Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

  Hið íslenska náttúrufræðifélag og Mosfellsbær bjóða upp á fræðslugöngu og fuglaskoðun í Leiruvogi.

  Upp­hafs­stað­ur göngu er frá dælu­stöð neð­an Holta­hverf­is kl. 10 laug­ar­dag­inn 25. maí.

  Leiru­vog­ur­inn er eitt af fáu eða lít­ið rösk­uðu fjöru­svæð­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins en hann var loks frið­lýst­ur 2022 vegna sér­stöðu og mik­il­væg­is fyr­ir dýralíf. Fugla­líf í vog­in­um er mik­ið allt árið um kring en sér­stak­lega á far­tíma. Apríl og maí eru helstu vorfarsmán­uð­urn­ir á Ís­landi en í lok maí ætt­um við að sjá stóra hópa vað­fugla á leið til Græn­lands og Kanada ásamt mörg­um öðr­um er­lend­um og hér­lend­um far­gest­um ofan á þá fánu sem held­ur til þar á varp­tíma.

  Leiru­vog­ur­inn hef­ur tölu­vert af sjáv­ar­fitj­um sem er vist­kerfi þar sem fitja­gróð­ur og smá­dýralíf hon­um tengd­um eru ríkj­andi en þetta bú­svæði er mjög sjald­gæft á heimsvísu og þá sér­stak­lega vegna upp­bygg­ingu varn­argarða víðs­veg­ar um heim­inn. Í þetta sækja vað­fugl­ar, gæs­ir og máf­ar en við mun­um mæta með fjar­sjár og reyna að sjá sem flest­ar teg­und­ir og fræð­ast al­mennt um fugla.

  Mælst er með því að öll mæti með kíki og fugla­bók.

  Netspjall

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00

  Þjónustuver 525-6700

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00