Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

    Hlégarður

    Mos­fells­bær í sam­starfi við Mark­aðs­stofu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins boð­ar til op­ins fund­ar í fé­lags­heim­il­inu Hlé­garði mánu­dag­inn 14. októ­ber kl. 17:00.

    Ála­fosskvos­in er fal­legt svæði með ríka sögu sem í gegn­um tíð­ina hef­ur dreg­ið til sín marga gesti, bæði inn­lenda og er­lenda. Mos­fells­bær fól Mark­aðs­stofu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins það verk­efni að kanna hvort hægt sé að efla Ála­fosskvos­ina sem áfangastað fyr­ir gesti.

    Far­ið var í ákveðna grein­ingu ásamt því að hald­inn var hag­að­ila­fund­ur þar sem mark­mið­ið var að heyra radd­ir að­ila og kanna hvort og hvern­ig megi efla Ála­fosskvos­ina sem áfangastað.
    Áhersl­an var á að skoða t.d. hvað ger­ir Ála­fosskvos­ina að áhuga­verð­um stað til að heim­sækja, fyr­ir hvern er svæð­ið áhuga­vert og hvers kon­ar gest­ir henta svæð­inu og hvað væri hægt að gera til að efla svæð­ið.

    Nú er boð­ið til op­ins fund­ar þar sem ætl­un­in er að fara yfir þessa grein­ingu ásamt því að eiga sam­tal um fram­hald­ið.

    Mark­aðs­stofa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins / Vis­it Reykja­vík vinn­ur að þró­un og mark­aðs­setn­ingu á áfanga­staðn­um í heild. Áhersl­an er á að efla at­vinnu­starf­semi og auka gjald­eyris­tekj­ur. Stof­an er sam­starfs­vett­vang­ur sveit­ar­fé­laga og ferða­þjón­ust­unn­ar um ferða­mál á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00