Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

    Sing-along tón­leik­ar Rokkkórs­ins hafa not­ið mik­ill­ar vin­sæld­ar, enda ein­stök skemmt­un þar sem text­ar eru birt­ir á skjá svo áhorf­end­ur geti tek­ið virk­an þátt í tón­leik­un­um. All­ir geta sung­ið með þekkt­um lög­um eins og Radio gaga, Bohem­ian rhapso­dy, Don’t stop me now, Some­bo­dy to love o.fl. sem Qu­een hef­ur gert ódauð­leg. Þetta verð­ur mögn­uð kvöld­skemmt­un fyr­ir fólk sem hef­ur gam­an af því að syngja.

    Eng­inn ann­ar en Pálmi Sig­ur­hjart­ar­son verð­ur við flygil­inn og rokk­stjór­inn Matth­ías V. Bald­urs­son mun stjórna fjölda­söngn­um og kórn­um af sinni al­kunnu snilld.
    Rokkkór Ís­lands er rétt rúm­lega átta ára gam­all og fer held­ur óhefð­bundn­ari leið­ir en geng­ur og ger­ist í kór­söng. Kór­inn skip­ar um 40 söngv­ara sem all­ir eiga það sam­eig­in­legt að hafa mik­inn áhuga á popp-, rokk- og dæg­ur­laga­söng. Út­kom­an er kraft­mik­ill og al­gjör­lega ein­stak­ur hljóm­ur sem er klár­lega nýr sinn­ar teg­und­ar hér á landi og eitt­hvað sem vert er að kíkja á.

    Hús­ið opn­ar kl. 20:00.

    Rokkkór Ís­lands var stofn­að­ur vor­ið 2015 af Matth­íasi Bald­urs­syni og nokkr­um áhuga­söm­um söngvur­um sem lang­aði að búa til öðru­vísi kór sem hent­aði popp- og rok­krödd­um. Fyrsta verk­efni kórs­ins var að fara í hljóð­ver og taka upp nokk­ur vel val­in lög sem voru gef­in út 2015 og hafa hlot­ið mjög góð­ar við­tök­ur. Kór­inn kom fram í fyrsta sinn í Eld­borg haust­ið 2015 á af­mælis­tón­leik­um Snigla­bands­ins og eft­ir það var ekki aft­ur snú­ið og Rokkkór Ís­lands var kom­inn til að vera. Kór­inn hélt svo sína fyrstu tón­leika í Kaldalóni í fe­brú­ar 2016 þar sem tónlist frá ní­unda ára­tugn­um (80’s) voru gef­in góð skil. Síð­an hef­ur kór­inn hald­ið þó nokkra tón­leika með hinum ýmsu þemu, m.a. 70’s, 90’s, Sing-along og óraf­magn­aða tón­leika. Stærsti við­burð­ur kórs­ins var án efa að syngja með hljóm­sveit­inni For­eigner í Laug­ar­dals­höll­inni í maí 2018. Þar stóð kór­inn virki­lega und­ir nafni sem Rokkkór Ís­lands.