Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

    Skema í HR heldur smiðju um teiknimyndaforritun í Kodu Gamelab í Bókasafni Mosfellsbæjar.

    Kodu Gamelab er þrívítt for­rit­un­ar­um­hverfi sem er sér­snið­ið að ung­um byrj­end­um í for­rit­un. Í Kodu má finna skemmti­leg­ar og lit­rík­ar per­són­ur, verk­færi til að smíða heima og ým­is­legt til að skreyta þá. Kubba­for­rit­un er not­uð í Kodu, sem er auð­skil­ið og að­gengi­legt for­rit­un­ar­mál fyr­ir byrj­end­ur. Hægt er að for­rita nán­ast hvað sem manni dett­ur í hug og eru ímynd­un­ar­afl­inu því eng­ar skorð­ur sett­ar.

    Í smiðj­unni munu þátt­tak­end­ur læra að skrifa sögu á sögu­borði (e. stor­y­bo­ard), sér­sníða heim utan um sög­una og for­rita hana. Í lok­in fá þátt­tak­end­ur að deila sög­un­um sín­um með öðr­um í smiðj­unni.

    Ald­ur­svið­mið: 7-10 ára.

    Skrán­ing í smiðj­una er nauð­syn­leg því að­eins 15 pláss eru í boði. Skrán­ing fer fram með því að senda tölvu­póst á evadogg@mos.is með upp­lýs­ing­um um nafn og ald­ur barns, og síma­núm­er for­eldr­is/for­sjár­að­ila.