Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

    Laugardaginn 27. maí verður gengið um skáldaslóðir í Mosfellsdal. Safnast verður saman við Gljúfrastein kl. 14 og þaðan verður gengið að Mosfellskirkju, með viðkomu á völdum stöðum.

    Bjarki Bjarna­son, rit­höf­und­ur og leið­sögu­mað­ur mun leiða göng­una. Göngu­fólk get­ur átt von á að heyra les­in stutt brot úr verk­um Hall­dórs Lax­ness og hlýða á fróð­leiks­mola um upp­vaxt­ar­ár skálds­ins í daln­um. Gert er ráð fyr­ir að gang­an muni taka um tvo tíma.

    Við bend­um á að næg bíla­stæði eru við Jón­st­ótt, hinum meg­in Köldu­kvísl­ar. Einnig er mögu­legt að leggja bíl­um við Mos­fells­kirkju þar sem gang­an end­ar.

    Frítt er í göng­una og öll vel­kom­in!