Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

    Float­ing Emoti­ons (ísl. fljót­andi til­finn­ing­ar) nefn­ist einka­sýn­ing Ölfu Rós­ar Pét­urs­dótt­ur. Tit­ill­inn vís­ar til blend­inna til­finn­inga um að fljóta í gegn­um líf­ið og ná jafn­vægi; að ber­ast með straumn­um eða sækja í lækn­inga­mátt vatns­ins til að end­urtengj­ast og umbreyt­ast. Þema sýn­ing­ar­inn­ar bygg­ir á ástandi/tíma­bil­um sem lit­að hafa líf lista­manns­ins þar sem vatn og mátt­ur þess er í að­al­hlut­verki við túlk­un á innri og ytri veru­leika.

    Sýn­ing­in sam­an­stend­ur af tex­tíl­verk­um og smá­skúlp­túr­um. Tex­tíl­verk­in eru unn­in með út­saumi, krosssaumi og flos­tækni (e. tuft­ing). Verk­in eru öll hand­gerð, þ.e. ekki er not­ast við nein vél­knú­in verk­færi, ein­ung­is hefð­bundn­ar hand­verksað­ferð­ir.

    Alfa Rós Pét­urs­dótt­ir er fædd í Reykja­vík 1978 en býr og starfar í New York. Hún út­skrif­að­ist með BA í mynd­list frá Ger­rit Riet­veld, Amster­dam árið 2011 og MA í hag­nýtri menn­ing­ar­miðl­un frá Há­skóla Ís­lands.

    Sýn­ing­in stend­ur til og með 13. októ­ber.