Íbúafundur vegna skipulags verslunar-, þjónustu- og athafnasvæðis á Blikastaðalandi í Mosfellsbæ verður haldinn mánudaginn 27. júní nk. kl. 17:00 – 18:30 í sal framhaldsskólans í Mosfellsbæ, Háholti 35.
Á fundinum kynna hönnuðir og ráðgjafar skipulagsins hugmyndir og áform um uppbyggingu. Í framhaldi verða umræður og spurningar. Fundurinn er öllum opinn.
Fundinum verður streymt.