Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

    Sýningin stendur yfir frá 5. ágúst til 2. september.

    Ver­ið vel­kom­in á Sýn­ingu Lista­púk­ans. Opn­un er föstu­dag­inn 5. ág­úst kl. 16:00 – 18:00.

    Lista­púk­inn Þór­ir Gunn­ars­son (f. 1978) er Mos­fell­ing­ur í húð og hár. Hann hef­ur sýnt víða og var árið 2021 val­inn bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar. Þessi sýn­ing Þór­is í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar er hans sjö­unda sýn­ing á sl. tíu árum. Þema sýn­ing­ar­inn­ar er skipt upp í fjóra þætti sem all­ir tengj­ast þó. Þetta eru dýra­mynd­ir, mann­lýs­ing­ar og um­hverfi, mynd­ir frá Prag og nýj­ar mynd­ir.

    Síð­asti sýn­ing­ar­dag­ur er föstu­dag­ur­inn 2. sept­em­ber.

    Lista­sal­ur Mos­fells­bæj­ar er stað­sett­ur inn af Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar Þver­holti 2. Opið er kl. 9:00 – 18:00 virka daga og kl. 12:00 – 16:00 á laug­ar­dög­um. Gott hjóla­stóla­að­gengi er að saln­um.