Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

    Þorvaldur Friðriksson fornleifafræðingur og fréttamaður heldur erindi um áhrif Kelta á tungu og menningu Íslendinga.

    Þor­vald­ur gaf ný­lega út bók­ina Kelt­ar – Áhrif á ís­lenska tungu og menn­ingu en í henni er boð­ið upp á nýja sýn á Ís­lands­sög­una, inn­sýn í það sem hef­ur að miklu leyti ver­ið hul­ið; hina miklu hlut­deild Kelta í ís­lenskri menn­ing­ar­sögu.

    Kelt­ar hlaut Bók­mennta­verð­laun bóka­versl­ana í flokki fræði­bóka og var jafn­framt mest selda fræði­bók árs­ins 2022.

    Fyr­ir­lest­ur­inn fer fram í fjöl­nota rými Bóka­safns­ins, Fiska­búr­inu, og eru öll vel­kom­in með­an hús­rúm leyf­ir.