Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

    Greta Salóme mun halda hátíðlega og fjölbreytta jólatónleika í Hlégarði ásamt hljómsveit, gestum og barnakór.

    Tón­leik­arn­ir hefa fest sig í sessi sem ár­leg­ur við­burð­ur hjá mörg­um og er boð­ið upp á fjöl­breytta og skemmti­lega dag­skrá ásamt heitu kakói fyr­ir alla tón­leika­gesti í hléi.

    Miða­sala hefst 13. nóv­em­ber kl 12:00 á midix.is

    Sér­stak­ir gest­ir tón­leik­anna eru söngv­ari árs­ins og leik­ar­inn Björg­vin Franz ásamt Júlí Heið­ari sem und­an­far­ið hef­ur stimpl­að sig ræki­lega inn á tón­list­ar­sen­una á Ís­landi.

    Hljóm­sveit tón­leik­anna skipa þeir Gunn­ar Hilm­ars­son, Ósk­ar Þormars­son og Leif­ur Gunn­ars­son. Með Gretu Salóme koma fram söng­kon­urn­ar Unn­ur Birna Björns­dótt­ir og Lilja Björk Run­ólfs­dótt­ir. Einnig kem­ur fram Barnakór Lága­fells­kirkju und­ir stjórn Val­gerð­ar Jóns­dótt­ur.

    Til­val­ið tæki­færi fyr­ir alla fjöl­skyld­una til að fara á jóla­tón­leika og fá heitt kakó og jóla­stemn­ing­una beint í æð.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

     

    net­spjall

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00