Sing-along tónleikar Rokkkórsins hafa notið mikillar vinsældar, enda einstök skemmtun þar sem textar eru birtir á skjá svo áhorfendur geti tekið virkan þátt í tónleikunum. Allir geta sungið með þekktum lögum eins og Radio gaga, Bohemian rhapsody, Don’t stop me now, Somebody to love o.fl. sem Queen hefur gert ódauðleg. Þetta verður mögnuð kvöldskemmtun fyrir fólk sem hefur gaman af því að syngja.
Enginn annar en Pálmi Sigurhjartarson verður við flygilinn og rokkstjórinn Matthías V. Baldursson mun stjórna fjöldasöngnum og kórnum af sinni alkunnu snilld.
Rokkkór Íslands er rétt rúmlega átta ára gamall og fer heldur óhefðbundnari leiðir en gengur og gerist í kórsöng. Kórinn skipar um 40 söngvara sem allir eiga það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á popp-, rokk- og dægurlagasöng. Útkoman er kraftmikill og algjörlega einstakur hljómur sem er klárlega nýr sinnar tegundar hér á landi og eitthvað sem vert er að kíkja á.
Húsið opnar kl. 20:00.
Rokkkór Íslands var stofnaður vorið 2015 af Matthíasi Baldurssyni og nokkrum áhugasömum söngvurum sem langaði að búa til öðruvísi kór sem hentaði popp- og rokkröddum. Fyrsta verkefni kórsins var að fara í hljóðver og taka upp nokkur vel valin lög sem voru gefin út 2015 og hafa hlotið mjög góðar viðtökur. Kórinn kom fram í fyrsta sinn í Eldborg haustið 2015 á afmælistónleikum Sniglabandsins og eftir það var ekki aftur snúið og Rokkkór Íslands var kominn til að vera. Kórinn hélt svo sína fyrstu tónleika í Kaldalóni í febrúar 2016 þar sem tónlist frá níunda áratugnum (80’s) voru gefin góð skil. Síðan hefur kórinn haldið þó nokkra tónleika með hinum ýmsu þemu, m.a. 70’s, 90’s, Sing-along og órafmagnaða tónleika. Stærsti viðburður kórsins var án efa að syngja með hljómsveitinni Foreigner í Laugardalshöllinni í maí 2018. Þar stóð kórinn virkilega undir nafni sem Rokkkór Íslands.