Kodu Gamelab er þrívítt forritunarumhverfi sem er sérsniðið að ungum byrjendum í forritun. Í Kodu má finna skemmtilegar og litríkar persónur, verkfæri til að smíða heima og ýmislegt til að skreyta þá. Kubbaforritun er notuð í Kodu, sem er auðskilið og aðgengilegt forritunarmál fyrir byrjendur. Hægt er að forrita nánast hvað sem manni dettur í hug og eru ímyndunaraflinu því engar skorður settar.
Í smiðjunni munu þátttakendur læra að skrifa sögu á söguborði (e. storyboard), sérsníða heim utan um söguna og forrita hana. Í lokin fá þátttakendur að deila sögunum sínum með öðrum í smiðjunni.
Aldursviðmið: 7-10 ára.
Skráning í smiðjuna er nauðsynleg því aðeins 15 pláss eru í boði. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á evadogg@mos.is með upplýsingum um nafn og aldur barns, og símanúmer foreldris/forsjáraðila.