Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

    Skemmti- og huggukvöld með Valgeiri Guðjónssyni Bakkastofubónda og frú verður haldið í Hlégarði fimmtudagskvöldið 8. júní.

    Val­geir Guð­jóns­son þarf vart að kynna enda hafa lög hans og text­ar mark­að spor í þjóð­arsál land­ans í um fimmta tug ára. Á þessu Hlé­garðs­kvöldi mun hann miðla gest­um úr hinum marg­breyti­lega laga­bálki sín­um úr þá­tíð og nú­tíð. Veg­ir hans hafa leg­ið til allra átta og ná yfir tón­smíð­ar fyr­ir hljóm­sveit­ir, kvik­mynd­ir sjón­varp, hvatn­ing­ar­lög, leik­hús og ein­leik og nú síð­ast sagna­tón­list­ina Saga Musica. Þeg­ar kem­ur að sköp­un­ar­gáf­unni og laga­smíð­um virð­ast Val­geiri ekki halda nokk­ur bönd.

    Hann mun ásamt frú Ástu Kristrúnu flétta inn á milli laga per­sónu­leg­ar frá­sagn­ir, en þess má geta að Ásta rek­ur ætt­ir sín­ar í hina upp­runa­legu Mos­fellsveit, sjálfr­ar Reykja­fjöl­skyld­unn­ar, þar sem hún dvaldi oft í bernsku.

    Val­geir Guð­jóns­son er ekki síð­ur þekkt­ur fyr­ir al­úð­leg­an og hlýj­an frá­sagn­ar­máta þar sem skop­skyn­ið er aldrei langt und­an og því full ástæða til að verða hluti af þessu ein­stæða skemmti- og huggu­kvöldi.