Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

  Síðasti sýningardagur er 12. apríl.

  Titill sýn­ing­ar­inn­ar Gróð­ur­hula vís­ar í þessu sam­hengi í land­nem­a­plönt­ur sem festa ræt­ur í hrjóstugri jörð. Þær styrkja vist­keðj­una og greiða götu fjöl­breyttra líf­vera. Þeg­ar gróð­ur­hula myndast held­ur hún raka og nær­ingu að plönt­um og varn­ar hita­sveifl­um þann­ig að líf eigi mögu­leika á að dafna. Verkin á þess­ari sýn­ingu eru ný akr­íl­mál­verk máluð með til­vís­un til nátt­úru Ís­lands, að­al­lega á Surtsey. Við lif­um á tíma hraða og áreit­is. Þá er gott að staldra við og vinna úr því sem fyr­ir augu ber.

  Þór­unn Bára Björns­dótt­ir (f. 1950) hef­ur haft list­sköp­un að að­alstarfi í tvo ára­tugi og sýnt víða. Hún lauk námi við Lista­há­skól­ann í Ed­in­borg (BAhon) og einn­ig við Wes­ley­an há­skól­ann í Conn­ecticut, USA (MALS). Þetta er fyrsta einka­sýn­ing Þór­unn­ar Báru í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar.

  Öll vel­komin!

  Netspjall

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00

  Þjónustuver 525-6700

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00