Í fyrstu sögustund ársins á Bókasafninu verður lesin bókin Greppibarnið eftir Juliu Donaldson í þýðingu Þórarins Eldjárns.
Greppiklóin er ekki búin að gleyma músinni ógurlegu sem gabbaði hana eitt sinn og því harðbannar hún Greppibarninu að fara inn í skóginn. En Greppibarnið óttast ekki neitt og eina dimma vetrarnótt læðist það frá mömmu sinni.
Bókin er framhald af hinni margverðlaunuðu Greppikló eftir sama höfund.
Öll velkomin!