Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

    Melkorka Matthísadóttir leirlistakona sýnir keramikmuni.

    Sýn­ing­in opn­ar þriðju­dag­inn 10. janú­ar kl. 14:00.

    Mel­korka er með meist­ara­gráðu í jarð­fræði frá Há­skól­an­um í Ber­gen en haust­ið 2019 ákvað Mel­korka að venda sínu kvæði í kross og fékk inn­göngu í diplóma­nám á sviði leir­list­ar í Mynd­lista­skól­an­um í Reykja­vík. Hún út­skrif­að­ist það­an vor­ið 2021.

    Það má segja að sýn­ing­in sé óður til ís­lenskr­ar nátt­úru og menn­ing­ar því leir­lista­kon­an Mel­korka Matth­ías­dótt­ir nýt­ir gróð­ur og tað, til að búa til ösku sem gler­ung utan um leir­muni sína. Hér er áhuga­verð lista­kon­an sem er á fullri ferð að þróa að­ferð­ir við að end­ur­vinna úr­gang.

    Sýn­ing­in stend­ur til 3. fe­brú­ar 2023 í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2. Opið alla daga kl. 9:00 – 18:00 og laug­ar­daga kl. 12:00 – 16:00.