Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

    Í páskavikunni verður ýmislegt hægt að bralla í bókasafninu.

    Kan­ínu­kór­ón­ur

    Í páska­vik­unni mun páska­hér­inn sjá til þess að hægt verði að út­búa kan­ínu­kór­ón­ur í barna­deild­inni. Út­prent­að­ar kór­ón­ur til skreyt­ing­ar verða í boði fyr­ir þá sem vilja kon­ung­legt höf­uð­djásn fyr­ir páska.

    Páska­eggja­leit þriðju­dag­inn 4. apríl kl. 12 – 18

    Á leið sinni í bóka­safn­ið týndi páska­hér­inn nokkr­um plöst­uð­um páska­eggj­um í Kjarna. Ef þú leit­ar nógu vel og finn­ur þau öll færðu al­vöru egg að laun­um! Eitt egg á mann á með­an birgð­ir end­ast.

    Í barna­horni verða páska­leg­ar mynd­ir til að lita og auð­vit­að nóg af skemmti­leg­um bók­um og spenn­andi spil­um sem hægt er að grípa með sér fyr­ir páska­helg­ina.

    Öll vel­kom­in!