Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

    Krókaleiðir er samsýning Höllu Einarsdóttur og Sigurrósar G. Björnsdóttur.

    Sýn­ing­in sam­an­stend­ur af verk­um sem eiga það sam­eig­in­legt að snerta á frá­sagn­ar­krafti hluta, minn­um inn­an þekktra frá­sagnar­að­ferða og því marg­slungna en jafn­framt hvers­dags­lega ferli að setja sig inn í hin ýmsu hlut­verk. Hvort sem um ræð­ir þá mis­mun­andi hatta sem fólk set­ur á sig í gegn­um líf­ið eða hvernig sögu­leg­ar per­són­ur lifa í sam­eig­in­leg­um minn­ing­um okk­ar. Í mynd­um, frá­sögn­um og hlut­um, varpa verk­in á ólík­an hátt upp spurn­ing­ar um að setja sig í spor annarra. Marg­þætt­ar af­leið­ing­ar þess að þykj­ast vera ann­ar en mað­ur er og ábyrgð­in sem fylg­ir því að enduróma radd­ir annarra. Þannig eru verk­in nokk­urs kon­ar hug­leið­ing um þær flækj­ur og óbeinu leið­ir sem slík­ar raun­ir geta haft í för með sér.

    Öll vel­kom­in!