Þorvaldur Friðriksson fornleifafræðingur og fréttamaður heldur erindi um áhrif Kelta á tungu og menningu Íslendinga.
Þorvaldur gaf nýlega út bókina Keltar – Áhrif á íslenska tungu og menningu en í henni er boðið upp á nýja sýn á Íslandssöguna, innsýn í það sem hefur að miklu leyti verið hulið; hina miklu hlutdeild Kelta í íslenskri menningarsögu.
Keltar hlaut Bókmenntaverðlaun bókaverslana í flokki fræðibóka og var jafnframt mest selda fræðibók ársins 2022.
Fyrirlesturinn fer fram í fjölnota rými Bókasafnsins, Fiskabúrinu, og eru öll velkomin meðan húsrúm leyfir.