Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

    Þorláksmessa Bubba Morthens 2023 hefst í Hlégarði 6. desember.

    Þor­láks­messu­tón­leikaröð Bubba Mort­hens er ein allra lang­líf­asta tón­leika­hefð í að­drag­anda jóla og eru ófá­ir sem geta ekki hugs­að sér að­vent­una án þeirra. Tón­leik­arn­ir eru merki­leg­ir fyr­ir þær sak­ir að þetta verð­ur í 39. sinn sem Bubbi stend­ur fyr­ir Þor­láks­messu­tón­leik­um. Fyrstu tón­leik­arn­ir voru haldn­ir á Hót­el Borg árið 1985. Þótt stað­setn­ing tón­leik­ana hafi breyst í gegn­um tíð­ina má alltaf stóla á það að Bubbi mæt­ir með gít­ar­inn og perl­ar sín þekkt­ustu lög á kvölds­ins festi og rýn­ir í sam­tím­ann af sinni ein­stöku snilld.

    Tón­leik­arn­ir í Hlé­garði fara fram mið­viku­dag­inn 6. des­em­ber og hefjast kl. 20:00.