Magnea Tómasdóttir, Kjartan Guðnason og Kjartan Valdemarsson flytja sönglög á stofutónleikum Gljúfrasteins þann 26. júní næstkomandi. Á dagskránni verða sönglög eftir þá Atla Heimi og Jón Ásgeirsson við texta Nóbelskáldsins og Jónasar Hallgrímssonar.
Tónleikarnir hefjast kl. 16:00 sunnudaginn 26. júní. Aðgangseyrir er 3.500 kr. og miðasala fer fram í móttöku safnsins fyrir tónleika.