Kanínukórónur
Í páskavikunni mun páskahérinn sjá til þess að hægt verði að útbúa kanínukórónur í barnadeildinni. Útprentaðar kórónur til skreytingar verða í boði fyrir þá sem vilja konunglegt höfuðdjásn fyrir páska.
Páskaeggjaleit þriðjudaginn 4. apríl kl. 12 – 18
Á leið sinni í bókasafnið týndi páskahérinn nokkrum plöstuðum páskaeggjum í Kjarna. Ef þú leitar nógu vel og finnur þau öll færðu alvöru egg að launum! Eitt egg á mann á meðan birgðir endast.
Í barnahorni verða páskalegar myndir til að lita og auðvitað nóg af skemmtilegum bókum og spennandi spilum sem hægt er að grípa með sér fyrir páskahelgina.
Öll velkomin!