ið veit­ir og hlot­ið við­ur­kenn­ingu Jóna­s­ar Hall­gríms­son­ar á degi ís­lenskr­ar tungu árið 2019. Hljóm­sveit­in hef­ur síð­ustu miss­er­in stefnt fleyi sínu á er­lend mið en stimpl­aði sig ræki­lega inn að nýju í ís­lenskt tón­list­ar­líf með þátt­töku sinni í Söngv­akeppn­inni 2022.

  Dæt­urn­ar hafa á sín­um starfs­ferli gef­ið út þrjár plöt­ur og fjölda smá­skífa auk þess sem þær hafa stað­ið fyr­ir nám­skeið­um í texta­smíð og rappi fyr­ir börn og hald­ið fyr­ir­lestra bæði hér­lend­is og er­lend­is.


  Netspjall

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00

  Þjónustuver 525-6700

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00