Safnanótt snýr aftur eftir tveggja ára hlé með tónlist, leik, leirlist og lestri í Bókasafni Mosfellsbæjar föstudaginn 3. febrúar.
Dagskrá
Kl. 17:00 – Söngstund með Hafdísi Huld Þrastardóttur og Alisdair Wright bjóða yngstu gestum safnsins í söngstund. Þau munu syngja og leika lög af barnaplötunum sínum: Vögguvísur, Barnavísur og Sumarkveðja.
Kl. 17:45 – Leikarar úr Leikfélagi Mosfellssveitar sýna atriði úr sýningu leikhópsins, Dýrin í Hálsaskógi.
Kl. 18:30 – Sögustund með Jónu Valborgu Árnadóttur rithöfundi sem les nýjustu bók sína Penelópa bjargar prinsi.
Kl. 19:00 – Leiðsögn um listasýningu. Melkorka Matthíasdóttir leirlistakona býður gestum upp á leiðsögn um sýningu sína Og hvað um tað? – Tilraunir með öskuglerunga.
Sérstök Safnanæturgetraun verður í boði á föstudag og laugardag þar sem þátttakendur geta notað bókasafnið og allt sem það hefur að geyma til þess að finna svör við ísköldum spurningum. Nokkrir heppnir þátttakendur verða verðlaunaðir eftir að getraun lýkur.