Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Nú drög­um við Sjálf­stætt fólk fram úr hill­un­um og fögn­um því að 90 ár eru lið­in frá því að fyrri hluti þess­ar­ar stór­kost­legu bók­ar kom út. Sjálf­stætt fólk kom út á ár­un­um 1934-35. Safn­ið á Gljúfra­steini fagn­ar einn­ig 20 ára af­mæli um þess­ar mund­ir. Af þessu til­efni verð­ur efnt til skálda­göngu, sunnu­dag­inn 8. sept­em­ber, kl. 14:00.

Geng­ið verð­ur frá Gljúfra­steini upp að Helgu­fossi með göngu­stjóra í far­ar­broddi. Rit­höf­und­arn­ir Gerð­ur Kristný, Kristín Svava Tóm­as­dótt­ir og Pét­ur Gunn­ars­son munu lesa sér­valda kafla upp úr Sjálf­stæðu fólki. Við Helgu­foss bíða göngu­fólki létt­ar kaffi­veit­ing­ar og með­læti.

Gang­an hefst stund­vís­lega kl. 14:00 og geng­ið verð­ur frá Gljúfra­steini. Göngu­fólk er hvatt til að mæta í við­eig­andi skó­bún­aði og hlífð­ar­fatn­aði í takt við veð­ur­spá. Gott er að gera ráð fyr­ir rúmri klukku­stund­ar göngu hvora leið.

Við bend­um göngu­fólki á að næg bíla­stæði eru við Jón­st­ótt.

Öll vel­komin!

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00