Heklurnar og Varmárkórinn, tveir kvennakórar úr Mosfellsbæ, halda saman vortónleika í Guðríðarkirkju fimmtudaginn 30. mars kl. 20:00.
Á tónleikunum flytja kórarnir fjölbreytta dagskrá með íslenskum og erlendum lögum, meðal annars fjögur lög við ljóð eftir Halldór Laxness. Kórfélagar vonast til að eiga góða og skemmtilega stund með sem flestum á tónleikunum.
Miðaverð er 3.000 kr en frítt fyrir börn yngri en 16 ára.